Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 13:13 Gunnar Ingi Sigurðsson Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. ASÍ hefur undanfarin ár fylgst með vöruverði í verslunum hér á landi. Eftirlitið fer þannig fram að starfsmenn á vegum stofnunarinnar fara í verslanir og kanna vöruverð. Forsvarsmönnum fyrirtækja er ekki tilkynnt um tímasetningu eftirlitsferða ASÍ. „Við höfum bent ASÍ á að mælingar samtakanna séu algjörlega ómarktækar þar sem þær eru ekki að mæla markaðinn í heild, heldur nánast eingöngu lágvöruverðsmarkaðinn og þar með villandi fyrir neytendur en okkur er varla svarað, hvað þá að tekið sé tillit til athugasemda okkar," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í fréttatilkynningunni. Gunnar Ingi bendir á að fjöldi verslana taki ekki þátt í könnuninni sem skekki myndina verulega. Verslanirnar Nóatún, Kostur og Víðir neituðu þátttöku í síðustu könnun sem fram fór í desember. Í fréttatilkynningunni segir Gunnar Ingi að Samkaup Úrval, Strax, Þín verslun, 10-11 og Melabúðin hafi einnig ýmist dregið sig úr verðkönnuninni eða verð sé ekki kannað þar af hálfu ASÍ. „Við vitum fullvel að vöruverð í Hagkaupi er mun lægra en hjá fjölda verslana sem ekki taka þátt en samt slær ASÍ því upp í fyrirsögnum að við séum dýrastir. Það getum við aldrei sætt okkur við," segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir Hagkaup til í samstarf og áframhaldandi þátttöku í verðkönnunum ASÍ en ekki á röngum forsendum þar sem sannleikurinn sé afbakaður. „Við verðum því miður að bætast í sívaxandi hóp verslana sem hefur fengið nóg af slælegum vinnubrögðum ASÍ og segir skilið við þessar kannanir," segir Gunnar Ingi í fréttatilkynningunni. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið. ASÍ hefur undanfarin ár fylgst með vöruverði í verslunum hér á landi. Eftirlitið fer þannig fram að starfsmenn á vegum stofnunarinnar fara í verslanir og kanna vöruverð. Forsvarsmönnum fyrirtækja er ekki tilkynnt um tímasetningu eftirlitsferða ASÍ. „Við höfum bent ASÍ á að mælingar samtakanna séu algjörlega ómarktækar þar sem þær eru ekki að mæla markaðinn í heild, heldur nánast eingöngu lágvöruverðsmarkaðinn og þar með villandi fyrir neytendur en okkur er varla svarað, hvað þá að tekið sé tillit til athugasemda okkar," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups í fréttatilkynningunni. Gunnar Ingi bendir á að fjöldi verslana taki ekki þátt í könnuninni sem skekki myndina verulega. Verslanirnar Nóatún, Kostur og Víðir neituðu þátttöku í síðustu könnun sem fram fór í desember. Í fréttatilkynningunni segir Gunnar Ingi að Samkaup Úrval, Strax, Þín verslun, 10-11 og Melabúðin hafi einnig ýmist dregið sig úr verðkönnuninni eða verð sé ekki kannað þar af hálfu ASÍ. „Við vitum fullvel að vöruverð í Hagkaupi er mun lægra en hjá fjölda verslana sem ekki taka þátt en samt slær ASÍ því upp í fyrirsögnum að við séum dýrastir. Það getum við aldrei sætt okkur við," segir Gunnar Ingi. Gunnar Ingi segir Hagkaup til í samstarf og áframhaldandi þátttöku í verðkönnunum ASÍ en ekki á röngum forsendum þar sem sannleikurinn sé afbakaður. „Við verðum því miður að bætast í sívaxandi hóp verslana sem hefur fengið nóg af slælegum vinnubrögðum ASÍ og segir skilið við þessar kannanir," segir Gunnar Ingi í fréttatilkynningunni. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira