Innlent

Kynna niðurstöður um rannsókn á kynferðisbrotum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjördís Hákonardóttir er formaður rannsóknarnefndarinnar.
Hjördís Hákonardóttir er formaður rannsóknarnefndarinnar.

Rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, sem var skipuð til að rannsaka starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna framkominna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot, ætlar að kynna skýrslu sína á morgun. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar komust í hámæli í fyrrasumar þegar fjölmiðlar fjölluðu um ásakanir á hendur Margréti heitinni Müller, kennara við Landakotsskóla, og fleirum sem sögð eru hafa átt sér stað á síðustu öld. Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er formaður rannsóknarnefndarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.