Innlent

Stomur í Vestmannaeyjum - Lítið um útköll

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.
Lítið hefur verið um útköll hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og Björgunarfélagi Vestmannaeyja í dag. Eins og greint hefur verið frá liggur skólastarf í grunnskólum niðri í Vestmannaeyjum en framhaldsskólinn er opinn.

Aðeins hafa tvö verkefni komið á borð lögreglunnar í dag en tilkynnt var um lausar þakplötur snemma í morgun.

Vonskuveður geisar nú á Suðurlandi. Meðalvindur á Stórhöfða mælist nú 34 metrar á sekúndu. Vindhviður hafa aftur á móti farið upp í 40 metra á sekúndu. Færð innanbæjar í Vestmannaeyjum er þó ágæt og engin ófærð.

„Það var nóg um að vera hjá okkur í gær," segir Davíð Smári Hlynsson, varaformaður Björgunarfélags Vestmannaeyja. „Þá voru þakplötur og klæðningar að fjúka."

„Það fauk allt sem fokið gat í gær og í óveðrinu um daginn. En það hefur verið rólegt hjá okkur í morgun," segir Davíð Smári að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×