Ummælin dæma sig sjálf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 16:00 „Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns. Fjallað hefur verið um þá ákvörðun forsvarsmanna Hagkaups að draga fyrirtækið út úr verðlagskönnunum ASÍ og bætast þar með í hóp þriggja verslana sem þegar höfðu lokað á verðlagskönnun í verslunum sínum. „Kostur, Víðir og Nóatún ásamt Hagkaupum hafa formlega vísað okkur út úr sínum verslunum en aðrar verslanir hafa ekki gert það," sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, í útvarpsfréttum Bylgjunnar í dag. Þó er ljóst að fleiri verslanir hafa kosið að standa utan verðkannana ASÍ. Samkaup Úrval kaus að standa utan kannana ASÍ í nóvember en verslun fyrirtækisins á Akureyri var þó með í verðkönnuninni í desember. Bjarni Friðrik segir fulltrúa Kosts og Víðis hafa riðið á vaðið á sínum tíma. „Eftir því sem aðilum á markaðnum sem kusu að draga sig út úr þessum mælingum fjölgaði þá voru meira og minna lágvöruverslanir sem voru eftir standandi fyrir utan Nóatún og Hagkaup. Þar er ekki lagt að jöfnu það þjónustustig sem veitt er í þessum verslunum og svo það sem er í gangi á hinum stöðunum," segir Bjarni Friðrik.Hann bendir á að forsvarsmenn Hagkaups og Nóatúns hafi í lengri tíma gert alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft sé í verðlagskönnunum. „Það er eitt að hafa uppi verðlagseftirlit en það er grundvallaratriði að þær niðurstöður sem birtar eru séu réttar," segir Bjarni Friðrik. Hann bendir á að gagnrýnin snúi fyrst og fremst að því að gæði mælinga ASÍ séu ekki nándar nærri góð. „Við höfum ítrekað bent á villur í þeim niðurstöðum sem hafa verið birtar og gert athugasemdir við þær villur sem snúið hafa að okkur. ASÍ hefur að engu leyti sinnt þeim athugasemdum," segir Bjarni Friðrik. Forsvarsmenn ASÍ hafa látið hafa eftir sér í dag að verslanirnar fjórar gætu haft eitthvað að fela. Þá segir á heimasíðu ASÍ að ástæða sé til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum. Ætla megi að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu. „Ég held að slík ummæli dæmi sig bara sjálf. Það er háalvarlegt mál ef ASÍ ætlar ekki að gangast við þeim misferlum eða villum í þessum verðkönnunum sem við höfum ítrekað bent á," segir Bjarni Friðrik. Þeir hafi ekkert að fela. Hann nefnir handahófskennt dæmi um aðferðir sem viðhafðar séu í viðhorfskönnunum ASÍ. „Sem dæmi má nefna epli af tegundinni Jonagold. Þá er tekið verð af slíku epli hjá okkur en allt öðrum tegundum epla hjá samkeppnisaðilanum," segir Bjarni Friðrik. Tengdar fréttir Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13 "Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns. Fjallað hefur verið um þá ákvörðun forsvarsmanna Hagkaups að draga fyrirtækið út úr verðlagskönnunum ASÍ og bætast þar með í hóp þriggja verslana sem þegar höfðu lokað á verðlagskönnun í verslunum sínum. „Kostur, Víðir og Nóatún ásamt Hagkaupum hafa formlega vísað okkur út úr sínum verslunum en aðrar verslanir hafa ekki gert það," sagði Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, í útvarpsfréttum Bylgjunnar í dag. Þó er ljóst að fleiri verslanir hafa kosið að standa utan verðkannana ASÍ. Samkaup Úrval kaus að standa utan kannana ASÍ í nóvember en verslun fyrirtækisins á Akureyri var þó með í verðkönnuninni í desember. Bjarni Friðrik segir fulltrúa Kosts og Víðis hafa riðið á vaðið á sínum tíma. „Eftir því sem aðilum á markaðnum sem kusu að draga sig út úr þessum mælingum fjölgaði þá voru meira og minna lágvöruverslanir sem voru eftir standandi fyrir utan Nóatún og Hagkaup. Þar er ekki lagt að jöfnu það þjónustustig sem veitt er í þessum verslunum og svo það sem er í gangi á hinum stöðunum," segir Bjarni Friðrik.Hann bendir á að forsvarsmenn Hagkaups og Nóatúns hafi í lengri tíma gert alvarlegar athugasemdir við það verklag sem viðhaft sé í verðlagskönnunum. „Það er eitt að hafa uppi verðlagseftirlit en það er grundvallaratriði að þær niðurstöður sem birtar eru séu réttar," segir Bjarni Friðrik. Hann bendir á að gagnrýnin snúi fyrst og fremst að því að gæði mælinga ASÍ séu ekki nándar nærri góð. „Við höfum ítrekað bent á villur í þeim niðurstöðum sem hafa verið birtar og gert athugasemdir við þær villur sem snúið hafa að okkur. ASÍ hefur að engu leyti sinnt þeim athugasemdum," segir Bjarni Friðrik. Forsvarsmenn ASÍ hafa látið hafa eftir sér í dag að verslanirnar fjórar gætu haft eitthvað að fela. Þá segir á heimasíðu ASÍ að ástæða sé til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum. Ætla megi að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu. „Ég held að slík ummæli dæmi sig bara sjálf. Það er háalvarlegt mál ef ASÍ ætlar ekki að gangast við þeim misferlum eða villum í þessum verðkönnunum sem við höfum ítrekað bent á," segir Bjarni Friðrik. Þeir hafi ekkert að fela. Hann nefnir handahófskennt dæmi um aðferðir sem viðhafðar séu í viðhorfskönnunum ASÍ. „Sem dæmi má nefna epli af tegundinni Jonagold. Þá er tekið verð af slíku epli hjá okkur en allt öðrum tegundum epla hjá samkeppnisaðilanum," segir Bjarni Friðrik.
Tengdar fréttir Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13 "Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. 6. febrúar 2013 13:13
"Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“ "Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ. 6. febrúar 2013 14:00