Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 13:13 Gunnar Ingi Sigurðsson Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. ASÍ hefur undanfarin ár fylgst með vöruverði í verslunum hér á landi. Eftirlitið fer þannig fram að starfsmenn á vegum stofnunarinnar fara í verslanir og kanna vöruverð. Forsvarsmönnum fyrirtækja er ekki tilkynnt um tímasetningu eftirlitsferða ASÍ. „Við höfum bent ASÍ á að mælingar samtakanna séu algjörlega ómarktækar þar sem þær eru ekki að mæla markaðinn í heild, heldur nánast eingöngu lágvöruverðsmarkaðinn og þar með villandi fyrir neytendur en okkur er varla svarað, hvað þá að tekið sé tillit til athugasemda okkar," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í fréttatilkynningunni. Gunnar Ingi bendir á að fjöldi verslana taki ekki þátt í könnuninni sem skekki myndina verulega. Verslanirnar Nóatún, Kostur og Víðir neituðu þátttöku í síðustu könnun sem fram fór í desember. Í fréttatilkynningunni segir Gunnar Ingi að Samkaup Úrval, Strax, Þín verslun, 10-11 og Melabúðin hafi einnig ýmist dregið sig úr verðkönnuninni eða verð sé ekki kannað þar af hálfu ASÍ. „Við vitum fullvel að vöruverð í Hagkaupi er mun lægra en hjá fjölda verslana sem ekki taka þátt en samt slær ASÍ því upp í fyrirsögnum að við séum dýrastir. Það getum við aldrei sætt okkur við," segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir Hagkaup til í samstarf og áframhaldandi þátttöku í verðkönnunum ASÍ en ekki á röngum forsendum þar sem sannleikurinn sé afbakaður. „Við verðum því miður að bætast í sívaxandi hóp verslana sem hefur fengið nóg af slælegum vinnubrögðum ASÍ og segir skilið við þessar kannanir," segir Gunnar Ingi í fréttatilkynningunni. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. ASÍ hefur undanfarin ár fylgst með vöruverði í verslunum hér á landi. Eftirlitið fer þannig fram að starfsmenn á vegum stofnunarinnar fara í verslanir og kanna vöruverð. Forsvarsmönnum fyrirtækja er ekki tilkynnt um tímasetningu eftirlitsferða ASÍ. „Við höfum bent ASÍ á að mælingar samtakanna séu algjörlega ómarktækar þar sem þær eru ekki að mæla markaðinn í heild, heldur nánast eingöngu lágvöruverðsmarkaðinn og þar með villandi fyrir neytendur en okkur er varla svarað, hvað þá að tekið sé tillit til athugasemda okkar," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í fréttatilkynningunni. Gunnar Ingi bendir á að fjöldi verslana taki ekki þátt í könnuninni sem skekki myndina verulega. Verslanirnar Nóatún, Kostur og Víðir neituðu þátttöku í síðustu könnun sem fram fór í desember. Í fréttatilkynningunni segir Gunnar Ingi að Samkaup Úrval, Strax, Þín verslun, 10-11 og Melabúðin hafi einnig ýmist dregið sig úr verðkönnuninni eða verð sé ekki kannað þar af hálfu ASÍ. „Við vitum fullvel að vöruverð í Hagkaupi er mun lægra en hjá fjölda verslana sem ekki taka þátt en samt slær ASÍ því upp í fyrirsögnum að við séum dýrastir. Það getum við aldrei sætt okkur við," segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir Hagkaup til í samstarf og áframhaldandi þátttöku í verðkönnunum ASÍ en ekki á röngum forsendum þar sem sannleikurinn sé afbakaður. „Við verðum því miður að bætast í sívaxandi hóp verslana sem hefur fengið nóg af slælegum vinnubrögðum ASÍ og segir skilið við þessar kannanir," segir Gunnar Ingi í fréttatilkynningunni. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira