Fleiri fréttir Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6.3.2013 14:45 Brjálað að gera hjá 112 - 800 tilkynningar fyrir hádegi "Það stefnir í að þetta sé mesta álag hjá okkur frá upphafi - frá því klukkan átta í morgun og fram að hádegi bárust um 800 tilkynningar til okkar,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. 6.3.2013 14:37 Norðfjarðarvegi lokað vegna umferðarslyss Norðfjarðarvegur um Hólmaháls er lokaður vegna umferðarslyss, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði. Þar er einnig vonskuveður og blindbylur. 6.3.2013 14:15 50 strandaglópar hjá Strætó "Andrúmsloftið er þokkalegt,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjór Strætó, en um fimmtíu farþegar sitja fastir í höfuðstöðvum Strætó í Hesthálsi, skammt frá Ártúnsbrekkunni. 6.3.2013 13:57 Þessir mega sækja börnin sín í skólann - farið eftir tilmælum lögreglu Lögregla og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu vilja ítreka enn og aftur mikilvægi þess að börn séu ekki sótt í skólana fyrr en tilkynning þess efnis hefur verið send út frá lögreglu. 6.3.2013 13:48 Þeir sem eru með hungruð börn í bílum beðnir um að hringja í 112 Þeir sem eru fastir í bifreiðum með börn sem eru farin að finna til hungurs, eru beðinn um að láta lögregluna vita í síma 112 svo hægt sé að aðstoða. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar þar sem hún mun reyna að koma tilkynningum áleiðis til vegfarenda í dag. 6.3.2013 13:24 Landhelgisgæslan til aðstoðar vegna ófærðarinnar Starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar voru í morgun kallaðir til aðstoðar lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna ófærðarinnar. Fylgja ökutæki þeirra nú neyðarbílum í útköll og tryggja greiðan aðgang þeirra um höfuðborgarsvæðið. 6.3.2013 13:14 Athugað með akstur klukkan hálftvö Klukkan hálftvö verður skoðað hvort hægt verði að hefja akstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnaferðir hafa verið í lamasessi í allan dag vegna veðurs. Þá sinnir heimaþjónusta sveitarfélaganna einungis brýnustu erindum. 6.3.2013 13:06 Strandaglópar leituðu skjóls hjá Matís - tugir fastir hjá Strætó "Það voru fjórir í mat hjá okkur, en sex leituðu til okkar út af veðrinu,“ segir Guðlaug Þóra Marinósdóttir, skrifstofustjóri hjá Matís, en sex veðurtepptir ökumenn leituðu til þeirra í morgun vegna óveðursins. 6.3.2013 13:02 Engin alvarleg slys en mikið eignatjón Engin alvarleg slys urðu á fólki í árekstrinum á Hafnarfjarðarveginum í morgun. Það er þó ljóst að eignartjón er gríðarlega mikið. 6.3.2013 11:52 Unnið að því að ryðja götur og aðstoða fólk Áfram er lögð áhersla á að halda stofnbrautum og strætisvagnaleiðum opnum, sem og helstu göngu- og hjólaleiðum samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Vel gengur miðað við aðstæður. Þeir sem sinna snjóruðningi ítreka að fólk leggi ekki af stað á vanbúnum bílum. 6.3.2013 11:32 Almannavarnir: Ekki sækja börnin ykkar í skólann Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu nú rétt í þessu en þar segir að börnin eru örugg í skólunum. "Vinsamlegast reynið ekki að komast til þess að sækja þau fyrr en aðstæður leyfa og lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi. Allir björgunaraðilar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilla trafala við björgunarstörf.“ 6.3.2013 11:17 Strætó í hremmingum Öllum ferðum Strætó, bæði innan höfuðborgarsvæðisins og utan, hefur verið aflýst í augnablikinu vegna veðurs og færðar. Skoðað verður með akstur næst klukkan hálfeitt. Einnig hefur Ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík hætt akstri. Á vefsíðu Strætó kemur fram að unnið verður í því eins og hægt er að koma þeim heim sem fóru af stað í morgun. 6.3.2013 11:03 Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum Um 15 til 20 bíla árekstur varð skömmu fyrir hálf ellefu á Hafnarfjarðarveginum suður við Kópavogslækinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa sjúkrabílar verið kallaðir á vettvang og tækjabíll slökkviliðsins. 6.3.2013 11:01 Lumar þú á myndum af ófærðinni? Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á netsíður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is, í ummælum hér fyrir neðan eða á Facebook-síðu Vísis. Lumar þú á myndum af óveðrinu í dag? 6.3.2013 10:41 Allar sveitir Landsbjargar kallaðar út "Það er nóg að gera. Við erum úti um alla höfuðborgina og á Suðurnesjum,“ segir Gunnar Stefánsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Hann segir að mestur mannskapurinn hafi verið sendur á Vesturlandsveg. "Þar er einhver hnútur sem og út um alla borgina,“ segir Gunnar. 6.3.2013 10:28 Áfram snjóbylur í dag - mikill vindur á morgun og föstudag "Það verður áfram mikill vindur í dag og hættir að snjóa upp úr hádegi, en það má búast við skafrenningi næstu daga, því það verður áfram mikill vindur á morgun og föstudag,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 6.3.2013 10:26 Innanlandsflug í uppnámi - millilandaflug á áætlun Öllu innanlandsflugi hefur verið frestað eða aflýst í dag samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu Isavia. Flug til Akureyrar og Egilsstaða verður endurskoðað um hádegisbilið. Flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst. 6.3.2013 10:15 Algjört öngþveiti á Vesturlandsvegi: „Umferðin þokast nákvæmlega ekki neitt“ Enn er algjört umferðaröngþveiiti á Vesturlandsvegi og bíll við bíl. Ekkert útlit er fyrir að ástandið lagist næstu mínúturnar. 6.3.2013 10:11 Foreldrar gætu þurft að sækja börnin í skólann eftir hádegi "Skólastarfi hefur ekki verið aflýst. Það er einhver starfsemi í öllum skólum, en þó af skornum skammti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. 6.3.2013 10:04 Baldur siglir ekki í dag Ferð ferjunnar Baldurs fellur niður í dag vegna óveðurs samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum. Til stóð að Baldur legði úr höfn klukkan þrjú í dag frá Stykkishólmi og svo klukkan sex frá Brjánslæk. Glórulaus bylur er nú á Stykkishólmi sem og víðar. Gert er ráð fyrir að siglt verði á morgun. 6.3.2013 09:58 Snjóruðningstæki að störfum síðan þrjú í nótt Snjóruðningstæki og bílar hafa verið að síðan þrjú í nótt. Reynt er að halda stofnbrautum og strætisvagnaleiðum opnum og að tryggja að fólk komist inn á bílastæði við grunnskóla og leikskóla. 6.3.2013 09:55 Öllum ferðum Strætó aflýst Vegna slæmrar færðar og veðurs má búast við miklum seinkunum á öllum leiðum höfuðborgarsvæðisins í dag samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu Strætó. 6.3.2013 09:42 Lögreglan hvetur fólk til að vera heima Reikna má með að öll heimaþjónusta, heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta í Reykjavík gæti orðið sein í dag vegna veðurs. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir líka að haft verður samband við fólk ef fella verður niður þjónustu sökum ófærðar. 6.3.2013 09:37 Vesturlandsvegur lokaður Vesturlandsvegur hefur lokast á ný vegna ófærðar. Fólki er ráðlagt að aka ekki um Vesturlandsveginn. 6.3.2013 09:20 Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar Fjölmennt björgunarsveitarlið var kallað út á Suðurlandi á áttunda tímanum og er lagt af stað á sérbúnum jeppum og snjóbílum í átt til Landmannalauga, en þar er ferðafólk í fimm jeppum í vandræðum. 6.3.2013 07:59 Stórhríð og kolófært víða á landinu Vonskuveður er á Suðurlandi og víðast hvar ekki ferðaveður. Ófært er bæði á Hellisheiði og í Þrengslum og er fólk eindregið beðið að hlíta tilmælum lögreglu um að reyna ekki að fara þar um. 6.3.2013 07:44 Búið að opna Vesturlandsveg Búið er að opna Vesturlandsveg að nýju en hann er lokaðist við Víkurveg vegna ófærðar, blindu og svo er árekstur við Víkurvegsbrú. Ástand á Víkurvegi einnig slæmt. Búið að kalla til björgunarsveit til aðstoðar, að því er segir í tilkynningu. 6.3.2013 07:08 Mikið óveður: Hellisheiðin og Þrengslin eru lokuð Veður fer nú mjög versnandi á Suður- og Suðvesturlandi og búið er að loka bæði Hellisheiði og Þrengslum og umferð gengur hægt um Reykjanesbraut þar sem skyggni er afleitt þótt brautin teljist fær. 6.3.2013 06:49 Hiti í kringum strætóstöðvar Sett hefur verið fram áætlun um hitun umhverfis fimm af stærstu biðstöðvum Strætó í Reykjavík. Samkvæmt tillögu Ólafs Bjarnasonar samgöngustjóra borgarinnar verður byrjað á framkvæmdum við tvo staði á þessu ári; á Hringbraut við Félagsstofnun stúdenta og á Miklubraut við Kringluna. 6.3.2013 06:00 Mugison býður sig fram á þing „Er þetta ekki bara „pretty face“ á listanum?“ spyr Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, sem tekur heiðurssæti á lista Bjartar framtíðar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. „Þetta er bara stuðningur við hópinn. Ef það gengur vel hefur maður efni á að leigja íbúð í bænum.“ 6.3.2013 06:00 Kvennabylting hjá bændum Stjórn Bændasamtaka Íslands er í fyrsta skipti í sögu samtakanna skipuð konum í meirihluta. Þetta var ljóst eftir kosningar til stjórnar á Búnaðarþingi í gær. 6.3.2013 06:00 Fleiri vilja að ríkið greiði listamannalaun Rúmur helmingur landsmanna er andvígur því að ríkið greiði listamannalaun samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar MMR, en fækkað hefur í þeim hópi á síðustu árum. 6.3.2013 06:00 Stefna um nýtingu landgæða Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013-2024. Kveðið er á um slíka stefnu í skipulagslögum sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010. 6.3.2013 06:00 Stefna um netöryggi Íslands verði tilbúin á næsta ári Ekki liggur fyrir heildstæð stefna um netöryggi á Íslandi en stefnt er að því að ljúka því starfi á næsta ári. Viðbragðssveit hefur hafið störf og segir hópstjóri að ekki steðji meiri ógn að Íslandi en öðrum löndum. 6.3.2013 06:00 Landlæknir skoðar sjálfsvíg á geðdeild Tveir sjúklingar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri hafa svipt sig lífi á deildinni síðustu tvö ár. Síðara málið í skoðun hjá Landlækni. Tollur sem við verðum að greiða, segir forstöðumaður. Allt of mikið álag á geðdeildinni, segir lögreglan. 6.3.2013 06:00 Matarmarkaður verði á Lækjartorgi í sumar Verkefnahópur á vegum Reykjavíkurborgar leggur til að fjölbreyttur matarmarkaður verði á Lækjartorgi í sumar og að utanaðkomandi ráðgjafi komi á sambandi við sölumenn. Hópurinn sér Hlemm sem markaðshöll þegar Strætó hefur flutt. 6.3.2013 06:00 Krefur Akranes um 64 milljónir í bætur Mistök bæjaryfirvalda við auglýsingu skipulags varð til þess að gera þurfti nýtt deiliskipulag. Verktaki sem hugðist reisa hótel á Akranesi krefur bæinn bóta. 6.3.2013 06:00 Var sagt að fara heim og bíða rólegur Sigurður Valdimar Steinþórsson, íbúi á Húsavík, hefur glímt við alvarlegt þunglyndi í tvö ár. Hann gagnrýnir geðheilbrigðiskerfið á Norðurlandi harðlega og segir ekkert gert fyrir fólk í vanda. 6.3.2013 06:00 Gæti orðið glórulaus bylur undir Eyjafjöllum Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal er spáð hríðarveðri seint í kvöld og áfram í fyrramálið. A 15-20 m/s og síðar 20-25 m/s og því gætir orðið glórulaus bylur á þeim slóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni í kvöld. 5.3.2013 23:08 Traust á Alþingi og bankakerfi minnst Almenningur á Íslandi ber mest trausts til Landhelgisgæslunnar en nær níu af hverjum tíu svarendum ber mikið traust til hennar. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Capacent. 5.3.2013 23:00 Segja ósamræmi tveggja ríkisstofnana um að kenna Innflytjandi Kickup á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna innköllunar Matvælastofnunar á vörunni sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. 5.3.2013 21:12 Ofbeldisatvikum fækkað um helming "Í heild er ljóst að flutningurinn hefur leitt til bættrar aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur,“ segir í svari velferðarráðherra við fyrirspurn um flutning réttargeðdeildar frá Sogni að Kleppi. 5.3.2013 20:39 Fiskur út um allt Á annan tug fiskikara féllu af flutningabíl við Sægarða í austurhluta Reykjavíkur síðdegis í dag. Körin féllu af flutningabíl Ragnars og Ásgeirs í Snæfellsbæ. Engin slys urðu á fólki. 5.3.2013 20:25 Skipulagði tónleika í minningu ömmu sinnar Tónleikar Project Lonewolf verða á Gamla Gauk á föstudagskvöld í tilefni af útgáfu plötunnar Expectations, Ideas and Emotions 5.3.2013 19:45 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6.3.2013 14:45
Brjálað að gera hjá 112 - 800 tilkynningar fyrir hádegi "Það stefnir í að þetta sé mesta álag hjá okkur frá upphafi - frá því klukkan átta í morgun og fram að hádegi bárust um 800 tilkynningar til okkar,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. 6.3.2013 14:37
Norðfjarðarvegi lokað vegna umferðarslyss Norðfjarðarvegur um Hólmaháls er lokaður vegna umferðarslyss, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði. Þar er einnig vonskuveður og blindbylur. 6.3.2013 14:15
50 strandaglópar hjá Strætó "Andrúmsloftið er þokkalegt,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjór Strætó, en um fimmtíu farþegar sitja fastir í höfuðstöðvum Strætó í Hesthálsi, skammt frá Ártúnsbrekkunni. 6.3.2013 13:57
Þessir mega sækja börnin sín í skólann - farið eftir tilmælum lögreglu Lögregla og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu vilja ítreka enn og aftur mikilvægi þess að börn séu ekki sótt í skólana fyrr en tilkynning þess efnis hefur verið send út frá lögreglu. 6.3.2013 13:48
Þeir sem eru með hungruð börn í bílum beðnir um að hringja í 112 Þeir sem eru fastir í bifreiðum með börn sem eru farin að finna til hungurs, eru beðinn um að láta lögregluna vita í síma 112 svo hægt sé að aðstoða. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar þar sem hún mun reyna að koma tilkynningum áleiðis til vegfarenda í dag. 6.3.2013 13:24
Landhelgisgæslan til aðstoðar vegna ófærðarinnar Starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar voru í morgun kallaðir til aðstoðar lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna ófærðarinnar. Fylgja ökutæki þeirra nú neyðarbílum í útköll og tryggja greiðan aðgang þeirra um höfuðborgarsvæðið. 6.3.2013 13:14
Athugað með akstur klukkan hálftvö Klukkan hálftvö verður skoðað hvort hægt verði að hefja akstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnaferðir hafa verið í lamasessi í allan dag vegna veðurs. Þá sinnir heimaþjónusta sveitarfélaganna einungis brýnustu erindum. 6.3.2013 13:06
Strandaglópar leituðu skjóls hjá Matís - tugir fastir hjá Strætó "Það voru fjórir í mat hjá okkur, en sex leituðu til okkar út af veðrinu,“ segir Guðlaug Þóra Marinósdóttir, skrifstofustjóri hjá Matís, en sex veðurtepptir ökumenn leituðu til þeirra í morgun vegna óveðursins. 6.3.2013 13:02
Engin alvarleg slys en mikið eignatjón Engin alvarleg slys urðu á fólki í árekstrinum á Hafnarfjarðarveginum í morgun. Það er þó ljóst að eignartjón er gríðarlega mikið. 6.3.2013 11:52
Unnið að því að ryðja götur og aðstoða fólk Áfram er lögð áhersla á að halda stofnbrautum og strætisvagnaleiðum opnum, sem og helstu göngu- og hjólaleiðum samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Vel gengur miðað við aðstæður. Þeir sem sinna snjóruðningi ítreka að fólk leggi ekki af stað á vanbúnum bílum. 6.3.2013 11:32
Almannavarnir: Ekki sækja börnin ykkar í skólann Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu nú rétt í þessu en þar segir að börnin eru örugg í skólunum. "Vinsamlegast reynið ekki að komast til þess að sækja þau fyrr en aðstæður leyfa og lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi. Allir björgunaraðilar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilla trafala við björgunarstörf.“ 6.3.2013 11:17
Strætó í hremmingum Öllum ferðum Strætó, bæði innan höfuðborgarsvæðisins og utan, hefur verið aflýst í augnablikinu vegna veðurs og færðar. Skoðað verður með akstur næst klukkan hálfeitt. Einnig hefur Ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík hætt akstri. Á vefsíðu Strætó kemur fram að unnið verður í því eins og hægt er að koma þeim heim sem fóru af stað í morgun. 6.3.2013 11:03
Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum Um 15 til 20 bíla árekstur varð skömmu fyrir hálf ellefu á Hafnarfjarðarveginum suður við Kópavogslækinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa sjúkrabílar verið kallaðir á vettvang og tækjabíll slökkviliðsins. 6.3.2013 11:01
Lumar þú á myndum af ófærðinni? Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á netsíður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is, í ummælum hér fyrir neðan eða á Facebook-síðu Vísis. Lumar þú á myndum af óveðrinu í dag? 6.3.2013 10:41
Allar sveitir Landsbjargar kallaðar út "Það er nóg að gera. Við erum úti um alla höfuðborgina og á Suðurnesjum,“ segir Gunnar Stefánsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Hann segir að mestur mannskapurinn hafi verið sendur á Vesturlandsveg. "Þar er einhver hnútur sem og út um alla borgina,“ segir Gunnar. 6.3.2013 10:28
Áfram snjóbylur í dag - mikill vindur á morgun og föstudag "Það verður áfram mikill vindur í dag og hættir að snjóa upp úr hádegi, en það má búast við skafrenningi næstu daga, því það verður áfram mikill vindur á morgun og föstudag,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 6.3.2013 10:26
Innanlandsflug í uppnámi - millilandaflug á áætlun Öllu innanlandsflugi hefur verið frestað eða aflýst í dag samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu Isavia. Flug til Akureyrar og Egilsstaða verður endurskoðað um hádegisbilið. Flugi til Ísafjarðar hefur verið aflýst. 6.3.2013 10:15
