Innlent

Ók utan í þrjá bíla og stakk svo af

Ölvaður ökumaður ók utan í þrjá kyrrstæða bíla á bílastæði við Smáralind í Kópavogi gærkvöldi og stakk af.

Lögregla hafið upp á honum skömmu síðar og er hann vistaður í fangageymslu þar til af honum verður runnið. Talsvert eignatjón hlaust af þessu.

Annar ölvaður ökumaður og einn undir áhrifum fíkniefna voru líka teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×