Innlent

Biskup bregst við skýrslu rannsóknarnefndarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannsóknarnefndin kynnti niðurstöður sínar í morgun.
Rannsóknarnefndin kynnti niðurstöður sínar í morgun. Mynd/ GVA.
Í nafni Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sem og persónulega leitar hugur minn til allra þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið og einnig til fjölskyldna þeirra, segir Pétur Burcher biskup kirkjunnar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Rannsóknarnefnd um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar skilaði af sér skýrslu í dag. Pétur bendir á að veita verði kirkjunni, og ef til vill réttarkerfinu, nauðsynlegan tíma og ráð til að komast að niðurstöðu. Enginn hafi rétt til að kveða fyrirfram upp dóm um sekt eða sýknu manna.

„Hin hörmulega misnotkun á börnum frá hendi kristinna manna, einkum manna úr klerkastétt, veldur mikilli skömm og óskaplegri hneykslun. Forsvarsmönnum ber brýn nauðsyn og skylda til þess að biðjast afsökunar. Það geri ég hér með í fullkominni auðmýkt andspænis þeim persónum sem í raun eiga hér hlut að máli. Það sagði ég einnig opinberlega í fyrra

Pétur segir að kaþólska kirkjan á Íslandi muni grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun í framtíðinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×