Innlent

Fá aðstoðarbeiðni á mínútu fresti

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu fá nýja aðstoðarbeiðni á 1 til 2 mínútna fresti. Landsbjörg biðlar til fólks sem er í vandræðum, sem hægt er að redda með því að fá fjölskyldumeðlim, smið eða einhvern annan í verkið, um að gera það vinsamlegast. Þá geta björgunarsveitir einbeitt sér að stærri verkum sem skapa meiri hættu. Þeir sem þurfa á aðstoð að halda hafi samband við 112 - Neyðarlínu.

Fólk er hvatt til að halda sig innandyra þar sem vindhviður á höfuðborgarsvæðinu ná allt upp í 35 metra á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×