Fleiri fréttir

Aðeins hársbreidd frá stórslysi á Reykjanesbraut

Aðeins munaði hársbreidd, að sögn vitna, að stórslys yrði þegar jepplingur með fimm manns um borð á leið frá Keflavík, fór ofan í geilina á milli akbrautanna á Reykjanesbraut í Kúagerði í gærkvöldi, og valt upp á akbrautina fyrir umferð úr gagnstæðri átt.

Herjólfur á áætlun í fyrstu ferðum dagsins

Herjólfur er á áætlun í fyrstu ferðum dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að brottför Herjólfs sé staðfest í fyrstu ferð dagsins frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00.

Kalla eftir mati á áhrifum stjórnarskrárbreytinganna

Sérfræðinganefnd segir skorta heildstætt mat á áhrifum stjórnarráðsbreytinga. Nefndin skilaði skýrslu í gær þar sem farið var yfir lagatæknileg atriði. Von er á frumvarpi um stjórnarskrá á næstu dögum.

Mega ekki spila frítt í Kastljósi

"Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu.

Fangar á Litla Hrauni hætta að taka við matarpeningum

Fangar á Litla Hrauni ætla að hætta að taka við matarpeningum og þar með hætta að elda sjáflir frá og með næstu mánaðamótum, í mótmælaskyni við það sem þeir telja allt of hátt verðlag í versluninni, sem fangelsið rekur.

Stal díselolíu af stórum bíl

Í gærkvöldi var enn og aftur tilkynnt um þjófnað á dísilolíu af stórum bíl, sem stóð við Lokinhamra. Talið er að þjófurinn hafi dælt um 50 lítrum af bílnum og komst hann undan.

Snarræði húsráðenda kom í veg fyrir eldsvoða

Skjót og rétt viðbrögð húsráðanda komu í veg fyrir að verr færi, þegar eldur kom upp í viftu á baðherbergi í fjölbýlishúsi í Njarðvík í gærkvöldi. Hann greip til slökkvitækis og var búinn að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Íslenska Watergate verður vistvænt hús

Norræna ráðherraráðið hefur blásið til samnorrænnar hönnunarkeppni þar sem markmiðið er að hanna vistvænar endurbætur á byggingum á Norðurlöndunum. Ein bygginganna er á Íslandi en fyrstu verðlaun eru 22,5 milljónir.

Fangelsin í Prag engin paradís

"Ég veit bara um einn Íslending sem hefur setið inni hérna í Prag, í öðruvísi fangelsi. Hann sagði að þetta væri engin paradís,“ segir Þórir Gunnarsson, ræðismaður Íslands í Tékklandi, um aðbúnað í þarlendum fangelsum. Tvær átján ára íslenskar stúlkur sitja nú í gæsluvarðhaldi í Prag eftir að kókaín í kílóavís fannst í farangri þeirra við komuna þangað í síðustu viku.

Vinaþjóðir græða á neyðarlánum til Íslands

Helgi Hjörvar er formaður Íslandsdeildar Norðulandaráðs en nýlega lauk 64. þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Af þessu tilefni settist Þorbjörn Þórðarson niður með Helga og fór yfir það sem helst bar á góma á þinginu og ýmislegt sem sem hefur verið í deiglunni í pólitíkinni hér heima. Helgi hefur barist fyrir því að Norðurlöndin endurskoði vaxtakjör á lánum til Íslands sem hann telur ósanngjörn og beindi hann meðal annars fyrirspurn um þetta til forsætisráðherra ríkjanna á þinginu í Helsinki.

Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar

Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017.

Þeir sem skulda mest sleppa best

Þeir sem afplána dómsektir vegna skattalagabrota geta unnið af sér allt að tvö hundruð þúsund krónur á klukkustund með því að sinna samfélagsþjónustu. Skattrannsóknastjóri segir núverandi kerfi skila sér í vægari refsingum fyrir þá sem mest skulda.

Styttist í þekktustu loftsteinadrífu jarðar

Loftsteinadrífan Leonídar nær hápunkti sínum um næstu helgi. Nokkrir tugir loftsteina munu þá sjást á klukkustund er þeir brenna upp í andrúmslofti jarðarinnar.

Nýjasta bók Yrsu kemur út í kvöld

Kuldi, nýjasta glæpsasaga Yrsu Sigurðardóttur, verður fyrst um sinn aðeins fáanleg sem rafbók. Hún fer í sölu á vefnum eBækur.is í kvöld klukkan 23.59.

Hátt í 800 höluðu niður 112 appinu

Rétt tæplega 800 manns höluðu niður 112 appinu, eftir að Neyðarlínan var sýnd á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. "Þetta er stærsti dagurinn síðan að þetta fór í loftið, sem var einhvern tímann fyrr í sumar," segir Hreinn Gústafsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Stokks, sem hannaði forritið. Hreinn var í viðtali við Reykjavík síðdegis á föstudag.

Mikil ölduhæð í Landeyjahöfn - Herjólfur fer hvergi

Rúmlega fjögurra metra ölduhæð er nú í Landeyjahöfn og fellur því næsta ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum klukkan hálf sex, og frá Landeyjahöfn klukkan sjö. Næsta tilkynning verður gefin út klukkan sex, varðandi ferðir frá Vestmannaeyjum kl. hálf níu og Landeyjahöfn kl. hálf tíu í kvöld. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebook-síðu Herjólfs. <

Fjölmargir tóku mark á viðvörunum vegna óveðurs

Fjölmargir íbúar suðvestanlands tóku mark á viðvörun Almannavarna um hvassviðri, og óku börnum sínum í skólana í morgun. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á nokkrum stöðum en hvergi hafa orðið slys eða stórtjón.

Ákærður fyrir að káfa á sjö ára stúlku í gufubaði

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og brot gegn blygðunarsemi með því hafa í mars á þessu ári í gufubaðklefa í sundlaug í Eyjafirði, káfað innanklæða á kynfærum sjö ára gamallar stúlku, berað á sér getnaðarliminn og beðið stúlkuna að snerta hann og kysst stúlkuna einum kossi á munninn.

Hagnaður Icelandair mestur

Icelandair hagnaðist hlutfallslega mest fjögurra helstu norrænu flugfélaganna á þriðja ársfjórðungi, eða fjórum sinnum meira en SAS, svo dæmi sé tekið. Þannig varð hlutfall hagnaðar af veltu Icelandair, rúm 16 prósent, tæp 15 hjá Norwegian, tæp átta prósent hjá Finnair og aðeins 3,9 prósent hjá SAS. Veltan var hinsvegar lang mest hjá SAS, eða 214 milljarðar króna , sem er rösklega fimm sinnum meiri velta en hjá Icelandair.

Framhaldsskólakennari vill á þing

Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík sem fram fer 24. nóvember næstkomandi. Þórhalla hefur verið framhaldsskólakennari síðan 2007 og hefur einnig kennt í grunnskóla til fjölda ára. Hún er með sjúkraliðamenntun, B.ed kennarapróf, diplómu í stjórnun og fræðslu, M.paed í líffræði og diplómu í verkefnastjórnun.

Hafa þungar áhyggjur af stöðu Geðsviðsins

Sálfræðingafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af löngum biðlistum á Göngudeild Geðsviðs LSH. Bendir félagið á að lengsti biðtíminn eftir einstaklingsviðtölum við sálfræðinga sé vegna þunglyndis og kvíða. Að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sé þunglyndi og kvíði talin meðal þeirra heilbrigðisvandamála sem íþyngja samfélaginu mest. Hvetur félagið Guðbjart Hannesson velferðarráðherra til að beita sér fyrir því að göngudeild geðsviðs Landspítalans verði sérstaklega styrkt með fleiri stöðugildum sálfræðinga.

Vegir auðir sunnanlands en miklar vindhviður

Vegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en miklar vindhviður eru undir Eyjafjöllum. Vindhviður eru einnig á varúðarmörkum bæði á Reykjanesbraut og Kjalarnesi.

Fyrstu ferðir Herjólfs falla niður

Vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn falla fyrstu tvær ferð Herjólfs niður frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og 11:30 og frá Landeyjahöfn kl.10:00 og 13:00.

Búningalausir KR-ingar á Ísafirði

Þegar körfuboltalið KR mætti til leiks við lið Ísfirðinga vetur á Ísafirði í gær, kom í ljós að liðsmenn höfðu gleymt búningum sínum í Reykjavík.

Kastaði bjórglasi í lögreglubíl

Ölvaður karlmaður var handtekinn á Laugaveginum um kvöldmatarleitið í gær fyrir eignaspjöll, þegar hann kastaði björglasi í lögreglubíl, sem var ekið eftir götunni.

Björgunarsveit var kölluð út í Grindavík

Björgunarsveit var kölluð út í Grindavík til að hemja plötur, sem farnar voru að fjúka af húsþaki. Þá er verið að hemja fiskkör á hafnarsvæðinu og koma þeim í skjól. Hvassar vindhviður blása af og til um Reykjanesbrautina, en hún er ekki hál.

Töluverð skjálftavirkni undan Gjögurtá

Töluverð skjálftavirkni hefur verið norðvestur af Gjögurtá í gærkvöldi og í nótt. Tveir skjálftar upp á 2,5 stig urðu með skömmu millibili um klukkan hálf tvö í nótt, en aðrir hafa verið vægari. Fyrir helgi var útlit fyrir að hrinan væri gengin yfir, en svo virðist ekki vera.

Öllu innanlandsflugi hefur verið frestað

Flugfélag Íslands hefur frestað öllu innanlandsflugi, en aðstæður verða kannaðar nánar klukkan hálf átta. Millilandaflug viðrist hinsvegar ganga samkvæmt áætlun.

Bandóður ökumaður hafði í hótunum við lögreglu

Lögreglan handtók bandóðann ökumann á Reykjanesbraut á móts við Kauptún undir kvöld í gær, eftir að bíll hans hafði mælst á 136 kílómetra hraða, eða tæplega 50 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða.

Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf

Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið.

1.250 milljónir fyrir eins árs á leikskóla

Kostnaður við að bjóða börnum í Reykjavík leikskólapláss í ágúst á öðru ári, ári fyrr en nú er, gæti numið 1.250 milljónum, fyrir utan byggingarkostnað vegna nýbygginga. Þetta er meðal niðurstaðna teymis sem skóla- og frístundaráð skipaði til að gera úttekt á áhrifum sem slík breyting gæti haft á dagforeldra og stöðu foreldra á vinnumarkaði. Í skýrslunni er miðað við að öllum börnum sem höfðu náð eins árs aldri fyrir ágúst í ár hafi verið boðið pláss í haust.

Meta Hörpu þrefalt lægra en Þjóðskráin

Harpa fellur mitt á milli þess að vera atvinnuhúsnæði með litlar sem engar leigutekjur og atvinnuhúsnæði sem almennt er keypt til útleigu, samkvæmt áliti lögmannsstofunnar Lex. Aðferð Þjóðskrár við fasteignamat tekur ekki tillit til þess og stangast á við lög og skilar allt of háum fasteignagjöldum.

Neita allri vitneskju um kókaín í töskum

Um þrjú kíló af kókaíni fundust í töskum tveggja íslenskra stúlkna sem lentu á flugvellinum í Prag á miðvikudag. Stúlkurnar, sem eru báðar átján ára hafa neitað sök í málinu, en voru á föstudag engu að síður úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald.

Ómetanlegur gagnabanki á þremur árum

Síðan pödduvefur Náttúrufræðistofnunar (NÍ) var settur á laggirnar í ágúst 2009 hafa 80 tegundir smádýra verið kynntar til leiks í um 300 pistlum alls. Markmiðið með vefnum var og er að fræða unga sem aldna, áhugasama sem angistarfulla, um tegundir smádýra á landi og í vötnum á Íslandi, eins og segir í frétt á vef NÍ. Vegna vinsælda stendur fyrir dyrum allsherjar endurskoðun sem á að létta alla upplýsingaleit á vefnum.

Sjá næstu 50 fréttir