Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 11:20 Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. Tveir fyrrverandi starfsmenn Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins eins og fjallað hefur verið um á Vísi í dag. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis í gærkvöldi að nýjar verklagsreglur hefðu verið teknar í gagnið meðal annars vegna umrædds máls. Í yfirlýsingu sem Röskva sendir frá sér er framganga meirihlutans í Stúdentaráði sögð ömurleg. Það hafi verið fyrir tilstuðlan Röskvuliða í stjórn að umrætt mál hafi verið tekið upp og krafist upplýsinga. Málið eigi rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir í stjórn hafi tekið eftir óútskýrðri tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. „Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint," segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Röskvuliðar segjast hafa samþykkt að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem greint yrði frá málavöxtum. „Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út í gær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að." Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs, sagði í samtali við Vísi í dag að slæmt orðalag í upphaflegu yfirlýsingunni hafi verið að ræða. Í tilkynningunni kom fram að að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Jón Atli þvertók fyrir að um fjárdrátt hefði verið að ræða, eins og mögulega mætti misskilja af orðalagi í fyrri yfirlýsingunni, og vísaði í yfirlýsingu frá stjórn Stúdentaráðs sem send var út í nótt. Í tilkynningunni frá Röskvu segir að í skjóli nætur hafi meirihluti stjórnar sent frá sér aðra yfirlýsingu án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Hún sé tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð eins og segir í yfirlýsingunni. Síðari yfirlýsinguna má sjá í lok fyrstu fréttar Vísis af málinu. Yfirlýsing RöskvuRöskvu misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs í nótt6. febrúar 2013Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðar í Stúdentaráði og núverandi frambjóðendur Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Röskva telur að framganga meirihlutans í stjórn Stúdentaráðs sé ömurleg. Um leið og núverandi Röskvuliðar í stjórn komust að málinu tóku þeir það upp, kröfðust upplýsinga og lögðu fyrir stjórn Stúdentaráðs.Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint.Afhjúpun þessa máls á rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir Röskvu í stjórn SHÍ hnutu um óútskýrða tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. Í ljós kom að um var að ræða skuld sem stofnast hafði til vegna þess að fyrrum starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs fóru yfir heimild sína á úttektakortum sem þeir höfðu til umráða vegnastarfa sinna við Stúdentaráð. Tekið skal fram að óumdeilt er að skuldin er nú að fullu greidd.Núverandi stjórnarmeðlimir Röskvu hafa frá upphafi litið þetta mál alvarlegum augum og ætíð litið svo á að þær upplýsingar sem um ræðir ætti að opinbera, sérstaklega í ljósi þess að Stúdentaráð starfar í umboði stúdenta og hefur til umráða opinbert fé sem verja skal í þágu hagsmunabaráttu stúdenta.Með það fyrir augum að halda áfram góðu samstarfi innan Stúdentaráðs taldi Röskva best að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu þar sem greint yrði frá málavöxtum. Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út ígær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að.Í skjóli nætur var gefin út önnur yfirlýsing sem stafar eingöngu frá meirihluta stjórnar SHÍ án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Þessi yfirlýsing er tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð. Sú yfirlýsing var mjög ólík þeirri fyrri og gengurbeinlínis gegn þeirri sátt sem ríkti um fyrri yfirlýsingu. Við Röskvuliðar teljum að sú tilraun sé Stúdentaráði hreinlega til minnkunar. Tengdar fréttir Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. Tveir fyrrverandi starfsmenn Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins eins og fjallað hefur verið um á Vísi í dag. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis í gærkvöldi að nýjar verklagsreglur hefðu verið teknar í gagnið meðal annars vegna umrædds máls. Í yfirlýsingu sem Röskva sendir frá sér er framganga meirihlutans í Stúdentaráði sögð ömurleg. Það hafi verið fyrir tilstuðlan Röskvuliða í stjórn að umrætt mál hafi verið tekið upp og krafist upplýsinga. Málið eigi rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir í stjórn hafi tekið eftir óútskýrðri tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. „Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint," segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Röskvuliðar segjast hafa samþykkt að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem greint yrði frá málavöxtum. „Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út í gær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að." Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs, sagði í samtali við Vísi í dag að slæmt orðalag í upphaflegu yfirlýsingunni hafi verið að ræða. Í tilkynningunni kom fram að að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Jón Atli þvertók fyrir að um fjárdrátt hefði verið að ræða, eins og mögulega mætti misskilja af orðalagi í fyrri yfirlýsingunni, og vísaði í yfirlýsingu frá stjórn Stúdentaráðs sem send var út í nótt. Í tilkynningunni frá Röskvu segir að í skjóli nætur hafi meirihluti stjórnar sent frá sér aðra yfirlýsingu án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Hún sé tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð eins og segir í yfirlýsingunni. Síðari yfirlýsinguna má sjá í lok fyrstu fréttar Vísis af málinu. Yfirlýsing RöskvuRöskvu misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs í nótt6. febrúar 2013Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðar í Stúdentaráði og núverandi frambjóðendur Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Röskva telur að framganga meirihlutans í stjórn Stúdentaráðs sé ömurleg. Um leið og núverandi Röskvuliðar í stjórn komust að málinu tóku þeir það upp, kröfðust upplýsinga og lögðu fyrir stjórn Stúdentaráðs.Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint.Afhjúpun þessa máls á rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir Röskvu í stjórn SHÍ hnutu um óútskýrða tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. Í ljós kom að um var að ræða skuld sem stofnast hafði til vegna þess að fyrrum starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs fóru yfir heimild sína á úttektakortum sem þeir höfðu til umráða vegnastarfa sinna við Stúdentaráð. Tekið skal fram að óumdeilt er að skuldin er nú að fullu greidd.Núverandi stjórnarmeðlimir Röskvu hafa frá upphafi litið þetta mál alvarlegum augum og ætíð litið svo á að þær upplýsingar sem um ræðir ætti að opinbera, sérstaklega í ljósi þess að Stúdentaráð starfar í umboði stúdenta og hefur til umráða opinbert fé sem verja skal í þágu hagsmunabaráttu stúdenta.Með það fyrir augum að halda áfram góðu samstarfi innan Stúdentaráðs taldi Röskva best að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu þar sem greint yrði frá málavöxtum. Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út ígær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að.Í skjóli nætur var gefin út önnur yfirlýsing sem stafar eingöngu frá meirihluta stjórnar SHÍ án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Þessi yfirlýsing er tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð. Sú yfirlýsing var mjög ólík þeirri fyrri og gengurbeinlínis gegn þeirri sátt sem ríkti um fyrri yfirlýsingu. Við Röskvuliðar teljum að sú tilraun sé Stúdentaráði hreinlega til minnkunar.
Tengdar fréttir Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50
Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46