Innlent

Mugison leysir Swans af hólmi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mugison mun spila í stað Swans.
Mugison mun spila í stað Swans.
Hljómsveitin Swans hefur afboðað þátttöku sína á Iceland Airwaves vegna ofsaveðursins sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna í gær og fyrradag með miklum flóðum. Hljómsveitin átti að spila annað kvöld. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að Mugison muni spila á fimmtudaginn í Hörpu í stað Swans.

Iceland Airwaves hátíðin hefst með formlegum hætti í dag. Hátíðin hefur verð haldin frá árinu 1999 og hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í menningarlífi borgarinnar og raunar tónlistaráhugamanna um allan heim en fjöldi fólks leggur leið sína til landsins til þess að hlusta á fjölbreytta tónlist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×