Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 10:46 Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða.Eins og Vísir fjallaði um í morgun hefur Stúdentaráð tekið í gagnið nýjar verklagsreglur. Ástæðan er meðal annars sú að mistök urðu hjá tveimur fyrrverandi starfsmönnum ráðsins sem töldu úttektarkort frá N1 vera afsláttarkort. Þegar í ljós kom að um úttektarkort var að ræða var ákveðið að notkun þeirra yrði dregin af launum viðkomandi starfsmanna. Það misfórst en starfsmennirnir fyrrverandi hafa nú að fullu greitt skuld sína, rúmlega hálfa milljón króna. Athygli vekur að í tilkynningu Stúdentaráðs, sem fjölmiðlar hafa vitnað í, kemur fram að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hafi „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Orðrétt segir:„Vegna mistaka við útgáfu kortanna var starfsmönnunum unnt að fara framyfir umsamda upphæð sem þáverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins gerðu vísvitandi í eigin þágu en fjárhæðin sem á kortin safnaðist var í heildina rúmlega hálf milljón króna." Jón Atli segir að um slæmt orðalag í tilkynningunni sé að ræða. Tilkynningin hafi fyrir vikið misskilist. Stjórn Stúdentaráðs hafi vitað af umræddu máli, engin tilraun hafi verið gerð til að fela neitt og skuldin sé nú greidd að fullu. Þá minnir Jón Atli á að tilkynning Stúdentaráðs hafi verið sett inn á Student.is seint í gærkvöldi og fréttaflutningur farið fram í nótt og í morgun. Stjórn Stúdentaráðs hafi ekki enn verið kölluð saman enda líti hún svo á að málinu sé lokið. Mikið sé um að vera hjá stjórnarmeðlimum en kosningar til Stúdentaráðs fara fram í dag og á morgun. Jón Atli gerir þó ráð fyrir því að orðalag í tilkynningu Stúdentaráðs, sem fjölmiðlar hafa vitnað í, verði breytt. Tengdar fréttir Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða.Eins og Vísir fjallaði um í morgun hefur Stúdentaráð tekið í gagnið nýjar verklagsreglur. Ástæðan er meðal annars sú að mistök urðu hjá tveimur fyrrverandi starfsmönnum ráðsins sem töldu úttektarkort frá N1 vera afsláttarkort. Þegar í ljós kom að um úttektarkort var að ræða var ákveðið að notkun þeirra yrði dregin af launum viðkomandi starfsmanna. Það misfórst en starfsmennirnir fyrrverandi hafa nú að fullu greitt skuld sína, rúmlega hálfa milljón króna. Athygli vekur að í tilkynningu Stúdentaráðs, sem fjölmiðlar hafa vitnað í, kemur fram að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hafi „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Orðrétt segir:„Vegna mistaka við útgáfu kortanna var starfsmönnunum unnt að fara framyfir umsamda upphæð sem þáverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins gerðu vísvitandi í eigin þágu en fjárhæðin sem á kortin safnaðist var í heildina rúmlega hálf milljón króna." Jón Atli segir að um slæmt orðalag í tilkynningunni sé að ræða. Tilkynningin hafi fyrir vikið misskilist. Stjórn Stúdentaráðs hafi vitað af umræddu máli, engin tilraun hafi verið gerð til að fela neitt og skuldin sé nú greidd að fullu. Þá minnir Jón Atli á að tilkynning Stúdentaráðs hafi verið sett inn á Student.is seint í gærkvöldi og fréttaflutningur farið fram í nótt og í morgun. Stjórn Stúdentaráðs hafi ekki enn verið kölluð saman enda líti hún svo á að málinu sé lokið. Mikið sé um að vera hjá stjórnarmeðlimum en kosningar til Stúdentaráðs fara fram í dag og á morgun. Jón Atli gerir þó ráð fyrir því að orðalag í tilkynningu Stúdentaráðs, sem fjölmiðlar hafa vitnað í, verði breytt.
Tengdar fréttir Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50