Innlent

Sinfó sló í gegn

Mynd/Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut mikið lof tónleikagesta fyrir tónleika sína í Kennedy-listamiðstöðinni í Washington í Bandaríkjunum á mánudagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti af listahátíðinni Nordic Cool sem stendur yfir í Washington.

Hljómsveitin flutti verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur og nýtt verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson. Einnig var fluttur píanókonsert eftir Edvard Grieg og Lemminkäinen-svítan eftir Jean Sibelius. Einleikari var bandaríski píanóleikarinn Garrick Ohlsson og hljómsveitarstjóri Ilan Volkov. Tónleikagestir klöppuðu sveitinni lof í lófa og þakkaði hljómsveitin fyrir sig með því að spila Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns.

Fyrr um daginn mættu 2100 börn á tónleika hljómsveitarinnar þar sem tónlistarmúsin Maximús Músíkús var í aðalhlutverki. Myndir frá heimsókn skólakrakkanna og kvöldtónleikum hljómsveitarinnar má sjá hér fyrir neðan.

Hægt er að fylgjast með ævintýri hljómsveitarinnar á Fésbókarsíðu hennar, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×