Fleiri fréttir

Þingmenn Bjartrar framtíðar styðja ekki vantrauststillöguna

Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall, þingmenn Bjartrar framtíðar, ætla ekki að greiða atkvæði með vantrausttillögu Þórs Saari. Róbert Marshall segir í samtali við Vísi að ástæðan sé sú að ríkisstjórnarflokkarnir séu að fara þá leið í stjórnarskrármálinu sem þeir hafi stutt. Hún er sú að fresta heildarendurskoðun fram á lýðveldisafmælisárið 2014. Auk þess sé vantrausttillagan merkingarlaus þar sem búið er að boða til kosninga. Kosningar fara fram 27 apríl.

Stomur í Vestmannaeyjum - Lítið um útköll

Lítið hefur verið um útköll hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og Björgunarfélagi Vestmannaeyja í dag. Eins og greint hefur verið frá liggur skólastarf í grunnskólum niðri í Vestmannaeyjum en framhaldsskólinn er opinn.

Útilaugin opin sundgestum

Ákveðið var að loka útilauginni í Salalaug í morgun vegna öskufjúks en hún hefur nú verið opnuð á ný. Starfsmaður hjá sundlauginni segir að lauginn hafi verið afar skítug. Gestir í Salalaug gátu því ekki fengið sér sundsprett í morgun.

Fimm ára fékk lögreglufylgd í óveðrinu

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir er lögreglunni þakklát eftir gærdaginn, en "yndislegir lögreglumenn“ komu henni og syni hennar til hjálpar í snjóþyngslunum.

Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum

Landspítalinn átti ekki pening til að greiða starfsmönnum laun eða kaupa lyf, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Hún var ráðinn forstjóri Landspítalans haustið 2008. Um það leyti sem bankakerfið á Íslandi hrundi.

Ekki ofmælt að tala um að lygin viðhaldi stríðinu

Það var hart tekist á á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bað Sigmund Davíð Gunnlaugsson að gæta orða sinna í ræðustól þegar hann sagði að menn leyfðu sér að ljúga til þess að viðhalda stríði. Sjálfur varð hann undrandi þegar forseti þingsins bað hann um að gæta orða sinna.

Neyðarlínan fékk 2700 símtöl og Landsbjörg fór í 120 útköll

Nóg var að gera hjá björgunarsveitarmönnum og starfsmönnum Neyðarlínunnar í gær þegar óveður gekk yfir landið. Á höfuðborgarsvæðinu var ófært og var fólki ráðlagt að fara ekki út úr húsi fyrri hluta dags. Björgunarsveitin Landsbjörg fékk um 120 aðstoðarbeiðnir og Neyðarlínan tók við 2700 símtölum.

Las ræðu um stjórnarskrána af Facebook í ræðustól

Þingmaður Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, las úr síma sínum stöðufærslu af Facebook-síðu sinni í ræðustól á Alþingi undir liðnum störf Alþingis, þar sem hún gagnrýndi stöðu stjórnarskrármálsins harkalega.

Al-Thani mun ekki bera vitni

Ragnar Hall, lögmaður Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda gamla Kaupþings, fer fram á að aðalmeðferð í svokölluðu al-Thani máli verði frestað. Hann lagði fram kröfu þess efnis við fyrirtöku málsins í dag.

Drullan kemur vegna ösku og moldroks

Höfuðborgarbúar, og íbúar víða á Suðurlandi, hafa í morgun orðið varir við mikið mistur og drullu sem sest á snjóinn, rúður og annað í umhverfinu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, telur að þarna sé um að ræða mold og öskurok sem valdi þessu. Askan komi úr Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Núna sé svo hvasst á öllu Suðurlandi að askan berist með rokinu. Þá geti líka verið um að ræða mold sem fjúki upp þar sem jarðvegur er laus.

Slökkviliðsmenn óku fram á ökumann í vanda

Slökkviliðsmenn voru í óða önn að draga bíl út úr skafli við Húsgagnahöllina á Höfða á tíunda tímanum í morgun. Þeir notuðu spil á dælubílnum við að draga bílinn, sem hafði setið fastur síðan í gær, úr skaflinum.

Unnið að því að hreinsa götur borgarinnar

"Ástandið að verða nokkuð gott, tækin eru farin að komast inn í hverfin til vinnu í húsagötum en þar er ástandið erfitt vegna ófærðar og bíla sem eru fyrir,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þjónustu og reksturs borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg í tilkynningu frá borginni.

Fyrri ferð Herjólfs fellur niður

Fyrri ferð Herjólfs hefur verið frestað en athuga á með hana kl 8:30. Ef aðstæður hafa lagast er stefnt að brottför kl. 9:00. Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.

Stofnbrautir færar og skólahald eðlilegt í borginni í dag

Veðrið er að mestu gengið niður á höfuðborgarsvæðinu og búið að skafa allar helstu stofnbrautir. Starfsmenn Vegagerðarinnar og sveitafélaga hafa unnið að því í nótt að hreinsa götur og því allar stofnbrautir greiðfærar með morgninum en færðin gæti þó verið þung inni í íbúðahverfum.

Versta óveðrinu slotaði í nótt

Versta óveðrinu slotaði í nótt þótt sumstaðar sé enn nokkuð hvasst og spáð sé stormi við Suðurströndina. Skólahald hefur verið fellt niður i grunnskólanum i Vestmannaeyjum, annan daginn i röð.

Fæddi son í sjúkrabíl mitt í ófærðinni í Dalsmynni

Þegar kona tók léttasóttina norður á Húsavík undir miðnætti var úr vöndu að ráða þar sem hún þurfti nauðsynlega að komast a fæðingadeildina a sjúkrahúsi Akureyrar en Víkurskarðið var kolófært auk þess sem tveir stórir bílar, sem þar sátu fastir, lokuðu leiðinni endanlega.

Fjölgaði um nærri helming

Rétt um 40 þúsund erlendir ferðamenn sóttu Ísland heim í febrúar, nærri helmingi fleiri en í febrúar í fyrra.

Áfram samdráttur í ESB

Efnahagsmál Hagkerfi Evrópusambandsins skrapp saman um 0,5% á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þar með var samdráttur á svæðinu samanlagt 0,3% á árinu.

Yfirmenn jarðhitaverkefna fái reynslu hér

Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum hefur lagt til að íslensk stjórnvöld víkki út hlutverk Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og bjóði yfirmönnum nýrra jarðhitafyrirtækja erlendis upp á þjálfun hér á landi.

Skattaívilnanir og milljarða framlög

Atvinnuvegaráðherra fær heimild til að semja um framkvæmdir í tengslum við uppbyggingu á Bakka fyrir 3,4 milljarða króna. Ríkið veitir ívilnanir vegna verkefnisins umfram þær sem lög kveða á um. Umtalsverður skattaafsláttur gefinn.

Í mál við Eir vegna innlyksa sparifjár

Maður og kona sem eiga inni tugi milljóna hjá hjúkrunarheimilinu Eir telja kröfuhöfum hafa verið mismunað. Eir greiddi niður lán á meðan fólk sem átti inni búseturéttargreiðslur fékk ekkert. 11 manns eiga þegar að hafa fengið 200 milljónir.

Hefur enn ekki skilað umsögn um sjálfsvíg

Landlæknisembættinu hefur enn ekki borist greinargerð frá Sjúkrahúsinu á Akureyri um sjálfvíg sjúklings. Embættinu ber að skoða málið en rannsókn tefst sökum þessa. Faðir sjúklings segir þjónustuna á Norðurlandi fyrir neðan allar hellur.

260 borga mest allt sitt í auðlegðarskatt

Nokkur hundruð manns borga stóran hluta tekna sinna í auðlegðarskatt. Yfirleitt er um fólk að ræða sem er 65 ára og eldra. Stór hópur hefur innan við fimm milljónir í árstekjur. Eignasala er oft eina lausnin til að mæta skattinum.

Sektum gegn rusli er ekki beitt

Ef sektir fyrir að fleygja rusli á almannafæri eiga að þjóna tilgangi sínum og hafa fælingarmátt þarf hert eftirlit og hærri sektir. Þetta segir deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg.

Vilja sérstaka afeitrunarmeðferð fyrir konur

„Það er mjög brýnt að byrja á því að kynjaskipta afeitruninni og skoða þessar kvennameðferðir sem eru í gangi til að sjá hvað má betur fara,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og stofnfélagi Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda.

Hrogn fryst allan sólarhringinn

Frysting á loðnuhrognum hófst hjá fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi um liðna helgi og hefur hrognaskurðurinn og frystingin gengið vel þessa fyrstu daga. Unnið er allan sólarhringinn í loðnuhrognavinnslunni á Akranesi.

Vantraust ekki til umræðu á morgun

Tillaga Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, um vantraust á ríkissstjórnina verður ekki til umræðu á þinginu á morgun. Þetta staðfesti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, við Ruv.is í kvöld.

Nýtti tækifærið og synti nakinn

"Ég gat ekki sleppt því tækifæri að synda í sjónum norður fyrir heimskautsbauginn,“ segir bandaríski ferðamaðurinn Link Kokiri í samtali við vef Akureyrarbæjar.

"Mér finnst þetta svolítið ósanngjarnt“

"Maður er allur boðinn og búinn til að hjálpa,“ segir Guðjón Þorbjörnsson sem keyrði fram hjá fjölda bifreiða á höfuðborgarsvæðinu í dag sem hefðu vafalítið vel þegið hans aðstoð.

Fjórum sinnum á hausinn á leiðinni í vinnuna

"Þetta var allt mjúkt nema þriðja byltan,“ segir hjólreiðakappinn Þorfinnur Pétur Eggertsson sem flaug fjórum sinnum á hausinn á leið sinni á hjólinu í vinnuna í morgun.

Hlýnar og slær á skafrenning í kvöld

Vonskuveður er á Suðurlandi og víðast hvar ekki ferðaveður. Á láglendi suðvestanlands hlýnar upp undir frostmark í kvöld og slær verulega á skafrenning. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Bíða enn eftir gögnum frá Eir

Nokkrir fyrrverandi íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir, sem enn eiga eftir að fá greiddar um samtals tvöhundruð milljónir fyrir búseturétt, eru ósáttir við sáttarleið stjórnarinnar. Lögmaður segir gjaldþrot ekki endilega verri kostinn en mjög illa hefur gengið að fá gögn frá heimilinu til að varpa ljósi á stöðuna.

"Þetta getur ekki versnað“

Vöruskortur gerði vart við sig í verslunum í úthverfum Reykjavíkur í dag. Þeir sem ætluðu að næla sér í eitthvað nýbakað í Nettó í Hverafold í Grafarvogi í dag urðu fyrir vonbrigðum.

Fólk hvatt til að moka frá sorpgeymslum

Ekki reyndist unnt að sinna sorphirðu í Vesturbæ Reykjavíkur í dag eins og til stóð sökum ófærðar og hindrana í íbúðargötum. Ekki er heldur hægt að klára verkefnin í Grafarvogi af sömu ástæðum. Hafist verður handa við að losa sorptunnur strax í fyrramálið ef veður og aðstæður leyfa.

Sinfó sló í gegn

Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut mikið lof tónleikagesta fyrir tónleika sína í Kennedy-listamiðstöðinni í Washington í Bandaríkjunum á mánudagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti af listahátíðinni Nordic Cool sem stendur yfir í Washington.

Skólar verða opnir á morgun

150-200 björgunarsveitamenn hafa unnið að um 140 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með upplýsingum um veður í fjölmiðlum í fyrramálið.

Flestir flugu til Kaupmannahafnar

Tæplega 380 þúsund farþegar flugu frá Keflavík til Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn árið 2012. Þetta kemur fram í samantekt vefsíðunnar turisti.is.

Steinunn lætur af störfum

Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, hefur látið af störfum hjá blaðinu eftir tólf ára starf. Það tilkynnti hún samstarfsmönnum sínum í tölvupósti síðdegis í dag.

„Dapurlegt raus hjá ASÍ“

"Þetta er óttalega dapurt raus hjá ASÍ og ég vísa þessu auðvitað til föðurhúsanna." Þetta segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa um hugmyndir ASÍ að þær verslanir sem ekki taka þátt í verðlagskönnun sambandsins séu að leit skjóls til verðhækkana.

Ekkert flogið innanlands í dag

Öllu flugi innanlands í dag hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á heimasíðum Flugfélags Íslands og Flugfélagsins Ernis. Millilandaflug hefur þó gengið nokkuð áfallalaust fyrir sig.

Þór Saari leggur fram vantrauststillögu að nýju

Þór Saari lagði í dag fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hann hefur jafnframt óskað eftir því við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að tillagan verði tekin á dagskrá þingsins á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir