Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 13:13 Gunnar Ingi Sigurðsson Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. ASÍ hefur undanfarin ár fylgst með vöruverði í verslunum hér á landi. Eftirlitið fer þannig fram að starfsmenn á vegum stofnunarinnar fara í verslanir og kanna vöruverð. Forsvarsmönnum fyrirtækja er ekki tilkynnt um tímasetningu eftirlitsferða ASÍ. „Við höfum bent ASÍ á að mælingar samtakanna séu algjörlega ómarktækar þar sem þær eru ekki að mæla markaðinn í heild, heldur nánast eingöngu lágvöruverðsmarkaðinn og þar með villandi fyrir neytendur en okkur er varla svarað, hvað þá að tekið sé tillit til athugasemda okkar," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í fréttatilkynningunni. Gunnar Ingi bendir á að fjöldi verslana taki ekki þátt í könnuninni sem skekki myndina verulega. Verslanirnar Nóatún, Kostur og Víðir neituðu þátttöku í síðustu könnun sem fram fór í desember. Í fréttatilkynningunni segir Gunnar Ingi að Samkaup Úrval, Strax, Þín verslun, 10-11 og Melabúðin hafi einnig ýmist dregið sig úr verðkönnuninni eða verð sé ekki kannað þar af hálfu ASÍ. „Við vitum fullvel að vöruverð í Hagkaupi er mun lægra en hjá fjölda verslana sem ekki taka þátt en samt slær ASÍ því upp í fyrirsögnum að við séum dýrastir. Það getum við aldrei sætt okkur við," segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir Hagkaup til í samstarf og áframhaldandi þátttöku í verðkönnunum ASÍ en ekki á röngum forsendum þar sem sannleikurinn sé afbakaður. „Við verðum því miður að bætast í sívaxandi hóp verslana sem hefur fengið nóg af slælegum vinnubrögðum ASÍ og segir skilið við þessar kannanir," segir Gunnar Ingi í fréttatilkynningunni. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. ASÍ hefur undanfarin ár fylgst með vöruverði í verslunum hér á landi. Eftirlitið fer þannig fram að starfsmenn á vegum stofnunarinnar fara í verslanir og kanna vöruverð. Forsvarsmönnum fyrirtækja er ekki tilkynnt um tímasetningu eftirlitsferða ASÍ. „Við höfum bent ASÍ á að mælingar samtakanna séu algjörlega ómarktækar þar sem þær eru ekki að mæla markaðinn í heild, heldur nánast eingöngu lágvöruverðsmarkaðinn og þar með villandi fyrir neytendur en okkur er varla svarað, hvað þá að tekið sé tillit til athugasemda okkar," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í fréttatilkynningunni. Gunnar Ingi bendir á að fjöldi verslana taki ekki þátt í könnuninni sem skekki myndina verulega. Verslanirnar Nóatún, Kostur og Víðir neituðu þátttöku í síðustu könnun sem fram fór í desember. Í fréttatilkynningunni segir Gunnar Ingi að Samkaup Úrval, Strax, Þín verslun, 10-11 og Melabúðin hafi einnig ýmist dregið sig úr verðkönnuninni eða verð sé ekki kannað þar af hálfu ASÍ. „Við vitum fullvel að vöruverð í Hagkaupi er mun lægra en hjá fjölda verslana sem ekki taka þátt en samt slær ASÍ því upp í fyrirsögnum að við séum dýrastir. Það getum við aldrei sætt okkur við," segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir Hagkaup til í samstarf og áframhaldandi þátttöku í verðkönnunum ASÍ en ekki á röngum forsendum þar sem sannleikurinn sé afbakaður. „Við verðum því miður að bætast í sívaxandi hóp verslana sem hefur fengið nóg af slælegum vinnubrögðum ASÍ og segir skilið við þessar kannanir," segir Gunnar Ingi í fréttatilkynningunni. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira