Fleiri fréttir

Leita í Skagafirði

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Skagafirði í kvöld eftir að maður skilaði sér ekki úr fjárleitum.

Meistaralegur mánuður að baki

Markmiðin voru fjölbreytt, allt frá því að skapa eitt listaverk á dag til þess að bregða sér í keilu.

Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu

Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum.

500 myndbönd send inn í Jólastjörnuna

Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. 10 bestu söngvararnir komast áfram í sjónvarpsprufur og upptökur fyrir plötu. Jólastjarnan sjálf syngur á Jólagestum Björgvins í Höllinni.

Ökumenn stöðvuðu bíla sína og slógust

Til handalögmála kom á milli tveggja ökumanna í Reykjavík í gær. Annar maðurinn taldi hinn hafa ekið gróflega í veg fyrir sig svo að lá við árekstri. Sá sem taldi að á sér hefði verið brotið ýtti þá á flautuna en uppskar í framhaldinu fingurinn frá hinum. Sá síðarnefndi ók hægt áfram en stöðvaði síðan bílinn. Sá sem á eftir kom átti því ekki um annað að velja en gera slíkt hið sama. Þegar hér var komið sögu var báðum mönnunum orðið heitt í hamsi.

Kærir myndbandið og fordæmir umfjöllun

Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, fordæmir umfjöllun fjölmiðla um myndband sem Bóas Ragnar Bóasson setti á netið þar sem fram koma samskipti þeirra tveggja þar sem þeir ræða um það hvernig skuli brjóta lög um gjaldeyrishöft.

Heiðraður fyrir 39 ára starf í þágu lögreglunnar

Ríkislögreglustjóri veitti í dag Guðmundi Guðjónssyni yfirlögregluþjóni heiðursviðurkenningu í tilefni af því að hann lætur af starfi yfirlögregluþjóns fyrir aldurs sakir eftir 39 ára starf í lögreglu. Guðmundur hefur starfað hjá embætti ríkislögreglustjóra frá 16. nóvember 1998.

Bóas Ragnar: Segist hafa búið til myndbandið af ótta við handrukkara

"Ég er búinn að sæta hótunum vegna handrukkara,“ segir Bóas Ragnar Bóasson, athafnamaður, sem birti myndband á vef Youtube um helgina en á myndbandinu má heyra hljóðupptöku af samtali á milli Guðmundar Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Landsbjargar, og Bóasar, þar sem þeir skipuleggja brot á gjaldeyrishöftum.

Mugison leysir Swans af hólmi

Hljómsveitin Swans hefur afboðað þátttöku sína á Iceland Airwaves vegna ofsaveðursins sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna í gær og fyrradag með miklum flóðum. Hljómsveitin átti að spila annað kvöld. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að Mugison muni spila á fimmtudaginn í Hörpu í stað Swans.

Átta farþegar björguðust úr rútu

Rúta fór út af veginum og lent að hluta til ofan í á í Langadal. Vatn var farið að flæða inn í rútuna en þeir átta farþegar sem voru í bílnum komust fljótlega á land. Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi var kölluð út ásamt lögreglu og þremur sjúkrabílum. Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður en ekki er vitað um fleiri á þessari stundu. Aðstæður á staðnum eru erfiðar, krapi og mjög hvass vindur.

Segir myndband tilbúning og hótar málaferlum út af hlekk

"Umrætt myndband er tilbúningur einn af ónefndum aðila sem gert er í þeim tilgangi að skaða æru og trúverðugleika undirritaðs og eftir atvikum þeim samtökum sem undirritaður hefur starfað hjá sem framkvæmdastjóri.

Vilja sinna loftrýmisgæslu við Ísland

Svíþjóð og Finnland staðfestu í dag á fundi norrænu utanríkisráðherranna í Helsinki í Finnlandi, vilja sinn til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland á árinu 2014. Tillagan var sett fram í Stoltenbergskýrslunni frá árinu 2009 en hún fjallar um hvernig Norðurlöndin geti aukið samvinnu og samlegð í utanríkis- og öryggismálum.

Auður Rán ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar Reykjavíkur

Auður Rán Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Hún hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá Höfuðborgarstofu þar sem hún stýrði viðburðum á borð við Menningarnótt og Vetrarhátíð.

Hæstiréttur vísar frá kröfu Samherja

Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu útgerðarfyrirtækisins Samherja um að rannsóknaraðgerð Seðlabankans í gjaldeyrissvikamáli yrði dæmd ólögmæt.

Segir Bóas hafa verið kærðan fyrir stórfelld fjársvik

Sigurður K. Kolbeinsson, eða Siggi eins og hann er kallaður í umdeildu myndbandi á Youtube, segir í yfirlýsingu sem hann sendi á fréttastofu að Bóas Ragnar Bóasson athafnamaður, sé ábyrgur fyrir myndbandinu þar sem fram koma alvarlega ásakanir á hendur framkvæmdastjóra Landsbjargar.

Grafalvarlegt mál ef flugið leggst af

Grafalvarlegt mál ef af verður og algjörlega nauðsynlegt að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt gerist, segir Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi á Hornafirði. Hörður Magnússon, forstjóri flugfélagsins Ernis, sagði frá því á Vísi í morgun að flug félagsins til Hornafjarðar og annarra minni staða myndi sennilegast leggjast af.

Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn

"Við erum bara að lýsa upp í öll horn,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins var birt á netinu.

Eldur í bíl nærri Kaplakrika

Eldur kviknaði í bíl á hringtorginu við Kaplakrika í Hafnarfirði í morgun. Slökkvilið Hafnarfjarðar kom á vettvang og slökkti fljótlega í bílnum. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er augljóslega nokkuð skemmdur.

Ekki skjóta trén á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd og Skógræktarfélag Skagastrandar skora á rjúpnaveiðimenn að stunda veiðarnar utan skógræktarsvæðisins í Spákonufellsborg.

Fljótsdalshérað styrkir þætti

Fljótsdalshérað styrkir sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri til að halda úti sjónvarpsþætti Gísla Sigurgeirssonar um mannlíf, listir og menningu á Austurlandi.

Bara spurning hvenær illa fer

Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir það vera sér mikið áhyggjuefni hversu illa liðið sé mannað um helgar á sumrin.

Afgangur af rekstri Reykjavíkur 2013

Gert er ráð fyrir að samstæða Reykjavíkurborgar skili 7,6 milljarða króna afgangi á næsta ári. Þar af stendur til að A-hluti hennar, hinn eiginlegi rekstur borgarinnar, skili 329 milljóna króna afgangi. Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar kynnti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og svokallaða fimm ára áætlun fyrir árin 2013 til 2017.

Verð á matvöru nánast óbreytt

Við samanburð verðkönnunar ASÍ í matvöruverslunum föstudaginn 26. október og laugardaginn 27. október kemur í ljós að verð á þeirri matvöru sem verðlagseftirlitið skoðaði var nánast óbreytt. Hagkaup var eina matvöruverslunin þar sem engar verðbreytingar voru á milli fyrrgreindra daga, að því er segir í fréttatilkynningu frá ASÍ.

Frændur sjá um loftvarnir

Ríki utan NATO sinna loftrýmisgæslu í fyrsta sinn. Eining innan ríkisstjórnar segir forsætisráðherra. Tímaskekkja, segir formaður utanríkismálanefndar.

Áfengisauglýsingar færast á Facebook

„Þessar auglýsingar eru að færast rosalega mikið inn á Facebook og alla þessa miðla,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Eldur laus í bökunarofni Myllunnar

Eldur kviknaði í bökunarofni brauðgerðarinnar Myllunnar í Skeifunni í gærkvöldi og var fjölmennt slökkvilið sent á vettvang.

Óveðrið var mildara en vænst var

Minna snjóaði í gærkvöldi og í nótt um norðanvert landið og á Vestfjörðum, en búist var við og er ekki vitað til að færð hafi spillst, en víðast hvar er hálka á þessum svæðum.

Slapp ómeiddur úr bílveltu í Kömbunum

Ungur maður slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum í Kömbum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór tvær veltur utan vegar. Hann komst sjálfur út úr bílflakinu, en bíllinn er ónýtur.

Sænskar og finnskar herþotur munu sinna gæslu yfir Íslandi

Í burðarliðnum er norrænt samstarf á sviði loftrýmiseftirlits og Svíar og Finnar munu frá og með apríl 2014 taka þáttt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í morgun en er háð samþykki þjóðþinga þessara ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Nauðgunarlyf eru algengari en við höldum

Ung kona sem var byrlað nauðgunarlyf, tók til sinna ráða þegar aftur var reynt að byrla henni ólyfjan. Hún hvetur til vitundarvakninar um þessi mál.

Sjá næstu 50 fréttir