Fleiri fréttir

Foreldrar standa vörð við Foldaskóla

Foreldrar barna í Foldaskóla hafa tekið sig saman um að standa umferðarvakt við skólann. Þeir vilja minna ökumenn á umferðarreglurnar og draga úr hættu á slysum.

Nítján ára piltur búinn að kæra hópnauðgun

Nítján ára piltur hefur lagt fram kæru vegna hópnauðgunar sem hann á að hafa orðið fyrir um helgina. Maðurinn hafði samband við lögreglu við tónlistarhúsið Hörpu en ekki er ljóst nákvæmlega hvar árásin á að hafa átt sér stað.

Hreinsun lauk í gærkvöldi

Slökkviliðsmenn á Sauðárkróki luku við hreinsun hafnarsvæðisins um klukkan átta í gærkvöldi, eftir að fimm þúsund lítrar af eitraðri saltsýru láku úr gámageymi þar í fyrrinótt. Miklu af sjó og fersku vatni var dælt fyir mengaða svæðið og síðan var um tonni af vítisóta dreift yfir. Þetta var endurtekð þar til Ph gildi sýndu að efnin voru orðin skaðlaus, samkvæmt kröfum heilbrigðisyfirvalda, og höfðu breyst í salt og vatn. 14 slökkviliðsmenn höfðu þá verið að störfum vegna lekans í hátt í sólarhring. Vinnueftirlitið mun nú rannsaka gáminn og fylgiskjöl hans, en tæring í honum olli lekanum.

Snemmbær kynþroski eykur sjúkdómahættu

Eftir því sem stúlkur verða fyrr kynþroska eru meiri líkur á að þær látist af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðinsaldri, samkvæmt nýrri rannsókn. Offita og ofþyngd hafa ekki áhrif. Rannsóknin náði til yfir þúsund íslenskra kvenna.

Umræðan hefur opnað augu foreldra

Viðtölum vegna transmála hjá Samtökunum 78 hefur fjölgað mikið. Unnið er að nýjum verkferlum innan BUGL vegna kynáttunarvanda barna og unglinga.

Fundu kannabisplöntur í bílskúr í Breiðholti

Karlmaður var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi, eftir að nokkrar kannabisplöntur fundust í bílskúr hans. Lögregla lagði hald á plönturnar, sem verður eytt, og var manninum sleppt að yfirirheyrslu lokinni.

Allir lýsa sig saklausa af Aurum-ákærunni

Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir umboðssvik í Aurum-málinu sögðust saklausir við þingfestingu í gær. Lárus Welding telur óréttlátt að saksóknari ákæri hann fyrir eitt mál í einu en safni ekki upp öllum þeim sem eru til rannsóknar.

Leystir út og settir í 25 ára lántökubann

Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna.

Hyggst kæra hópnauðgun í dag

Nítján ára piltur leitaði til lögreglu um helgina og tilkynnti um að honum hefði verið nauðgað af hópi karlmanna. Pilturinn var í annarlegu ástandi þegar árásin átti sér stað, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og gat ekki sagt til um hversu margir árásarmennirnir hefðu verið, að öðru leyti en að þeir hefðu verið fleiri en einn.

Slökkviliðsmenn og nemendur unnu hetjudáð

Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir að slökkviliðsmenn og eldri bekkingar í grunnskóla Siglufjarðar hafi unnið hetjudáð þegar eldur kom upp í samkomuhúsi á þrettándagleði í gær.

Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára

Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga.

Skelfing greip um sig á Allanum

Skelfing greip um sig meðal barna og fullorðinna þegar eldur kviknaði í skemmtistaðnum Allanum á Silgufirði á miðri þrettándaskemmtun þar í gærkvöldi. Mildi þykir að sjö ára stúlka, sem var við eldsupptökin, skuli hafa sloppið ómeidd.

Númer klippt af átta bifreiðum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum klippt númer af átta bifreiðum. Fimm þeirra höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar á tilsettum tíma og þrjár til viðbótar voru bæði óskoðaðar og ótryggðar.

Flugdólgurinn gæti fengið 6 ára fangelsisdóm

Maðurinn sem áreitti farþega um borð í flugvél Icelandair á fimmtudag gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Icelandair hefur tekið ákvörðun um að kæra manninn fyrir að ógna öðrum farþegum og áhöfninni, og þar með öryggi flugsins.

Vill gera skóla fjárhagslega ábyrga fyrir einelti

Eygló Harðardóttir, Þingmaður Framsóknarflokksins, vill innleiða öfuga sönnunarbyrði í grunnskóla landsins að sænskri fyrirmynd. Það er að segja ef eineltismál kemur upp, og fórnarlamb og aðstandendur kvarta ítrekað undan því, þá þurfi skólayfirvöld að sýna fram á að þeir hafi sannarlega brugðist við kvörtununum. Komi annað í ljós geta þeir orðið skaðabótaskyldir.

Hópnauðgunin kærð til lögreglu í dag

Karlmaður sem tilkynnti lögreglu að sér hefði verið nauðgað við Hörpu um helgina mun leggja fram formlega kæru til lögreglu núna eftir hádegi. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. "Lögreglan kom að þessu núna um helgina og það verður tekin formleg kæra núna eftir hádegi,“ segir Björgvin.

Hópur manna nauðgaði ungum manni við Hörpu

Ungur karlmaður leitaði til neyðarmóttöku vegna nauðgana um nýliðna helgi eftir að hafa verið nauðgað af fjórum karlmönnum við tónlistarhúsið Hörpu. Þetta er fullyrt á fréttavef DV.

Guðbjartur búinn að hafa samband við bræðurna

"Við höfum fengið gríðarleg viðbrögð á netinu og einnig hafa margir hringt í mig,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem er einn af fáum hér á landi sem greinst hefur með Fabry erfðasjúkdóminn.

Telur að Djúpið eigi möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna

Djúpið, mynd Baltasars Kormáks, á góða möguleika á því að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, segir Brooks Barnes pistlahöfundur á New York Times. Afar ólíklegt sé þó að myndin muni hljóta verðlaun á hátíðinni. Tilnefningar fyrir bestu erlendu myndina verða kynntar á fimmtudaginn en fyrir áramót var valinn níu mynda listi með þeim myndum sem eiga mögleika tilnefningu. Ljóst er að keppnin verður hörð því að á meðal þeirra mynda sem koma til greina er franska myndin The Intouchables sem þykir mjög líkleg til sigurs.

Segir leigusala hafa sett upp myndavél til þess að vakta uppvaskið

"Ég myndi ekki búa svona og ég get ekki ætlast til þess að dóttir mín geri það,“ segir Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir, sem ætlar að kæra leigusala dóttur sinnar fyrir brot á persónuverndarlögum en sá hefur sett upp tvær eftirlitsmyndavélar á sameign leiguhúsnæðis.

Karlmaður féll í sjóinn

Karlmaður féll milli skips og bryggju við Grandagarð rétt eftir klukkan níu í morgun. Hann var einungis örfáar mínútur í sjónum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins en slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu honum til aðstoðar og fluttu til skoðunar á sjúkrahús. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli því að maðurinn féll í sjóinn. 365

Glíma við baneitraðann saltsýruleka á Sauðárkróki

Þrjú til fimm þúsund lítrar af baneitraðri saltsýru láku úr stórum gámageymi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki í nótt og tók það slökkviliðsmenn á aðra klukkustund að stöðva lekann, við erfiðar og hættulegar aðstæður, en engan sakaði.

Lögreglan lýsir eftir Stefaníu

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Stefaníu Casöndru Guðmundsdóttur. Stefanía er 16 ára gömul, brúnhærð og um 170 sm há.

Loðnuveiðin komin á fullt skrið

Loðnuveiðin er hrokkin í fullan gang og kom Heimaey til Þórshafnar undir morgun með fyrsta farm þessarar vetrarvertíðar, sem skipið fékk djúpt norður af Langanesi í gær.

Eldur í mannlausum bíl í grennd við bensínstöð

Eldur kviknaði í mannlausum fólksbíl á bílastæði í grennd við N-1 bensínstöðina á Ísafirði í gærkvöldi. Slökkvilið var kallað á staðinn og slökkti eldinn, en bíllinn er ónýtur.

Fáa lækna langar aftur heim

lSextán prósent íslenskra lækna sem starfa og búa í útlöndum ætla ekki að snúa aftur heim til Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð, hefur gert meðal kollega sinna í útlöndum.

Sextán prósent brottfluttra lækna snúa ekki aftur heim

Ný könnun sýnir að á næstu 10 árum ætla bara 47 íslenskir læknar að snúa aftur til Íslands frá útlöndum. 52 prósent hafa ekki gert upp hug sinn. Þeir vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Fjölskyldan dregur læknana heim.

Ætlaði sér alltaf að gera þessa mynd

Kvikmyndin Falskur fugl, sem byggir á skáldsögu Mikaels Torfasonar, verður frumsýnd 25. janúar. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Þórs Ómars Jónssonar, í fullri lengd og aðdragandinn hefur verið langur og strangur.

Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf

Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna.

"Þetta er í raun og veru bara spurning um líf"

Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári.

Sjá næstu 50 fréttir