Algjört öngþveiti á Vesturlandsvegi: „Umferðin þokast nákvæmlega ekki neitt“ Enn er algjört umferðaröngþveiiti á Vesturlandsvegi og bíll við bíl. Ekkert útlit er fyrir að ástandið lagist næstu mínúturnar. 6.3.2013 10:11
Foreldrar gætu þurft að sækja börnin í skólann eftir hádegi "Skólastarfi hefur ekki verið aflýst. Það er einhver starfsemi í öllum skólum, en þó af skornum skammti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. 6.3.2013 10:04
Baldur siglir ekki í dag Ferð ferjunnar Baldurs fellur niður í dag vegna óveðurs samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum. Til stóð að Baldur legði úr höfn klukkan þrjú í dag frá Stykkishólmi og svo klukkan sex frá Brjánslæk. Glórulaus bylur er nú á Stykkishólmi sem og víðar. Gert er ráð fyrir að siglt verði á morgun. 6.3.2013 09:58
Snjóruðningstæki að störfum síðan þrjú í nótt Snjóruðningstæki og bílar hafa verið að síðan þrjú í nótt. Reynt er að halda stofnbrautum og strætisvagnaleiðum opnum og að tryggja að fólk komist inn á bílastæði við grunnskóla og leikskóla. 6.3.2013 09:55
Öllum ferðum Strætó aflýst Vegna slæmrar færðar og veðurs má búast við miklum seinkunum á öllum leiðum höfuðborgarsvæðisins í dag samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu Strætó. 6.3.2013 09:42
Lögreglan hvetur fólk til að vera heima Reikna má með að öll heimaþjónusta, heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta í Reykjavík gæti orðið sein í dag vegna veðurs. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir líka að haft verður samband við fólk ef fella verður niður þjónustu sökum ófærðar. 6.3.2013 09:37
Vesturlandsvegur lokaður Vesturlandsvegur hefur lokast á ný vegna ófærðar. Fólki er ráðlagt að aka ekki um Vesturlandsveginn. 6.3.2013 09:20
Ferðafólk í vandræðum við Landmannalaugar Fjölmennt björgunarsveitarlið var kallað út á Suðurlandi á áttunda tímanum og er lagt af stað á sérbúnum jeppum og snjóbílum í átt til Landmannalauga, en þar er ferðafólk í fimm jeppum í vandræðum. 6.3.2013 07:59
Stórhríð og kolófært víða á landinu Vonskuveður er á Suðurlandi og víðast hvar ekki ferðaveður. Ófært er bæði á Hellisheiði og í Þrengslum og er fólk eindregið beðið að hlíta tilmælum lögreglu um að reyna ekki að fara þar um. 6.3.2013 07:44
Búið að opna Vesturlandsveg Búið er að opna Vesturlandsveg að nýju en hann er lokaðist við Víkurveg vegna ófærðar, blindu og svo er árekstur við Víkurvegsbrú. Ástand á Víkurvegi einnig slæmt. Búið að kalla til björgunarsveit til aðstoðar, að því er segir í tilkynningu. 6.3.2013 07:08
Mikið óveður: Hellisheiðin og Þrengslin eru lokuð Veður fer nú mjög versnandi á Suður- og Suðvesturlandi og búið er að loka bæði Hellisheiði og Þrengslum og umferð gengur hægt um Reykjanesbraut þar sem skyggni er afleitt þótt brautin teljist fær. 6.3.2013 06:49
Hiti í kringum strætóstöðvar Sett hefur verið fram áætlun um hitun umhverfis fimm af stærstu biðstöðvum Strætó í Reykjavík. Samkvæmt tillögu Ólafs Bjarnasonar samgöngustjóra borgarinnar verður byrjað á framkvæmdum við tvo staði á þessu ári; á Hringbraut við Félagsstofnun stúdenta og á Miklubraut við Kringluna. 6.3.2013 06:00
Mugison býður sig fram á þing „Er þetta ekki bara „pretty face“ á listanum?“ spyr Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, sem tekur heiðurssæti á lista Bjartar framtíðar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. „Þetta er bara stuðningur við hópinn. Ef það gengur vel hefur maður efni á að leigja íbúð í bænum.“ 6.3.2013 06:00
Kvennabylting hjá bændum Stjórn Bændasamtaka Íslands er í fyrsta skipti í sögu samtakanna skipuð konum í meirihluta. Þetta var ljóst eftir kosningar til stjórnar á Búnaðarþingi í gær. 6.3.2013 06:00
Fleiri vilja að ríkið greiði listamannalaun Rúmur helmingur landsmanna er andvígur því að ríkið greiði listamannalaun samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar MMR, en fækkað hefur í þeim hópi á síðustu árum. 6.3.2013 06:00
Stefna um nýtingu landgæða Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2013-2024. Kveðið er á um slíka stefnu í skipulagslögum sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010. 6.3.2013 06:00
Stefna um netöryggi Íslands verði tilbúin á næsta ári Ekki liggur fyrir heildstæð stefna um netöryggi á Íslandi en stefnt er að því að ljúka því starfi á næsta ári. Viðbragðssveit hefur hafið störf og segir hópstjóri að ekki steðji meiri ógn að Íslandi en öðrum löndum. 6.3.2013 06:00
Landlæknir skoðar sjálfsvíg á geðdeild Tveir sjúklingar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri hafa svipt sig lífi á deildinni síðustu tvö ár. Síðara málið í skoðun hjá Landlækni. Tollur sem við verðum að greiða, segir forstöðumaður. Allt of mikið álag á geðdeildinni, segir lögreglan. 6.3.2013 06:00
Matarmarkaður verði á Lækjartorgi í sumar Verkefnahópur á vegum Reykjavíkurborgar leggur til að fjölbreyttur matarmarkaður verði á Lækjartorgi í sumar og að utanaðkomandi ráðgjafi komi á sambandi við sölumenn. Hópurinn sér Hlemm sem markaðshöll þegar Strætó hefur flutt. 6.3.2013 06:00
Krefur Akranes um 64 milljónir í bætur Mistök bæjaryfirvalda við auglýsingu skipulags varð til þess að gera þurfti nýtt deiliskipulag. Verktaki sem hugðist reisa hótel á Akranesi krefur bæinn bóta. 6.3.2013 06:00
Var sagt að fara heim og bíða rólegur Sigurður Valdimar Steinþórsson, íbúi á Húsavík, hefur glímt við alvarlegt þunglyndi í tvö ár. Hann gagnrýnir geðheilbrigðiskerfið á Norðurlandi harðlega og segir ekkert gert fyrir fólk í vanda. 6.3.2013 06:00
Gæti orðið glórulaus bylur undir Eyjafjöllum Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal er spáð hríðarveðri seint í kvöld og áfram í fyrramálið. A 15-20 m/s og síðar 20-25 m/s og því gætir orðið glórulaus bylur á þeim slóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni í kvöld. 5.3.2013 23:08
Traust á Alþingi og bankakerfi minnst Almenningur á Íslandi ber mest trausts til Landhelgisgæslunnar en nær níu af hverjum tíu svarendum ber mikið traust til hennar. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Capacent. 5.3.2013 23:00
Segja ósamræmi tveggja ríkisstofnana um að kenna Innflytjandi Kickup á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna innköllunar Matvælastofnunar á vörunni sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. 5.3.2013 21:12
Ofbeldisatvikum fækkað um helming "Í heild er ljóst að flutningurinn hefur leitt til bættrar aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur,“ segir í svari velferðarráðherra við fyrirspurn um flutning réttargeðdeildar frá Sogni að Kleppi. 5.3.2013 20:39
Fiskur út um allt Á annan tug fiskikara féllu af flutningabíl við Sægarða í austurhluta Reykjavíkur síðdegis í dag. Körin féllu af flutningabíl Ragnars og Ásgeirs í Snæfellsbæ. Engin slys urðu á fólki. 5.3.2013 20:25
Skipulagði tónleika í minningu ömmu sinnar Tónleikar Project Lonewolf verða á Gamla Gauk á föstudagskvöld í tilefni af útgáfu plötunnar Expectations, Ideas and Emotions 5.3.2013 19:45