Fleiri fréttir

Byggja fjölda leiguíbúða í borginni

Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur kortlagt hvaða möguleikar eru á byggingu íbúða innan borgarlandsins. Niðurstaðan er sú að á næstu þremur til fimm árum verða reistar 2.500 íbúðir miðsvæðis í Reykjavík. Fram til ársins 2030 verða íbúðirnar 14.500.

Bið eftir aðgerð lengdist úr fimm vikum í 16 mánuði

Alls höfðu 2.284 beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir því að komast í aðgerð á einhverju sjúkrahúsa eða heilbrigðisstofnana landsins í október í fyrra. Milli ára hafði fjölgað um 49,1 prósent á biðlistanum eftir því að komast í aðgerð. Á sama tíma árið 2011 biðu 1.532 eftir aðgerð.

Feimnismál að biðja um herbergi dagpart

Íslensk hótel leigja sum hver út herbergi frá morgni fram á síðdegi eins og færst hefur í vöxt á hótelum víða um heim. Þessi kostur er til dæmis í boði hér á landi á Radisson Blu Hótel Sögu, en starfsmaður þar segir ekki mikið sótt í slíkt.

Loka deild vegna sýkingar

Blóðlækningadeild Landspítalans var lokað í gær vegna bakteríusýkingar sem greindist á deildinni. Stofn bakteríunnar sem greindist er ónæmur fyrir sýklalyfjum. Hann er landlægur á spítölum erlendis en sjaldgæfur hér á landi.

Blindir rekast á hindranir í háskóla

Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. "Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi,“ segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms.

Starfsfólk upplifði erfiðleika í sorgarferli

Starfshópur frá grunnskólanum í Engidal og leikskólanum Álfabergi í Hafnarfirði leggja til að sameiningu Engidalsskóla við Víðistaðaskóla verði slitið og að fyrrnefndu skólarnir verði sameinaðir í staðinn.

Fækkun bjóði ríkið ekki betur

Hjúkrunarfræðingar segja boðaða launahækkun samkvæmt nýjum stofnanasamningi Landspítalans nema 65 króna hækkun á tímakaupi.

Siggi hakkari hitti FBI líka í Danmörku - Neitar að svara um fjárdráttinn

"Ætli þetta séu ekki 46 þúsund dollarar,“ segir Siggi tölvuhakkari um upphæðina sem hann á að hafa stolið af Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hefur kært Sigga, sem er 20 ára gamall, fyrir fjárdrátt eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld. Vísir ræddi við Sigga, sem er staddur erlendis þessa dagana, þar sem hann var inntur eftir afstöðu til málsins en þá svaraði hann einfaldlega: "Nó komment.“

Íslendingur vann 127 milljónir í Víkingalottói

Íslenskur Víkingalottóspilari datt heldur betur í lukkupottinn í útdrættinum í dag en hann var einn með allar tölurnar réttar og hlýtur því allan pottinn sem nam rétt tæplega 127 milljónir króna.

Lögreglan á Akureyri leitar að Grétari

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Grétari Guðfinnssyni til heimilis að Hlíðargötu 11 á Siglufirði. Grétar sást síðast á Siglufirði á milli klukkan 08:00 og 09:00 í morgun.

Stöðvuðu gám fullan af þýfi

Tollgæslan stöðvaði í síðustu viku vöruflutningagám, sem hafði að geyma þýfi, er átti að senda úr landi. Grunsemdir höfðu verið um að í einum gámanna sem til skoðunar voru væri að finna illa fengna muni.

Meintur barnaníðingur í farbann

Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Vesturlands yfir erlendum karlmanni sem er kærður fyrir að misnota tvær systur á árunum 2008 til 2011. Yngri stúlkan var 7 ára þegar misnotkunin átti að að hafa byrjað. Maðurinn neitar alfarið sök.

Fjarvera Árna Páls í ríkisstjórn gæti styrkt Samfylkinguna

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að það geti styrkt Samfylkinguna fyrir kosningar að Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður flokksins hafi ákveðið að setjast ekki í ríkisstjórn.

Minnst 10 brot áhugaljósmyndarans til rannsóknar

Minnst tíu mál eru til rannsóknar vegna karlmanns sem grunaður er um að hafa brotið gegn stúlkum, flestum undir lögaldri, með því að fá þær til að afklæðast undir því yfirskini að hann væri ljósmyndari. Brotin áttu sér stað á árunum 2010 og 2011. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum. Í gæsluvarðhaldskröfu kemur fram að ríkissaksóknari hafi upplýst að ákæra yrði gefin út á hendur manninum, en mál hans er enn til skoðunar hjá embættinu.

Ummælin dæma sig sjálf

"Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns.

Árni Páll krefst ekki ráðherrastóls

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki ætla að gera breytingar á ríkisstjórninni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér segir hann þó að hann sé pólitískur talsmaður flokksins og beri ábyrgð á starfi flokksins í ríkisstjórn. Hann muni samkvæmt því umboði leiða stefnumörkun og starf Samfylkingarinnar innan flokks og utan, í samræmi við venju og hefðir þar um.

Fjör á Framadögum - Vísir fór í heimsókn

Nóg var um að vera í Háskólanum í Reykjavík í dag þar sem Framadagar fóru fram. Nóg var í boði, bæði popp og sælgæti, fyrir forvitna nemendur. Fyrirtæki víðsvegar um landið kynntu þá þjónustu sem þau bjóða upp á og hlustuðu nemendur af kostgæfni.

"Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“

"Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ.

Gríðarleg sprengja í tilkynningum um kynferðisbrot

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að gríðarleg sprenging hafi orðið síðustu vikur í tilkynningum fólks um kynferðisbrot. Hann segir brotin verða grófari með hverju árinu og minnir á að lögreglan rannsaki öll mál, óháð því hvort þau séu fyrnd.

Bókanir fyrir ráðstefnur í Hörpu aukast um helming

Bókanir fyrir ráðstefnur árið 2013 eru um 55% meiri en þær voru á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu en Harpa hefur tvö tekjusvið. Annars vegar tónlistarhluta og hins vegar þann hluta sem einbeitir sér að því að leigja út aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi, viðburði og veislur. Forsvarsmenn Hörpu segja að innlendi markaðurinn, á sviði funda og veisluhalda, hefur tekið vel við sér en mestu munar um fjölþjóðlegar ráðstefnur; má búast við því að hátt í 15 slíkar verði haldnar í Hörpu árið 2013.

Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur

Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið.

Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings

Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða.

Kolgrafafjörður í heimsfréttum

Síldardauðinn í Kolgrafafirði hefur orðið stórblöðum víða um heim að umfjöllunarefni. Bandaríska blaðið The Wall Street Journal birtir stóra mynd af síldinni á vef sínum í dag. Blaðið segir reyndar að verðmæti dauða fisksins nemi milljörðum bandaríkjadala, en sennilegast er réttara að hann nemur nokkrum milljónum bandaríkjadala.

Viðgerð lokið í SímaVIST

Sérfræðingar Símans vinna nú hratt og örugglega að því að greina og gera við bilun í tal- og farsímum þeirra sem eru í SímaVIST og á ljósleiðarasvæðum Símans. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum hafa viðskiptavinir með skráð tölvupóstfang fengið tölvupóst um stöðuna.

Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna

Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1.

Síldarævintýrið í máli og myndum

Ekki færri en fjörutíu krakkar úr grunnskólanum á Grundarfirði, í fylgd hóps fullorðinna, unnu að síldartínslu í Kolgrafafirði í gærmorgun. Allt að 25 tonn af síld voru komin í kör um hádegi og þeim ekið í átt til Sandgerðis þar sem fyrirtækið Skinnfiskur mun nýta síldina sem minkafóður. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari skellti sér vestur í gær og fylgdist með því sem fram fór.

Margir nýta sér síldina í Kolgrafarfirði

Búist er við að síldarævintýrið haldi áfram í Kolgrafafirði í dag og að félagasamtök muni safna þar síld til sölu og vinnslu í minkafóður. Sjómenn hafa líka verið að sækja þangað síld til beitu og bændur til fóðurbætis.

Brot gegn börnum hafa kallað á hömlulaus viðbrögð

Lögregla verður vör við að fólk reyni að taka lögin í sínar hendur. Félagsfræðingur rekur ástandið aftur til samfélagsbreytinga frá því fyrir hrun. Nauðsynlegt sé þó að beisla reiðina og treysta á að kerfið virki.

Ungmenni sögð flýja ágengni fíkniefnasala

Formaður Drífandi stéttarfélags í Vestmannaeyjum segir fíkn hafa verið vandamál hjá Vinnslustöðinni. Fíkniefnasalar beini sjónum að ungmennum og sumir foreldrar leyfi þeim ekki að starfa hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið hafi kvartað.

Gæti þurft að senda sjúklinga til útlanda

Hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum við Landspítalann hafa fram í byrjun næstu viku til að sjá sig um hönd. Ekki næst saman í samninganefnd um endurskoðun stofnanasamnings. Spítalinn undirbýr einhliða breytingar á kjörum.

Egill vill þrjár milljónir í bætur

Egill Einarsson hefur stefnt þremur ungmennum fyrir meiðyrði og krafið hvert þeirra um eina milljón króna í miskabætur. Málin eru höfðuð vegna ummæla sem féllu um meint kynferðisbrot hans, sem ríkissaksóknari felldi niður í fyrra.

VR kynnir nýtt vopn í jafnréttisbaráttunni

VR hefur þróað svokallaða Jafnlaunavottun, sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum, þar sem launagreiðendum gefst tækifæri til að sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki körlum og konum.

Bætt við 150.000 loðnutonnum

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að heimila veiðar á 150 þúsund tonnum af loðnu til viðbótar við áður útgefnar aflaheimildir.

Brot telst fullframið þótt níðingur hitti aldrei barnið

Nokkur mál eru til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglu þar sem skoðað er hvort menn hafi brotið gegn nýju ákvæði í hegningarlögum um tælingu barna í gegn um netið. Samkvæmt ákvæðinu telst brot fullframið þó níðingur hitti aldrei barnið.

Spítalinn stæði frammi fyrir gagngerri endurskoðun

"Að sjálfsögðu er það mjög alvarlegt þegar svo stór hópur mjög þjálfaðra og vel menntaðra starfsmanna ákveður að yfirgefa störf sín á stærsta sjúkrahúsi landsins eins og er í umræðunni núna,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir.

Löglegir sjússamælar ófáanlegir

"Allir sem eru í þessu til langtíma fagna eftirliti, hvort sem það eru reglur eða kannanir. Við viljum fylgja þeim,“ segir veitingamaðurinn Arnar Þór Gíslason.

Sannkölluð síldarstemning

Sannkölluð síldarstemning myndaðist í fjörunni í Kolgrafafirði í morgun þegar hópur ungmenna mætti þar til að tína dauða síld upp í kör. Þau náðu að fylla fimmtíu og eitt kar á tveimur tímum og sást varla högg á vatni.

Sjá næstu 50 fréttir