Fleiri fréttir Skakkir á Suðurnesjum Þrír ökumenn, sem allir voru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna, voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni. Við leit í bifreið eins þeirra fundust leifar af umbúðum utan af fíkniefnum. Í bifreið annars ökumanns var yfirþyrmandi kannabislykt, þegar lögregla stöðvaði för hans. Sá ökumaður reyndist vera með fíkniefni í buxnavasa sínum, þegar hann var handtekinn. Allir ökumennirnir þrír viðurkenndu neyslu fíkniefna. 1.11.2012 15:38 Bann við lausafjárgöngu myndi kippa stoðunum undan búskap Umhverfisráðherra vill banna lausagöngu búfjár hér á landi. Formaður landssamtaka sauðfjárbænda segir slík bannið geta kippt stoðunum undan sauðfjárbúskap víða. 1.11.2012 15:37 Ódýrast í Bónus Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfðuborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag. 1.11.2012 15:33 Svolítið skotinn í Sonum duftsins Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnarldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Hún segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið,“ segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft,“ segir Arnaldur í samtali við Vísi. 1.11.2012 14:37 Áætlað að ný brú yfir Elliðarárósa kosti 230 milljónir „Við lítum á þetta sem framfaramál fyrir hjólreiðarfólk, og þetta er líka táknrænt fyrir aukna áherslu á þennan ferðamáta," segir Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs Reykjavíkurborgar. 1.11.2012 14:28 Sviptur sjálfræði með ólöglegum hætti Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni miskabætur fyrir að hafa svipt hann sjálfræði. 1.11.2012 14:09 Stingur upp á ríkisflugfélagi Jón Bjarnason þingmaður VG viðrar þá hugmynd að ríkið stofni flugfélag til þess að sinna flugsamgöngum til landsbyggðarinnar. 1.11.2012 12:14 Rannveig styður Árna Pál - harðnandi barátta Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir yfir stuðningi við Árna Pál Árnason, bæði í 1. sætið í prófkjöri flokksins sem fram fer þar næstu helgi, og einnig í formansembættið sem Árni Páll hefur tilkynnt að hann sækist eftir. 1.11.2012 11:40 Al Thani málið: Sakar saksóknara um ólögmætar aðgerðir Málflutningur um frávísunarkröfu í al-Thani málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýst um ákæru á hendur hendur öllum helstu stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni, auk Ólafi Ólafssyni einum stærsta eiganda hins fallna banka. Mennirnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik með því að hafa selt al-Thani bréf í bankanum án þess að nokkur greiðsla kæmi á móti. Þannig hafi verið látið líta út fyrir að verð hlutabréfa í bankanum væri hærra en það raunverulega var. 1.11.2012 11:05 Kínverskur ferðamaður eyðir 10 þúsund krónum meira "Við erum svona tveimur til þremur árum á eftir öðrum Norðurlöndum.“ 1.11.2012 10:14 Mörður vill ræða um skipulagsmál vegna náttúrváar Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir að haldinn verði sem fyrst fundur í umhverfis- og samgöngunefnd alþingis um ráðstafanir í skipulagsmálum vegna náttúruvár. 1.11.2012 10:13 Ofsaveður á morgun þegar verst lætur Búist er við því að mestu vindhviður geti farið upp í allt að 55 m/s við fjöll, einkum á sunnanverðu landinu frá Snæfellsnesi til Austfjarða næstu tvo sólarhringa. Veðurstofan varar við vonskuveðri og búast má við að vindhraðinn verði á bilinu 20-28 m/s. Gert er ráð fyrir talsverðri ofankomu á Norðurlandi og Austurlandi. 1.11.2012 10:01 Thelma stjórnar stjórnsýslusviði Thelma Cl. Þórðardóttir lögfræðingur hefur tekið við stjórnsýslusviði embættis ríkislögreglustjóra í stað Guðmundar Guðjónssonar, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Thelma, sem er framhaldsmenntuð í lögfræði, hefur starfað hjá embættinu frá árinu 2004, þar af sem yfirlögfræðingur frá árinum 2007. Á námsárunum stundaði hún sumarafleysingar í lögreglunni.- 1.11.2012 09:43 Kynna niðurstöður um rannsókn á kynferðisbrotum Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, sem var skipuð til að rannsaka starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna framkominna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot, ætlar að kynna skýrslu sína á morgun. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar komust í hámæli í fyrrasumar þegar fjölmiðlar fjölluðu um ásakanir á hendur Margréti heitinni Müller, kennara við Landakotsskóla, og fleirum sem sögð eru hafa átt sér stað á síðustu öld. 1.11.2012 09:07 Báðu móður fíkils að leyna samkomulagi Smálánafyrirtækið Kredia lokaði lánareikningi 21 árs manns að tilstuðlan móður hans. Þjónustufulltrúi Kredia bað þó móður mannsins, Dagbjörtu Steindórsdóttur, að láta hann ekki vita af fyrirkomulaginu. 1.11.2012 08:00 Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu Ættleiðingar einhleypra hafa hafist á nýjan leik eftir fimm ára hlé. Tvær einhleypar konur hafa fengið börn til sín frá Tékklandi og Tógó og sú þriðja fær barn innan skamms. "Rosalega ánægjulegt ferli,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir. 1.11.2012 08:00 Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. 1.11.2012 08:00 Mæta mikilli þörf á vistrými Sinnum heimaþjónusta kynnir í dag Heimilið, nýtt búsetuúrræði fyrir bæði eldri borgara og yngra fólk sem þarf á umönnun að halda. 1.11.2012 08:00 Spá illviðri fram á laugardag Norðanillviðri verður á landinu fram á laugardagskvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 1.11.2012 08:00 Bæjarfulltrúa hótað af lækni Oddi Helga Helgasyni, bæjarfulltrúa L-listans á Akureyri, hafa borist hótanir frá lækni í bænum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dalsbraut. 1.11.2012 08:00 Toppeinkunn frá ferðafólki Notendur heimasíðunnar Tripadvisor.com gefa Þingvöllum hæstu einkunn sem áfangastað eða fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. 1.11.2012 08:00 Sameiginlegt sendiráð í Reykjavík Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn hafa ákveðið að flytja sendiráð sín á Íslandi í sameiginlega sendiráðsbyggingu með sama hætti og Norðurlöndin hafa gert í Berlín. Þetta kom fram á blaðamannafundi utanríkisráðherra Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í gær. 1.11.2012 08:00 Sjálfræði nemenda minnkar „Nokkuð er um að nemendur á nýju skólastigi byrji að vinna aftur að einhverju sem þeir voru að læra á skólastiginu á undan,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir menntunarstjóri sem hefur unnið að rannsókn á skilum skólastiga. 1.11.2012 08:00 Alþjóðadagur gegn einelti Dagur gegn einelti verður haldinn á ný 8. nóvember. 1.11.2012 08:00 Fá skip að veiðum Spáð er stormi á öllum miðum og djúpmiðum umhverfis landið nema á Suðvesturdjúpi. Aðeins 50 fiskiskip eru á sjó við landið, sem er með því minnsta sem þekkist, og eru flest þeirra í vari, eða þau halda sjó og eru þar með ekki að veiðum. Með þessu áframhaldi í nokkra daga fer að skorta fisk á markaðina.- 1.11.2012 07:50 Kaupunum á Actavis lokið Samheitalyfjafyrirtækið Watson hefur tilkynnt að kaupunum á Actavis sé lokið. Ekki verða marktækar breytingar á starfseminni á Íslandi. Hið nýja félag verður þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins með tekjur upp á um 6 milljarða dollara eða rúmlega 760 milljarða króna. 1.11.2012 07:32 Ekkert tjón í óveðrinu Þrátt fyrir afleitt veður, bæði snjókomu og hvassviðri um norðanvert landið í gærkvöldi og fram á nótt, er ekki vitað um neitt óhapp eða slys í umferðinni um þjóðvegi landsins, enda var umferð í algjöru lágmarki, samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar. 1.11.2012 07:28 Fannst laust fyrir miðnætti Maðurinn, sem leit hófst að í Skagafirði í gærkvöldi, fannst heill á húfi laust fyrir miðnætti innst í Vesturdal, sem er syðst í Skagafirði. Hann hafði farið í fjárleit ásamt örðum manni í gærmorgun, en þegar hann skilaði sér ekki síðdegis hóf félagi hanns eftirgrennslan, en varð ekki ágengt vegna hvassviðris og skafrennings. Kallaði hann því á björgunarsveit úr Skagafirði, sem hóf þegar leit og höfðu sveitir víðar á landinu verið settar í viðbragðsstöðu, þegar maðurinn fannst.- 1.11.2012 06:56 Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmálin frestast Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði í október í fyrra til að fara yfir svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur tilkynnt innanríkisráðherra að hópurinn muni ekki ná að skila áfangaskýrslu fyrir tilskilinn tíma sem var í dag og hefur óskað eftir frekari fresti. 1.11.2012 06:09 Sykur á plötusamning ytra "Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf,“ segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við bresku útgáfuna Wall of Sound. Útgáfan sérhæfir sig í elektrónískri danstónlist og hefur meðal annarra norsku rafsveitina Röyksopp og Grace Jones innan sinna vébanda. 1.11.2012 08:00 Sjá næstu 50 fréttir
Skakkir á Suðurnesjum Þrír ökumenn, sem allir voru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna, voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni. Við leit í bifreið eins þeirra fundust leifar af umbúðum utan af fíkniefnum. Í bifreið annars ökumanns var yfirþyrmandi kannabislykt, þegar lögregla stöðvaði för hans. Sá ökumaður reyndist vera með fíkniefni í buxnavasa sínum, þegar hann var handtekinn. Allir ökumennirnir þrír viðurkenndu neyslu fíkniefna. 1.11.2012 15:38
Bann við lausafjárgöngu myndi kippa stoðunum undan búskap Umhverfisráðherra vill banna lausagöngu búfjár hér á landi. Formaður landssamtaka sauðfjárbænda segir slík bannið geta kippt stoðunum undan sauðfjárbúskap víða. 1.11.2012 15:37
Ódýrast í Bónus Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfðuborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag. 1.11.2012 15:33
Svolítið skotinn í Sonum duftsins Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnarldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Hún segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið,“ segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft,“ segir Arnaldur í samtali við Vísi. 1.11.2012 14:37
Áætlað að ný brú yfir Elliðarárósa kosti 230 milljónir „Við lítum á þetta sem framfaramál fyrir hjólreiðarfólk, og þetta er líka táknrænt fyrir aukna áherslu á þennan ferðamáta," segir Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs Reykjavíkurborgar. 1.11.2012 14:28
Sviptur sjálfræði með ólöglegum hætti Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni miskabætur fyrir að hafa svipt hann sjálfræði. 1.11.2012 14:09
Stingur upp á ríkisflugfélagi Jón Bjarnason þingmaður VG viðrar þá hugmynd að ríkið stofni flugfélag til þess að sinna flugsamgöngum til landsbyggðarinnar. 1.11.2012 12:14
Rannveig styður Árna Pál - harðnandi barátta Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir yfir stuðningi við Árna Pál Árnason, bæði í 1. sætið í prófkjöri flokksins sem fram fer þar næstu helgi, og einnig í formansembættið sem Árni Páll hefur tilkynnt að hann sækist eftir. 1.11.2012 11:40
Al Thani málið: Sakar saksóknara um ólögmætar aðgerðir Málflutningur um frávísunarkröfu í al-Thani málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið snýst um ákæru á hendur hendur öllum helstu stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni, auk Ólafi Ólafssyni einum stærsta eiganda hins fallna banka. Mennirnir eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik með því að hafa selt al-Thani bréf í bankanum án þess að nokkur greiðsla kæmi á móti. Þannig hafi verið látið líta út fyrir að verð hlutabréfa í bankanum væri hærra en það raunverulega var. 1.11.2012 11:05
Kínverskur ferðamaður eyðir 10 þúsund krónum meira "Við erum svona tveimur til þremur árum á eftir öðrum Norðurlöndum.“ 1.11.2012 10:14
Mörður vill ræða um skipulagsmál vegna náttúrváar Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir að haldinn verði sem fyrst fundur í umhverfis- og samgöngunefnd alþingis um ráðstafanir í skipulagsmálum vegna náttúruvár. 1.11.2012 10:13
Ofsaveður á morgun þegar verst lætur Búist er við því að mestu vindhviður geti farið upp í allt að 55 m/s við fjöll, einkum á sunnanverðu landinu frá Snæfellsnesi til Austfjarða næstu tvo sólarhringa. Veðurstofan varar við vonskuveðri og búast má við að vindhraðinn verði á bilinu 20-28 m/s. Gert er ráð fyrir talsverðri ofankomu á Norðurlandi og Austurlandi. 1.11.2012 10:01
Thelma stjórnar stjórnsýslusviði Thelma Cl. Þórðardóttir lögfræðingur hefur tekið við stjórnsýslusviði embættis ríkislögreglustjóra í stað Guðmundar Guðjónssonar, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Thelma, sem er framhaldsmenntuð í lögfræði, hefur starfað hjá embættinu frá árinu 2004, þar af sem yfirlögfræðingur frá árinum 2007. Á námsárunum stundaði hún sumarafleysingar í lögreglunni.- 1.11.2012 09:43
Kynna niðurstöður um rannsókn á kynferðisbrotum Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, sem var skipuð til að rannsaka starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna framkominna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot, ætlar að kynna skýrslu sína á morgun. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar komust í hámæli í fyrrasumar þegar fjölmiðlar fjölluðu um ásakanir á hendur Margréti heitinni Müller, kennara við Landakotsskóla, og fleirum sem sögð eru hafa átt sér stað á síðustu öld. 1.11.2012 09:07
Báðu móður fíkils að leyna samkomulagi Smálánafyrirtækið Kredia lokaði lánareikningi 21 árs manns að tilstuðlan móður hans. Þjónustufulltrúi Kredia bað þó móður mannsins, Dagbjörtu Steindórsdóttur, að láta hann ekki vita af fyrirkomulaginu. 1.11.2012 08:00
Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu Ættleiðingar einhleypra hafa hafist á nýjan leik eftir fimm ára hlé. Tvær einhleypar konur hafa fengið börn til sín frá Tékklandi og Tógó og sú þriðja fær barn innan skamms. "Rosalega ánægjulegt ferli,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir. 1.11.2012 08:00
Lagt til að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040 „Þessar tillögur eru mjög framsýnar og í raun átti ég ekki von á því að nefndin gengi svona langt," segir Siv Friðleifsdóttir þingmaður og formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Þing ráðsins stendur nú yfir í Helsinki og í dag verður fjallað um víðtækar tillögur nefndarinnar í lýðheilsustefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Norðurlöndin verði tóbakslaus árið 2040, áfengisauglýsingar sem beinast sérstaklega að ungu fólki verði bannaðar og settir verði áfengislásar í bíla sem komi í veg fyrir það að bílstjórar undir áhrifum áfengis geti ekið af stað. 1.11.2012 08:00
Mæta mikilli þörf á vistrými Sinnum heimaþjónusta kynnir í dag Heimilið, nýtt búsetuúrræði fyrir bæði eldri borgara og yngra fólk sem þarf á umönnun að halda. 1.11.2012 08:00
Spá illviðri fram á laugardag Norðanillviðri verður á landinu fram á laugardagskvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 1.11.2012 08:00
Bæjarfulltrúa hótað af lækni Oddi Helga Helgasyni, bæjarfulltrúa L-listans á Akureyri, hafa borist hótanir frá lækni í bænum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dalsbraut. 1.11.2012 08:00
Toppeinkunn frá ferðafólki Notendur heimasíðunnar Tripadvisor.com gefa Þingvöllum hæstu einkunn sem áfangastað eða fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. 1.11.2012 08:00
Sameiginlegt sendiráð í Reykjavík Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn hafa ákveðið að flytja sendiráð sín á Íslandi í sameiginlega sendiráðsbyggingu með sama hætti og Norðurlöndin hafa gert í Berlín. Þetta kom fram á blaðamannafundi utanríkisráðherra Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í gær. 1.11.2012 08:00
Sjálfræði nemenda minnkar „Nokkuð er um að nemendur á nýju skólastigi byrji að vinna aftur að einhverju sem þeir voru að læra á skólastiginu á undan,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir menntunarstjóri sem hefur unnið að rannsókn á skilum skólastiga. 1.11.2012 08:00
Fá skip að veiðum Spáð er stormi á öllum miðum og djúpmiðum umhverfis landið nema á Suðvesturdjúpi. Aðeins 50 fiskiskip eru á sjó við landið, sem er með því minnsta sem þekkist, og eru flest þeirra í vari, eða þau halda sjó og eru þar með ekki að veiðum. Með þessu áframhaldi í nokkra daga fer að skorta fisk á markaðina.- 1.11.2012 07:50
Kaupunum á Actavis lokið Samheitalyfjafyrirtækið Watson hefur tilkynnt að kaupunum á Actavis sé lokið. Ekki verða marktækar breytingar á starfseminni á Íslandi. Hið nýja félag verður þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins með tekjur upp á um 6 milljarða dollara eða rúmlega 760 milljarða króna. 1.11.2012 07:32
Ekkert tjón í óveðrinu Þrátt fyrir afleitt veður, bæði snjókomu og hvassviðri um norðanvert landið í gærkvöldi og fram á nótt, er ekki vitað um neitt óhapp eða slys í umferðinni um þjóðvegi landsins, enda var umferð í algjöru lágmarki, samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar. 1.11.2012 07:28
Fannst laust fyrir miðnætti Maðurinn, sem leit hófst að í Skagafirði í gærkvöldi, fannst heill á húfi laust fyrir miðnætti innst í Vesturdal, sem er syðst í Skagafirði. Hann hafði farið í fjárleit ásamt örðum manni í gærmorgun, en þegar hann skilaði sér ekki síðdegis hóf félagi hanns eftirgrennslan, en varð ekki ágengt vegna hvassviðris og skafrennings. Kallaði hann því á björgunarsveit úr Skagafirði, sem hóf þegar leit og höfðu sveitir víðar á landinu verið settar í viðbragðsstöðu, þegar maðurinn fannst.- 1.11.2012 06:56
Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmálin frestast Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði í október í fyrra til að fara yfir svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur tilkynnt innanríkisráðherra að hópurinn muni ekki ná að skila áfangaskýrslu fyrir tilskilinn tíma sem var í dag og hefur óskað eftir frekari fresti. 1.11.2012 06:09
Sykur á plötusamning ytra "Það stefna allir á heimsfrægð, alltaf,“ segir Halldór Eldjárn, einn meðlima hljómsveitarinnar Sykurs sem nýverið landaði plötusamningi við bresku útgáfuna Wall of Sound. Útgáfan sérhæfir sig í elektrónískri danstónlist og hefur meðal annarra norsku rafsveitina Röyksopp og Grace Jones innan sinna vébanda. 1.11.2012 08:00