Innlent

Þingmenn Bjartrar framtíðar styðja ekki vantrauststillöguna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar.
Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall, þingmenn Bjartrar framtíðar, ætla ekki að greiða atkvæði með vantrausttillögu Þórs Saari. Róbert Marshall segir í samtali við Vísi að ástæðan sé sú að ríkisstjórnarflokkarnir séu að fara þá leið í stjórnarskrármálinu sem þeir hafi stutt. Hún er sú að fresta heildarendurskoðun fram á lýðveldisafmælisárið 2014. Auk þess sé vantrausttillagan merkingarlaus þar sem búið er að boða til kosninga. Kosningar fara fram 27 apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×