Í mál við Eir vegna innlyksa sparifjár Stígur Helgason skrifar 7. mars 2013 06:00 Mikill styr Hjúkrunarheimilið Eir hefur verið í brennidepli frá því fyrir jól vegna fjárhagsvændraða þess. Fréttablaðið/pjetur Maður og kona sem eiga inni tugi milljóna hjá hjúkrunarheimilinu Eir telja kröfuhöfum hafa verið mismunað. Eir greiddi niður lán á meðan fólk sem átti inni búseturéttargreiðslur fékk ekkert. 11 manns eiga þegar að hafa fengið 200 milljónir. Lögmaður tveggja einstaklinga sem hafa höfðað mál á hendur hjúkrunarheimilinu Eir telur að kröfuhöfum Eirar hafi verið mismunað þegar hjúkrunarheimilið gerði upp við aðra lánardrottna á sama tíma og búseturéttarhafar sem höfðu skilað lyklum sínum voru látnir hanga í lausu lofti mánuðum saman og fengu að lokum ekkert greitt. „Mér finnst óeðlilegt að menn greiði háar fjárhæðir í afborganir af lánum en greiði ekki þeim einstaklingum sem höfðu skilað og lagt allt sitt sparifé í þessar íbúðir. Þetta fólk fór þarna í góðri trú og fullkomnu trausti til að kaupa sér skjól í ellinni, og það endar með þessum hætti,“ segir lögmaðurinn, Sigríður Kristinsdóttir. Eins og segir frá á forsíðu blaðsins er önnur manneskjan sem hefur höfðað mál hálfáttræð kona sem nær varla endum saman af því að hún þarf að borga háa leigu á öðru hjúkrunarheimili en hefur hins vegar ekki aðgang að sparifénu sínu, sem er bundið hjá Eir. Hins vegar er um að ræða erfingja fyrrverandi íbúa sem þegar hefur greitt erfðafjárskatt af peningunum sem hann hefur ekkert séð af. Alls eru ellefu manns í sambærilegri stöðu; eiga inni fé hjá Eir þrátt fyrir að lyklum að íbúðunum hafi verið skilað fyrir löngu. Heildarkrafa þeirra nemur um 200 milljónum króna. Þar af eru kröfur fólksins sem hefur höfðað mál einna stærstar og hlaupa sem áður segir samtals á tugum milljóna. Þessar 200 milljónir eru lítill hluti af heildarskuldum Eirar, sem nema alls um átta milljörðum króna. Þessum ellefu einstaklingum var í fyrradag boðið að fá afhent skuldabréf í stað greiðslunnar. Þeim sem enn búa á Eir var kynnt sams konar tillaga fyrir síðustu helgi. Hún felur í sér að í stað peningagreiðslu þegar fólk flytji út fái það afhent skuldabréf til 25 ára, að frádregnum þeim árum sem fólk myndi búa í íbúðunum til viðbótar. „Nú erum við bara að skoða það tilboð og óska eftir gögnum frá Eir til þess að geta tekið afstöðu til þess hvort það sé hagkvæmt að taka því eða að hafna því og Eir fari þá bara í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða þrot,“ segir Sigríður. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Sjá meira
Maður og kona sem eiga inni tugi milljóna hjá hjúkrunarheimilinu Eir telja kröfuhöfum hafa verið mismunað. Eir greiddi niður lán á meðan fólk sem átti inni búseturéttargreiðslur fékk ekkert. 11 manns eiga þegar að hafa fengið 200 milljónir. Lögmaður tveggja einstaklinga sem hafa höfðað mál á hendur hjúkrunarheimilinu Eir telur að kröfuhöfum Eirar hafi verið mismunað þegar hjúkrunarheimilið gerði upp við aðra lánardrottna á sama tíma og búseturéttarhafar sem höfðu skilað lyklum sínum voru látnir hanga í lausu lofti mánuðum saman og fengu að lokum ekkert greitt. „Mér finnst óeðlilegt að menn greiði háar fjárhæðir í afborganir af lánum en greiði ekki þeim einstaklingum sem höfðu skilað og lagt allt sitt sparifé í þessar íbúðir. Þetta fólk fór þarna í góðri trú og fullkomnu trausti til að kaupa sér skjól í ellinni, og það endar með þessum hætti,“ segir lögmaðurinn, Sigríður Kristinsdóttir. Eins og segir frá á forsíðu blaðsins er önnur manneskjan sem hefur höfðað mál hálfáttræð kona sem nær varla endum saman af því að hún þarf að borga háa leigu á öðru hjúkrunarheimili en hefur hins vegar ekki aðgang að sparifénu sínu, sem er bundið hjá Eir. Hins vegar er um að ræða erfingja fyrrverandi íbúa sem þegar hefur greitt erfðafjárskatt af peningunum sem hann hefur ekkert séð af. Alls eru ellefu manns í sambærilegri stöðu; eiga inni fé hjá Eir þrátt fyrir að lyklum að íbúðunum hafi verið skilað fyrir löngu. Heildarkrafa þeirra nemur um 200 milljónum króna. Þar af eru kröfur fólksins sem hefur höfðað mál einna stærstar og hlaupa sem áður segir samtals á tugum milljóna. Þessar 200 milljónir eru lítill hluti af heildarskuldum Eirar, sem nema alls um átta milljörðum króna. Þessum ellefu einstaklingum var í fyrradag boðið að fá afhent skuldabréf í stað greiðslunnar. Þeim sem enn búa á Eir var kynnt sams konar tillaga fyrir síðustu helgi. Hún felur í sér að í stað peningagreiðslu þegar fólk flytji út fái það afhent skuldabréf til 25 ára, að frádregnum þeim árum sem fólk myndi búa í íbúðunum til viðbótar. „Nú erum við bara að skoða það tilboð og óska eftir gögnum frá Eir til þess að geta tekið afstöðu til þess hvort það sé hagkvæmt að taka því eða að hafna því og Eir fari þá bara í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða þrot,“ segir Sigríður.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent