Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Haukar eiga ekki lengur hlut í íþróttamiðstöðinni en halda félagsheimili sínu. Fréttablaðið/Anton Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. „Menn hafa gengið alltof langt án þess að hafa nokkrar forsendur fyrir því," segir Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sem keypt hefur hlut Knattspyrnufélagsins Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum. Skilyrði er að Haukar efni ekki til nýrra skulda í 25 ár. Grundvöllur kaupanna eru miklir fjárhagserfiðleikar Hauka. Þá má meðal annars rekja til yfir eitt hundrað milljóna króna kúluláns í svissneskum frönkum sem félagið tók árið 2007 og átti að greiða 2009. Félagið hefur ekki getað staðið í skilum með þessi lán. Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut sem Haukar hafa átt á móti bænum í íþróttamiðstöðinni. Undanskilið er félagsheimili sem Haukar eiga alfarið einir. Bærinn hefur þegar greitt 62,6 milljónir króna sem skuldajöfnun á tveimur skuldabréfum Hauka hjá bæjarsjóði frá árunum 2001 og 2002. Í hverjum mánuði héðan frá í aldarfjórðung á bærinn síðan að borga 1,6 milljónir króna inn á bankareikning Hauka til greiðslu á skuldum félagsins við Landsbankann. Samningurinn er metinn á 271 milljón króna en samkvæmt greiðsluáætluninni mun bærinn hafa greitt hátt í 500 milljónir áður en yfir lýkur árið 2037. Gunnar Axel segir Hafnarfjarðarbæ einfaldlega vera að verja sína stöðu. Hinn kosturinn hafi verið sá að Landsbankinn leysti til sín hlut Hauka og gerðist meðeigandi bæjarins í íþróttamannvirkjunum. „Það var full samstaða um það í bæjarráði að þetta væri skynsamlegasta niðurstaðan í ljósi aðstæðna og að hagsmunir bæjarins væru best tryggðir með þessum hætti," segir Gunnar. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir að með sölunni létti verulega á rekstri Hauka sem eftir hana skuldi aðeins átta milljónir króna. „Það á ekki endilega að vera hlutverk íþróttafélaga að eiga einhver mannvirki. Félögin eiga nóg með að reyna að halda í horfinu með rekstur íþróttastarfseminnar," segir Magnús. Í samningnum er ákvæði um að Haukum sé „með öllu óheimilt að stofna til nýrra skulda á samningstímanum". Magnús kveðst ekki telja að þetta feli alfarið í sér bann við að Haukar skuldsetji sig heldur að félaginu sé óheimilt að veðsetja félagsheimili sitt. Engar hugmyndir séu þó um frekari lántökur. „Vandinn í hnotskurn er sá að íþróttafélögin hafa verið að skuldsetja sig. Síðan hefur bærinn þurft að grípa inn í með aðgerðum og leggja til meira fé. Þá má auðvitað spyrja sig; er bæjarfélagið að leggja nógu mikið til íþróttastarfseminnar eða ekki?" Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. „Menn hafa gengið alltof langt án þess að hafa nokkrar forsendur fyrir því," segir Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sem keypt hefur hlut Knattspyrnufélagsins Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum. Skilyrði er að Haukar efni ekki til nýrra skulda í 25 ár. Grundvöllur kaupanna eru miklir fjárhagserfiðleikar Hauka. Þá má meðal annars rekja til yfir eitt hundrað milljóna króna kúluláns í svissneskum frönkum sem félagið tók árið 2007 og átti að greiða 2009. Félagið hefur ekki getað staðið í skilum með þessi lán. Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut sem Haukar hafa átt á móti bænum í íþróttamiðstöðinni. Undanskilið er félagsheimili sem Haukar eiga alfarið einir. Bærinn hefur þegar greitt 62,6 milljónir króna sem skuldajöfnun á tveimur skuldabréfum Hauka hjá bæjarsjóði frá árunum 2001 og 2002. Í hverjum mánuði héðan frá í aldarfjórðung á bærinn síðan að borga 1,6 milljónir króna inn á bankareikning Hauka til greiðslu á skuldum félagsins við Landsbankann. Samningurinn er metinn á 271 milljón króna en samkvæmt greiðsluáætluninni mun bærinn hafa greitt hátt í 500 milljónir áður en yfir lýkur árið 2037. Gunnar Axel segir Hafnarfjarðarbæ einfaldlega vera að verja sína stöðu. Hinn kosturinn hafi verið sá að Landsbankinn leysti til sín hlut Hauka og gerðist meðeigandi bæjarins í íþróttamannvirkjunum. „Það var full samstaða um það í bæjarráði að þetta væri skynsamlegasta niðurstaðan í ljósi aðstæðna og að hagsmunir bæjarins væru best tryggðir með þessum hætti," segir Gunnar. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, segir að með sölunni létti verulega á rekstri Hauka sem eftir hana skuldi aðeins átta milljónir króna. „Það á ekki endilega að vera hlutverk íþróttafélaga að eiga einhver mannvirki. Félögin eiga nóg með að reyna að halda í horfinu með rekstur íþróttastarfseminnar," segir Magnús. Í samningnum er ákvæði um að Haukum sé „með öllu óheimilt að stofna til nýrra skulda á samningstímanum". Magnús kveðst ekki telja að þetta feli alfarið í sér bann við að Haukar skuldsetji sig heldur að félaginu sé óheimilt að veðsetja félagsheimili sitt. Engar hugmyndir séu þó um frekari lántökur. „Vandinn í hnotskurn er sá að íþróttafélögin hafa verið að skuldsetja sig. Síðan hefur bærinn þurft að grípa inn í með aðgerðum og leggja til meira fé. Þá má auðvitað spyrja sig; er bæjarfélagið að leggja nógu mikið til íþróttastarfseminnar eða ekki?"
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira