Átta börn á BUGL síðustu tvö ár vegna kynáttunarvanda Sunna Valgerðardóttir skrifar 8. janúar 2013 06:00 Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Mynd/ GVA. Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) vegna kynáttunarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. Mikil vitundarvakning hefur orðið innan málaflokksins undanfarin ár og eru sérfræðingar innan spítalans nú að vinna að nýjum verk- og vinnuferlum til að ná utan um meðferð og aðstoð einstaklinga sem greinast með vandann og aðstandenda þeirra. Erlendur Egilsson, sálfræðingur á BUGL, segir umræðu síðustu ára hafa einkennst af því að kynáttunarvandi sé nú skilgreindur sem viðurkenndur geðvandi og hvernig beri að vinna sem skilvirkast út frá því. „Þetta er nýr málaflokkur hjá okkur og því þarf að vanda sérstaklega hvaða greiningartæki við notum, forðast öfgar og muna hvað fylgir vandanum," segir hann. „Við tökum enga afstöðu til þess hvernig líkamlega ferlið mun svo fara. Við hjálpum barninu og fjölskyldu þess til að geta unnið heilbrigt með þetta." Erlendur bendir á að fjölmargir fylgikvillar geta komið upp hjá barni og unglingi með kynáttunarvanda, eins og kvíði, þunglyndi, sjálfskaði og vímuefnanotkun. Slíkt geri oft og tíðum erfiðara að vinna með málin og þyngir allan vanda. „Að upplifa sig í röngum líkama er nógu strembið fyrir," segir hann. Íslenskar rannsóknir um algengi kynáttunarvanda barna og unglinga hafa enn ekki verið gerðar. Samkvæmt Erlendi er tíðnin algengari hjá drengjum, um það bil fjórir á móti hverri stúlku, en munurinn milli kynja minnkar eftir að kynþroska er náð. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru transkonur, konur fæddar í líkama karla, tveir þriðju þeirra sem þjást af kynáttunarvanda. Hlutfall barna með kynáttunarvanda sem enda á að fara í kynleiðréttingu er á bilinu 5 til 25 prósent, en eftir því sem unglingsárin færast yfir hækkar hlutfallið til muna. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) vegna kynáttunarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. Mikil vitundarvakning hefur orðið innan málaflokksins undanfarin ár og eru sérfræðingar innan spítalans nú að vinna að nýjum verk- og vinnuferlum til að ná utan um meðferð og aðstoð einstaklinga sem greinast með vandann og aðstandenda þeirra. Erlendur Egilsson, sálfræðingur á BUGL, segir umræðu síðustu ára hafa einkennst af því að kynáttunarvandi sé nú skilgreindur sem viðurkenndur geðvandi og hvernig beri að vinna sem skilvirkast út frá því. „Þetta er nýr málaflokkur hjá okkur og því þarf að vanda sérstaklega hvaða greiningartæki við notum, forðast öfgar og muna hvað fylgir vandanum," segir hann. „Við tökum enga afstöðu til þess hvernig líkamlega ferlið mun svo fara. Við hjálpum barninu og fjölskyldu þess til að geta unnið heilbrigt með þetta." Erlendur bendir á að fjölmargir fylgikvillar geta komið upp hjá barni og unglingi með kynáttunarvanda, eins og kvíði, þunglyndi, sjálfskaði og vímuefnanotkun. Slíkt geri oft og tíðum erfiðara að vinna með málin og þyngir allan vanda. „Að upplifa sig í röngum líkama er nógu strembið fyrir," segir hann. Íslenskar rannsóknir um algengi kynáttunarvanda barna og unglinga hafa enn ekki verið gerðar. Samkvæmt Erlendi er tíðnin algengari hjá drengjum, um það bil fjórir á móti hverri stúlku, en munurinn milli kynja minnkar eftir að kynþroska er náð. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru transkonur, konur fæddar í líkama karla, tveir þriðju þeirra sem þjást af kynáttunarvanda. Hlutfall barna með kynáttunarvanda sem enda á að fara í kynleiðréttingu er á bilinu 5 til 25 prósent, en eftir því sem unglingsárin færast yfir hækkar hlutfallið til muna.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira