Fleiri fréttir

Flesta ferðamenn langar aftur til Íslands

Erlendir vetrargestir hér á landi eru langflestir ánægðir með heimsókn sína og gætu almennt hugsað sér að heimsækja landið aftur. Flestir þeirra telja Bláa Lónið það eftirminnilegasta við landið og segja að styrkur ferðaþjónustunnar liggi í náttúru og landslagi.

Sigurhjörtur til Mannvits

Sigurhjörtur Sigfússon hefur verið ráðinn fjármálastjóri Mannvits og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Sigurhjörtur er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sínu sviði. Áður en Sigurhjörtur réðst til Mannvits var hann forstöðumaður áætlana og greininga hjá Skiptum frá árinu 2008.

Treystir að Al Thani-málið fari sömu leið

Breska efnahagsbrotalögreglan, Serious Fraud Office (SFO), hefur hætt rannsókn á málefnum Kaupþings. Þar með er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ekki lengur í sigti hennar. Áður hafði rannsókn á þætti nokkurra annarra fyrrverandi starfsmanna Kaupþings og bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz verið látin niður falla.

Þrjár álftir í viðbót skotnar við Stokkseyri

Eins og fram hefur komið þá var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um sex dauðar álftir í fjörunni á Stokkseyri um helgina, sem höfðu verið skotnar. Nú hafa þrjár aðrar álftir fundist dauðar eftir skot, eða á bökkum Vola, sem er veiðisvæði rétt við Stokkseyri.

Eva Joly er á leið til landsins

Föstudaginn 19. október n.k. mun Eva Joly halda fyrirlestur í Silfurbergi í Hörpu í boði Samtaka fjárfesta og viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.

Varað við hálku víða á landinu

Vegagerðin varar við hálku víða á landinu þennan morguninn. Það eru hálkublettir á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.

Fordómarnir finnast líka í kerfinu

Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess.

Marorka fundaði með Cosco Group

Íslensk sendinefnd skipuð fulltrúum úr utanríkisþjónustunni og starfsmönnum Marorku fundaði í síðustu viku með stjórnendum kínverska skipafélagsins Cosco Group. Á fundinum var rætt samstarf milli Marorku og Cosco sem er eitt stærsta skipafélag heims.

Segja að veiðigjaldið leiði til byggðaröskunar

Landsbyggðarskattur í formi veiðigjalds, sem nú er lagt á sjávarútveginn, mun leiða til verulegrar byggðaröskunar vegna samþjöppunar á aflaheimildum og fækkun starfa í sjávarútvegi, segir meðal annars í stjórnmálaályktun kjördæmaþings Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.

Fimm mánaða fangelsis krafist

Dómstólar Farið hefur verið fram á fimm mánaða fangelsisrefsingu og þriggja ára ökuleyfissviptingu vegna fjölmargra afbrota þrítugs Kópavogsbúa síðastliðið ár eða svo. Þá er krafist 673 þúsund króna í málskostnað. Mál á hendur manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

60 íslenskir hönnuðir sameinast í 17-húsinu

Vörur 60 íslenskra hönnuða verða til sölu í ATMO, nýrri verslun í gamla Sautján-húsinu á Laugaveginum. Nokkrum hönnunarverslunum verður samtímis lokað. Rekstur í kjallara í samstarfi við Rauða krossinn. Gló með veitingar í húsinu.

Hálendisgæslan í Ísland í dag

Björgunarsveitarmenn um land allt hika ekki við að eyða sumarfríinu sínu í að sjá til þess að ferðamenn séu öruggir á ferð sinni um hálendið.

Vopn Asera gegn Íran: J-Lo

Hugmyndafræðilegt stríð Asera og Írana náði nýjum hæðum á dögunum þegar bandaríska dívan Jennifer Lopez steig svið í Aserbaídsjan.

"Þetta er sameining, ekki yfirtaka“

Um næstu helgi, 20. október, verður kosið um sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabær, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag en þar ræddi hann við þáttastjórnendur um kosninguna og framtíð bæjarfélaganna.

Undirbúningsnám í flugumferðarstjórn í óvissu

Flugakademía Keilis á Keflavíkurflugvelli verður fyrir mörg hundruð þúsund króna tekjutapi þegar lokað er fyrir æfinga- og kennsluflug vegna manneklu í flugturninum, segir skólastjórinn. Hann segir að fleiri flugumferðarstjóra vanti en Isavia hefur beðið Keili um að hætta að þjálfa nemendur í undirbúningsnámi í flugumferðarstjórn.

Netflix ekki á leiðinni til Íslands

"Stjórnendur Netflix hafa ekki áhuga á að koma hingað til lands. Engin áform eru um að opna fyrir þjónustuna á Íslandi að svo stöddu.“

"Nú fer ég heim“

Austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner, sem í gær rauf hljóðmúrinn fyrstur allra, segir að um tíma hafi hann lent í vandræðum í stökkinu. Hann velti fyrir sér hvort hann ætti að ýta á neyðarhnapp og þannig bjarga lífi sínu, eða þrauka aðeins lengur og bæta metið.

Kallar eftir skýrum skilaboðum frá stjórnvöldum

Kallað er eftir því að nýtt umhverfismat verði unnið fyrir virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn. Forstjóri Landsvirkjunar kallar eftir skýrari skilaboðum frá stjórnvöldum í málinu.

