Ekki ofmælt að tala um að lygin viðhaldi stríðinu 7. mars 2013 11:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Það var hart tekist á á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bað Sigmund Davíð Gunnlaugsson að gæta orða sinna í ræðustól þegar hann sagði að menn leyfðu sér að ljúga til þess að viðhalda stríði. Sjálfur varð hann undrandi þegar forseti þingsins bað hann um að gæta orða sinna. Sigmundur spurði hvað það var sem hann hefði sagt. „Að ljúga," svaraði Ásta Ragnheiður. Sigmundur svaraði um hæl: „Það var ekki ofmælt." Sigmundur Davíð var nokkuð harðorður í fyrr ræðu sinni þar sem hann sagði þingmenn setja aðra þingmenn í þá stöðu að svara þvættingi og lygum þegar tímanum væri betur varið í að ræða uppbyggingu atvinnulífs og skuldastöðu heimilanna. Þar vísaði hann til harðrar gagnrýni Vinstri grænna vegna tilkynningar sem Framsóknarflokkurinn sendi frá sér í gærdag varðandi stjórnarskrármálið. Meðal annars kom fram í tilkynningunni, sem mbl.is birti, að náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign mætti ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Svo var bætt við: „Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi." Álfheiður Ingadóttir gagnrýndi þetta með óbeinu eignarréttindin harðlega og kallaði ítrekað fram í fyrir Sigmundi þegar hann hélt ræðu sína, svo mikið raunar að Sigmundur bað forseta Alþingis um að tryggja sér hljóð á meðan hann talaði. Álfheiður kom seinna í ræðupúlt og gerði bloggfærslu Sigmundar Davíðs að umtalsefni, en þar sakar hann Vinstri græna um ósannindi og ofstopa og að hafa snúið algjörlega út úr þessum orðum sem fram koma í fyrrnefndri tilkynningu. Álfheiður sagði engan vafa á skilningi flokksins, og las upp úr tilkynningu Framsóknarflokksins sem birtist á mbl.is og sagði lítið svigrúm til þess að misskilja orð flokksins um að tryggja öðrum en þjóðinni óbeinan eignarrétt á auðlindum. Undir lokin var kosið um það hvort umræðum yrði framhaldið. Það var fellt, en sjö starfsdagar eru eftir af Alþingi. Rætt verður um 22 mál í dag. Þar á meðal um stjórn fiskveiða og Uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka og fjallað er ítarlega um í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Sjá meira
Það var hart tekist á á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bað Sigmund Davíð Gunnlaugsson að gæta orða sinna í ræðustól þegar hann sagði að menn leyfðu sér að ljúga til þess að viðhalda stríði. Sjálfur varð hann undrandi þegar forseti þingsins bað hann um að gæta orða sinna. Sigmundur spurði hvað það var sem hann hefði sagt. „Að ljúga," svaraði Ásta Ragnheiður. Sigmundur svaraði um hæl: „Það var ekki ofmælt." Sigmundur Davíð var nokkuð harðorður í fyrr ræðu sinni þar sem hann sagði þingmenn setja aðra þingmenn í þá stöðu að svara þvættingi og lygum þegar tímanum væri betur varið í að ræða uppbyggingu atvinnulífs og skuldastöðu heimilanna. Þar vísaði hann til harðrar gagnrýni Vinstri grænna vegna tilkynningar sem Framsóknarflokkurinn sendi frá sér í gærdag varðandi stjórnarskrármálið. Meðal annars kom fram í tilkynningunni, sem mbl.is birti, að náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign mætti ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Svo var bætt við: „Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi." Álfheiður Ingadóttir gagnrýndi þetta með óbeinu eignarréttindin harðlega og kallaði ítrekað fram í fyrir Sigmundi þegar hann hélt ræðu sína, svo mikið raunar að Sigmundur bað forseta Alþingis um að tryggja sér hljóð á meðan hann talaði. Álfheiður kom seinna í ræðupúlt og gerði bloggfærslu Sigmundar Davíðs að umtalsefni, en þar sakar hann Vinstri græna um ósannindi og ofstopa og að hafa snúið algjörlega út úr þessum orðum sem fram koma í fyrrnefndri tilkynningu. Álfheiður sagði engan vafa á skilningi flokksins, og las upp úr tilkynningu Framsóknarflokksins sem birtist á mbl.is og sagði lítið svigrúm til þess að misskilja orð flokksins um að tryggja öðrum en þjóðinni óbeinan eignarrétt á auðlindum. Undir lokin var kosið um það hvort umræðum yrði framhaldið. Það var fellt, en sjö starfsdagar eru eftir af Alþingi. Rætt verður um 22 mál í dag. Þar á meðal um stjórn fiskveiða og Uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka og fjallað er ítarlega um í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent