Í mál við Eir vegna innlyksa sparifjár Stígur Helgason skrifar 7. mars 2013 06:00 Mikill styr Hjúkrunarheimilið Eir hefur verið í brennidepli frá því fyrir jól vegna fjárhagsvændraða þess. Fréttablaðið/pjetur Maður og kona sem eiga inni tugi milljóna hjá hjúkrunarheimilinu Eir telja kröfuhöfum hafa verið mismunað. Eir greiddi niður lán á meðan fólk sem átti inni búseturéttargreiðslur fékk ekkert. 11 manns eiga þegar að hafa fengið 200 milljónir. Lögmaður tveggja einstaklinga sem hafa höfðað mál á hendur hjúkrunarheimilinu Eir telur að kröfuhöfum Eirar hafi verið mismunað þegar hjúkrunarheimilið gerði upp við aðra lánardrottna á sama tíma og búseturéttarhafar sem höfðu skilað lyklum sínum voru látnir hanga í lausu lofti mánuðum saman og fengu að lokum ekkert greitt. „Mér finnst óeðlilegt að menn greiði háar fjárhæðir í afborganir af lánum en greiði ekki þeim einstaklingum sem höfðu skilað og lagt allt sitt sparifé í þessar íbúðir. Þetta fólk fór þarna í góðri trú og fullkomnu trausti til að kaupa sér skjól í ellinni, og það endar með þessum hætti,“ segir lögmaðurinn, Sigríður Kristinsdóttir. Eins og segir frá á forsíðu blaðsins er önnur manneskjan sem hefur höfðað mál hálfáttræð kona sem nær varla endum saman af því að hún þarf að borga háa leigu á öðru hjúkrunarheimili en hefur hins vegar ekki aðgang að sparifénu sínu, sem er bundið hjá Eir. Hins vegar er um að ræða erfingja fyrrverandi íbúa sem þegar hefur greitt erfðafjárskatt af peningunum sem hann hefur ekkert séð af. Alls eru ellefu manns í sambærilegri stöðu; eiga inni fé hjá Eir þrátt fyrir að lyklum að íbúðunum hafi verið skilað fyrir löngu. Heildarkrafa þeirra nemur um 200 milljónum króna. Þar af eru kröfur fólksins sem hefur höfðað mál einna stærstar og hlaupa sem áður segir samtals á tugum milljóna. Þessar 200 milljónir eru lítill hluti af heildarskuldum Eirar, sem nema alls um átta milljörðum króna. Þessum ellefu einstaklingum var í fyrradag boðið að fá afhent skuldabréf í stað greiðslunnar. Þeim sem enn búa á Eir var kynnt sams konar tillaga fyrir síðustu helgi. Hún felur í sér að í stað peningagreiðslu þegar fólk flytji út fái það afhent skuldabréf til 25 ára, að frádregnum þeim árum sem fólk myndi búa í íbúðunum til viðbótar. „Nú erum við bara að skoða það tilboð og óska eftir gögnum frá Eir til þess að geta tekið afstöðu til þess hvort það sé hagkvæmt að taka því eða að hafna því og Eir fari þá bara í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða þrot,“ segir Sigríður. Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Maður og kona sem eiga inni tugi milljóna hjá hjúkrunarheimilinu Eir telja kröfuhöfum hafa verið mismunað. Eir greiddi niður lán á meðan fólk sem átti inni búseturéttargreiðslur fékk ekkert. 11 manns eiga þegar að hafa fengið 200 milljónir. Lögmaður tveggja einstaklinga sem hafa höfðað mál á hendur hjúkrunarheimilinu Eir telur að kröfuhöfum Eirar hafi verið mismunað þegar hjúkrunarheimilið gerði upp við aðra lánardrottna á sama tíma og búseturéttarhafar sem höfðu skilað lyklum sínum voru látnir hanga í lausu lofti mánuðum saman og fengu að lokum ekkert greitt. „Mér finnst óeðlilegt að menn greiði háar fjárhæðir í afborganir af lánum en greiði ekki þeim einstaklingum sem höfðu skilað og lagt allt sitt sparifé í þessar íbúðir. Þetta fólk fór þarna í góðri trú og fullkomnu trausti til að kaupa sér skjól í ellinni, og það endar með þessum hætti,“ segir lögmaðurinn, Sigríður Kristinsdóttir. Eins og segir frá á forsíðu blaðsins er önnur manneskjan sem hefur höfðað mál hálfáttræð kona sem nær varla endum saman af því að hún þarf að borga háa leigu á öðru hjúkrunarheimili en hefur hins vegar ekki aðgang að sparifénu sínu, sem er bundið hjá Eir. Hins vegar er um að ræða erfingja fyrrverandi íbúa sem þegar hefur greitt erfðafjárskatt af peningunum sem hann hefur ekkert séð af. Alls eru ellefu manns í sambærilegri stöðu; eiga inni fé hjá Eir þrátt fyrir að lyklum að íbúðunum hafi verið skilað fyrir löngu. Heildarkrafa þeirra nemur um 200 milljónum króna. Þar af eru kröfur fólksins sem hefur höfðað mál einna stærstar og hlaupa sem áður segir samtals á tugum milljóna. Þessar 200 milljónir eru lítill hluti af heildarskuldum Eirar, sem nema alls um átta milljörðum króna. Þessum ellefu einstaklingum var í fyrradag boðið að fá afhent skuldabréf í stað greiðslunnar. Þeim sem enn búa á Eir var kynnt sams konar tillaga fyrir síðustu helgi. Hún felur í sér að í stað peningagreiðslu þegar fólk flytji út fái það afhent skuldabréf til 25 ára, að frádregnum þeim árum sem fólk myndi búa í íbúðunum til viðbótar. „Nú erum við bara að skoða það tilboð og óska eftir gögnum frá Eir til þess að geta tekið afstöðu til þess hvort það sé hagkvæmt að taka því eða að hafna því og Eir fari þá bara í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða þrot,“ segir Sigríður.
Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira