Innlent

Síldarævintýrið í máli og myndum

Ekki færri en fjörutíu krakkar úr grunnskólanum á Grundarfirði, í fylgd hóps fullorðinna, unnu að síldartínslu í Kolgrafafirði í gærmorgun. Allt að 25 tonn af síld voru komin í kör um hádegi og þeim ekið í átt til Sandgerðis þar sem fyrirtækið Skinnfiskur mun nýta síldina sem minkafóður. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari skellti sér vestur í gær og fylgdist með því sem fram fór.

Hér má sjá myndskeið frá Kolgrafafirði og að neðan eru ljósmyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×