"Púlsinn fer hækkandi" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2013 10:42 Stefán Einar Stefánsson „Púlsinn fer hækkandi. Ég get vottað það. Eðlilega, annars væri ekkert gaman að þessu," segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. Einn og hálfur tími var eftir af kosningu þegar Vísir heyrði hljóðið í formanninum sem sækist eftir endurkjöri. Í framboði er einnig Ólafía B. Rafnsdóttir. Um 20 prósent félagsmanna höfðu greitt atkvæði fyrir stundu. „Það er svona með besta móti hjá okkur. Þetta slagar í svipað og best hefur gerst. Það er jákvætt ef þessi tvö starfsár uppbyggingar hafa komið því til leiðar að fólk sé áhugasamara um félagið sitt," segir Stefán Einar. Stefán Einar hvetur fólk til þess að nýta atkvæðarétt sin á síðustu metrunum. Þá hvetur hann önnur stéttarfélög til þess að haga kosningum sínum líkt og VR. „Það væri sómi af því að önnur stéttarfélög þorðu að gera hið sama. Það eru ekki mörg félög sem standa í svona stórræðum á hverju einasta ári. Menn gleyma því líka að við kjósum helming stjórnarinnar árið á móti." Stefán Einar var ekki tilbúinn að svara því hvort hann væri bjartsýnn eða svartsýnn. Kosningu lýkur klukkan tólf á hádegi og verða úrslitin tilkynnt klukkan 14. „Maður setur bara upp póker face. Svo tekur maður því sem verða vill," segir formaðurinn. „Það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvernig þessi atkvæði munu falla." Tengdar fréttir Um 20% hafa kosið - Kosningu lýkur í dag Allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015 lýkur klukkan tólf á hádegi í dag. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 félagsmenn greitt atkvæði af þeim 29.439, sem eru á kjörskrá. Það þýðir að kosningaþátttakan er um 20%. Tveir eru í framboði til formanns, þau Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður, og Ólafía B. Rafnsdóttir, sem meðal annars hefur verið kosningastjóri Árna Páls Árnasonar og starfsmannastjóri 365 miðla. 15. mars 2013 10:21 "Ég er mjög bjartsýn" "Hljóðið er bara mjög gott. Þetta er bjartur og fallegur dagur. Það verður bara ánægjulegt að fá að heyra niðurstöðurnar á eftir," segir Ólafía B. Rafnsdóttir sem býður sig fram til formanns VR. 15. mars 2013 10:52 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
„Púlsinn fer hækkandi. Ég get vottað það. Eðlilega, annars væri ekkert gaman að þessu," segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. Einn og hálfur tími var eftir af kosningu þegar Vísir heyrði hljóðið í formanninum sem sækist eftir endurkjöri. Í framboði er einnig Ólafía B. Rafnsdóttir. Um 20 prósent félagsmanna höfðu greitt atkvæði fyrir stundu. „Það er svona með besta móti hjá okkur. Þetta slagar í svipað og best hefur gerst. Það er jákvætt ef þessi tvö starfsár uppbyggingar hafa komið því til leiðar að fólk sé áhugasamara um félagið sitt," segir Stefán Einar. Stefán Einar hvetur fólk til þess að nýta atkvæðarétt sin á síðustu metrunum. Þá hvetur hann önnur stéttarfélög til þess að haga kosningum sínum líkt og VR. „Það væri sómi af því að önnur stéttarfélög þorðu að gera hið sama. Það eru ekki mörg félög sem standa í svona stórræðum á hverju einasta ári. Menn gleyma því líka að við kjósum helming stjórnarinnar árið á móti." Stefán Einar var ekki tilbúinn að svara því hvort hann væri bjartsýnn eða svartsýnn. Kosningu lýkur klukkan tólf á hádegi og verða úrslitin tilkynnt klukkan 14. „Maður setur bara upp póker face. Svo tekur maður því sem verða vill," segir formaðurinn. „Það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvernig þessi atkvæði munu falla."
Tengdar fréttir Um 20% hafa kosið - Kosningu lýkur í dag Allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015 lýkur klukkan tólf á hádegi í dag. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 félagsmenn greitt atkvæði af þeim 29.439, sem eru á kjörskrá. Það þýðir að kosningaþátttakan er um 20%. Tveir eru í framboði til formanns, þau Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður, og Ólafía B. Rafnsdóttir, sem meðal annars hefur verið kosningastjóri Árna Páls Árnasonar og starfsmannastjóri 365 miðla. 15. mars 2013 10:21 "Ég er mjög bjartsýn" "Hljóðið er bara mjög gott. Þetta er bjartur og fallegur dagur. Það verður bara ánægjulegt að fá að heyra niðurstöðurnar á eftir," segir Ólafía B. Rafnsdóttir sem býður sig fram til formanns VR. 15. mars 2013 10:52 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Um 20% hafa kosið - Kosningu lýkur í dag Allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015 lýkur klukkan tólf á hádegi í dag. Klukkan hálftíu í morgun höfðu 5.790 félagsmenn greitt atkvæði af þeim 29.439, sem eru á kjörskrá. Það þýðir að kosningaþátttakan er um 20%. Tveir eru í framboði til formanns, þau Stefán Einar Stefánsson, núverandi formaður, og Ólafía B. Rafnsdóttir, sem meðal annars hefur verið kosningastjóri Árna Páls Árnasonar og starfsmannastjóri 365 miðla. 15. mars 2013 10:21
"Ég er mjög bjartsýn" "Hljóðið er bara mjög gott. Þetta er bjartur og fallegur dagur. Það verður bara ánægjulegt að fá að heyra niðurstöðurnar á eftir," segir Ólafía B. Rafnsdóttir sem býður sig fram til formanns VR. 15. mars 2013 10:52