Innlent

Fólk hvatt til að moka frá sorpgeymslum

Mynd/Reykjavíkurborg
Ekki reyndist unnt að sinna sorphirðu í Vesturbæ Reykjavíkur í dag eins og til stóð sökum ófærðar og hindrana í íbúðargötum. Ekki er heldur hægt að klára verkefnin í Grafarvogi af sömu ástæðum. Hafist verður handa við að losa sorptunnur strax í fyrramálið ef veður og aðstæður leyfa.

Sorphirða Reykjavíkur biður íbúa í Vesturbæ og Grafarvogi vinsamlega að moka frá sorpgeymslum og tunnum í kvöld til að greiða fyrir sorphirðu sem nú er einum degi á eftir áætlun.

Mikið álag er á sorphirðufólki þegar færð og aðstæður eru slæmar líkt og í veðuráhlaupinu í dag. Sorphirðan getur í einstaka tilfellum neyðst til að skilja tunnur eftir ólosaðar ef aðgengið er of erfitt.

Sorphirðufólk mun sennilega vera að störfum næsta laugardag til að vinna upp tímatapið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×