Fólk noti páskafríið í að kemba börnum Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. mars 2013 06:00 Svona líta kvikindin út fullvaxin. Nordicphotos/getty Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur illa gengið að kveða niður höfuðlús í sumum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Í fyrradag var póstur sendur á foreldra barna í Vesturbæjarskóla um lús sem þar hefur stungið sér niður á ný. „Lúsin er að taka sig upp í mörgum árgöngum," segir Ásdís Eckardt skólahjúkrunarfræðingur í bréfi til foreldra og biður þá að bregðast skjótt við með því að kemba og láta vita þegar lús kemur upp. Vísað er á leiðbeiningar um hvernig kljást á við lús á heimasíðu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, www.6h.is. Dalla Jóhannsdóttir, formaður Foreldrafélags Vesturbæjarskóla, segir tilkynningar um lús hafa borist bréfleiðis ansi reglulega í vetur. Hún hvetur fólk til að bregðast við slíkum tilkynningum, vinna sjálft í málinu og kemba börnum sínum. Dalla segir það hins vegar snúa að foreldrum að leita börnum sínum lúsa. „Fólk verður að vinna í þessu sjálft að leita og kemba. Núna verður fólk bara að nota páskafríið í að kemba," segir hún og vonast til að í þetta sinn takist að útrýma lúsinni sem herjað hefur á skólann í vetur. „Það hefur verið sendur póstur ansi reglulega í vetur." Ása St. Atladóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur á sóttvarnadeild Landlæknis, segir sölutölur lúsalyfja sýna að mjög mikið hafi verið um lús í vetur. „Þetta hefur verið meira en í meðalári og svo sem engin sérstök skýring til á því," segir Ása. „Lúsin er náttúrulega viðvarandi og hverfur ekkert nema með mjög samstilltu átaki." Mælist hún til þess að fólk venji sig á að kemba hár barna reglulega, jafnvel einu sinni í viku, til að leita lúsa, jafnvel þótt engin tilkynning hafi borist um smit úr skóla. „Höfuðlúsin er á meðal okkar og ef við viljum draga úr henni þarf að kemba markvisst." Ása segir reynsluna hins vegar sýna að mjög misjafnt sé hvernig foreldrar bregðist við. „Þetta er heilmikið vesen og kannski nennir fólk þessu ekki." Ása segir hægt að vinna á lúsinni bara með því að kemba, en það þurfi þá að gerast mjög markvisst í fjórtán daga. Flestir noti hins vegar líka lúsalyf sem fást í apóteki. „En þá meðferð þarf að endurtaka eftir viku." Þegar lús kemur upp í skólum segir Ása hins vegar ljóst að ekkert megi út af bregða í aðgerðum til að losna við hana. „Upp getur komið að sessunautur barns í skóla eigi foreldra sem ekkert bregðast við lúsinni. Og þá þarf ekki annað en verið sé að vinna saman að verkefni og kollarnir að snertast, þá er viðkomandi aftur orðinn smitaður." Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur illa gengið að kveða niður höfuðlús í sumum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Í fyrradag var póstur sendur á foreldra barna í Vesturbæjarskóla um lús sem þar hefur stungið sér niður á ný. „Lúsin er að taka sig upp í mörgum árgöngum," segir Ásdís Eckardt skólahjúkrunarfræðingur í bréfi til foreldra og biður þá að bregðast skjótt við með því að kemba og láta vita þegar lús kemur upp. Vísað er á leiðbeiningar um hvernig kljást á við lús á heimasíðu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, www.6h.is. Dalla Jóhannsdóttir, formaður Foreldrafélags Vesturbæjarskóla, segir tilkynningar um lús hafa borist bréfleiðis ansi reglulega í vetur. Hún hvetur fólk til að bregðast við slíkum tilkynningum, vinna sjálft í málinu og kemba börnum sínum. Dalla segir það hins vegar snúa að foreldrum að leita börnum sínum lúsa. „Fólk verður að vinna í þessu sjálft að leita og kemba. Núna verður fólk bara að nota páskafríið í að kemba," segir hún og vonast til að í þetta sinn takist að útrýma lúsinni sem herjað hefur á skólann í vetur. „Það hefur verið sendur póstur ansi reglulega í vetur." Ása St. Atladóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur á sóttvarnadeild Landlæknis, segir sölutölur lúsalyfja sýna að mjög mikið hafi verið um lús í vetur. „Þetta hefur verið meira en í meðalári og svo sem engin sérstök skýring til á því," segir Ása. „Lúsin er náttúrulega viðvarandi og hverfur ekkert nema með mjög samstilltu átaki." Mælist hún til þess að fólk venji sig á að kemba hár barna reglulega, jafnvel einu sinni í viku, til að leita lúsa, jafnvel þótt engin tilkynning hafi borist um smit úr skóla. „Höfuðlúsin er á meðal okkar og ef við viljum draga úr henni þarf að kemba markvisst." Ása segir reynsluna hins vegar sýna að mjög misjafnt sé hvernig foreldrar bregðist við. „Þetta er heilmikið vesen og kannski nennir fólk þessu ekki." Ása segir hægt að vinna á lúsinni bara með því að kemba, en það þurfi þá að gerast mjög markvisst í fjórtán daga. Flestir noti hins vegar líka lúsalyf sem fást í apóteki. „En þá meðferð þarf að endurtaka eftir viku." Þegar lús kemur upp í skólum segir Ása hins vegar ljóst að ekkert megi út af bregða í aðgerðum til að losna við hana. „Upp getur komið að sessunautur barns í skóla eigi foreldra sem ekkert bregðast við lúsinni. Og þá þarf ekki annað en verið sé að vinna saman að verkefni og kollarnir að snertast, þá er viðkomandi aftur orðinn smitaður."
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira