Fjarvera Árna Páls í ríkisstjórn gæti styrkt Samfylkinguna Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2013 17:01 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að það geti styrkt Samfylkinguna fyrir kosningar að Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður flokksins hafi ákveðið að setjast ekki í ríkisstjórn. Fylgi flokksins geti varla hrunið meira en það hafi þegar gert í könnunum. Í yfirlýsingu frá Árna Páli fyrr í dag segir hann að fáar vikur séu eftir til kosninga og flest öll lykilmál þegar komin til meðferðar á Alþingi. Tvennt ráði þessu mati hans, hagsmunir þjóðarinnar af stjórnfestu og sú nauðsyn að finna fyrirheitinu um ný vinnubrögð og hreinskiptin stjórnmál farveg í verkum Samfylkingarinnar við landsstjórnina. Hann sé þó pólitískur talsmaður flokksins og beri ábyrgð á starfi flokksins í ríkisstjórn og muni samkvæmt því umboði leiða stefnumörkun og starf Samfylkingarinnar innan flokks og utan, í samræmi við venju og hefðir þar um. Gunnar Helgi segir þetta staðfesta tvíveldi innan flokksins milli formanns utan stjórnar og forsætisráðherra. „Í raun og veru var þetta fyrirséð," segir Gunnar Helgi. „Það er alveg rétt hjá Árna Páli, hann hefur í raun engan tíma til að taka yfir forsætisráðuneytið eða setja sinn svip á það. Né heldur að setja sinn svip á lagaframleiðslu Alþingis. Þannig að það er alveg eins gott fyrir hann að leika lausum hala í samfélaginu og reyna að leggja sín lóð á vogarskálarnar þar." Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið í könnunum að undanförnu og er komið allt niður í 12 prósent.Sp. blm. Er þetta líklegt til að styrkja flokkinn fyrir kosningar eða veikja hann? „Ég myndi segja að það skipti eiginlega engu máli. Hann getur nú varla hrunið meira en hann hefur gert. Þannig að spurningin er sú hvort að það styrki hann meira að vera í ríkisstjórn eða vera utan hennar. Mitt mat er það, þó að það sé erfitt að segja, að hann muni koma betur út með því að vera fyrir utan ríkisstjórn." Ríkisstjórnin sé búin að eyða mestu af sinni pólitísku inneign og ákveðin fjarlægð formannsins frá ríkisstjórninni geti skapað flokknum ferskan blæ fyrir kosningar.Sp. blm. Getur hann slitið sig frá málflutningi forsætisráðherrans? „Ég geri ráð fyrir að hann muni reyna að skapa nýjar áherslur. Það sem vantað hefur í Samfylkinguna á síðustu misserum er áhersla á nýsköpun og ferska stefnumótun. Sjálfsagt ætlar Árni Páll að reyna það fyrir kosningar, í stað þess að reyna að ná tökum eitthverju ráðuneyti," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að það geti styrkt Samfylkinguna fyrir kosningar að Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður flokksins hafi ákveðið að setjast ekki í ríkisstjórn. Fylgi flokksins geti varla hrunið meira en það hafi þegar gert í könnunum. Í yfirlýsingu frá Árna Páli fyrr í dag segir hann að fáar vikur séu eftir til kosninga og flest öll lykilmál þegar komin til meðferðar á Alþingi. Tvennt ráði þessu mati hans, hagsmunir þjóðarinnar af stjórnfestu og sú nauðsyn að finna fyrirheitinu um ný vinnubrögð og hreinskiptin stjórnmál farveg í verkum Samfylkingarinnar við landsstjórnina. Hann sé þó pólitískur talsmaður flokksins og beri ábyrgð á starfi flokksins í ríkisstjórn og muni samkvæmt því umboði leiða stefnumörkun og starf Samfylkingarinnar innan flokks og utan, í samræmi við venju og hefðir þar um. Gunnar Helgi segir þetta staðfesta tvíveldi innan flokksins milli formanns utan stjórnar og forsætisráðherra. „Í raun og veru var þetta fyrirséð," segir Gunnar Helgi. „Það er alveg rétt hjá Árna Páli, hann hefur í raun engan tíma til að taka yfir forsætisráðuneytið eða setja sinn svip á það. Né heldur að setja sinn svip á lagaframleiðslu Alþingis. Þannig að það er alveg eins gott fyrir hann að leika lausum hala í samfélaginu og reyna að leggja sín lóð á vogarskálarnar þar." Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið í könnunum að undanförnu og er komið allt niður í 12 prósent.Sp. blm. Er þetta líklegt til að styrkja flokkinn fyrir kosningar eða veikja hann? „Ég myndi segja að það skipti eiginlega engu máli. Hann getur nú varla hrunið meira en hann hefur gert. Þannig að spurningin er sú hvort að það styrki hann meira að vera í ríkisstjórn eða vera utan hennar. Mitt mat er það, þó að það sé erfitt að segja, að hann muni koma betur út með því að vera fyrir utan ríkisstjórn." Ríkisstjórnin sé búin að eyða mestu af sinni pólitísku inneign og ákveðin fjarlægð formannsins frá ríkisstjórninni geti skapað flokknum ferskan blæ fyrir kosningar.Sp. blm. Getur hann slitið sig frá málflutningi forsætisráðherrans? „Ég geri ráð fyrir að hann muni reyna að skapa nýjar áherslur. Það sem vantað hefur í Samfylkinguna á síðustu misserum er áhersla á nýsköpun og ferska stefnumótun. Sjálfsagt ætlar Árni Páll að reyna það fyrir kosningar, í stað þess að reyna að ná tökum eitthverju ráðuneyti," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira