Innlent

Málþóf á Alþingi langt fram á kvöld

Málþóf um heildarlög um náttúruvernd stóð á Alþingi í allan gærdag og lauk ekki fyrr en um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Sjálfstæðismenn fóru fram á tvöfaldan ræðutíma og fengu því framgengt, en bæði Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja vísa frumvarpinu aftur til ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því í dag fram yfir kosningar, en ólíklegt er að svo verði, vegna margra óafgreiddra mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×