Verkfræðingar sjá fátt framundan á Íslandi

Noregur er orðinn helsta líftaug íslenska verkfræðigeirans, og nema verkefnin þar nú milljörðum króna á ári. Norðmenn vilja enn meiri sérfræðivinnu frá Íslandi á næstu árum. Verkfræðingar, arkitektar og verktakar voru meðal þeirra sem sóttu fund Íslandsstofu á Hilton hótelinu í Reykjavík í dag, - ekki um það sem er framundan á Íslandi, heldur um það sem er framundan í Noregi.

Lögbann ekki lagt á Landsbankann

Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og talsmanns neytenda um að lögbann yrði lagt á útsendingu Landsbankans á greiðsluseðlum vegna ólögmætra gengislána. Rétturinn staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms.

Hænsnabóndi óttast að hann sé á leið á götuna

Júlíus Már Baldursson, sem hefur rekið landnámshænsnabú á bænum Tjörn í Vatnsnesi við Hvammstanga, óttast að hann sé kominn á götuna. Hann og bróðir hans voru ábúendur á Hvammstanga um árabil áður en allt brann í mars 2010. Jörðin, var leigujörð og skráð á bróður hans, en þegar allt brann þá var þeim samningi rift og Júlíus Már óskaði eftir að fá jörðina skráða á sig. Aftur á móti fékk hann þau skilaboð að ráðuneytið yrði að auglýsa jörðina, þrátt fyrir að Júlíus hefði búið á henni um árabil og verið með lögheimili sitt skráð á henni.

Flytja 24 þúsund lítra af vatni til flóttamanna

Gámur með 24 þúsund lítra af vatni verður fluttur frá Íslandi í vikunni til flóttamannabúða í Panama í Mið-Ameríku. Vatnið verður flutt með sérstökum hætti sem gæti verið upphafið að nýrri hugmyndafræði í því hvernig flytja megi vatn inn á fjarlæg og erfið svæði.

Ríkisendurskoðandi taldi skýrsluna aðeins hafa sögulegt gildi

Sífelldar breytingar á mannhaldi, stór verkefni og breyttar áherslur eftir hrunið 2008 og að lokum vangaveltur um hvort of langur tími væri liðinn frá því að því kerfið var keypt er meðal þess sem olli drættinum á úttekt Ríkisendurskoðunar á Oracle-kerfinu svonefnda. Þetta kemur fram í minnisblaði Ríkisendurskoðanda sem rætt var í forsætisnefnd Alþingis í dag.

Skúrkurinn úr Inglourious Basterds leikur Gorbachev í Reykjavík

Christoph Waltz, sem fékk óskarsverðlunin fyrir að leika nasistaforingja í myndinni Inglourious Basterds mun leika Mikhail Gorbachev, fyrrverandi forseta Sovétríkjanna, í myndinni Reykjavík. Það er Mike Newell sem leikstýrir myndinni, en eins og áður hefur komið fram mun Michael Douglas leika sjálfan Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Eins og fram kemur á vefnum Variety fjallar myndin um leiðtogafundinn í Höfða, sem haldinn var árið 1986 og er oft sagður hafa markað upphafið af endalokum Kalda stríðsins.

Ríkisendurskoðandi hugsi yfir umfjölluninni um Oracle

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, er hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar, ekki síst yfir þætti núverandi formanns fjárlaganefndar, Björns Vals Gíslasonar, í málinu. Þetta kemur fram í svarbréfi hans sem rætt var á fundi forsætisnefndar Alþingis í hádeginu í dag.

Þúsundir barna hlaupa maraþon á morgun

Á morgun munu þúsundir barna víðs vegar um heiminn hlaupa maraþon og vekja þannig athygli á baráttunni gegn barnadauða í heiminum. Þetta er í fimmta sinn sem hlaupið er haldið en Ísland tekur nú þátt í fyrsta sinn þegar 140 börn úr fjórum skólum mæta til keppni í Laugardalshöll.

Náðu bestu myndunum af samgöngum

Tilkynnt hefur verið um sigurvegarana í ljósmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar í tilefni samgönguviku. Fjórar bestu myndirnar má skoða hér til hliðar.

Stelpan sem stal senunni á Möðrudal

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Það tekur meira en fimm mínútur að kynna sér málið

Það er ábyrgðarlaust að mati fræðimannsins Ágústar Þórs Árnasonar að fullyrða að það taki fólk í mesta lagi fimm mínútur að mynda sér skoðun á stjórnarskránni, kynna sér málið og ákveða hvernig rétt er að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstu helgi.

Feðgar ákærðir fyrir líkamsárás

Feðgar, sá eldri á sextugsaldri en sá yngri um þrítugt, hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað á veitingarstaðnum Rauða Riddaranum við Engihjalla í Kópavogi seint á síðasta ári. Samkvæmt ákæru réðust mennirnir tveir að manni sem þar var staddur og sparkaði annar mannanna í andlit hans með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina. Í kjölfarið veittust báðir mennirnir að hinum særða og veittu honum fleiri spörk í andlit og líkama með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli í andliti. Mennirnir eru krafðir um greiðslu alls sakarkostnaðs eða því sem nemur rúmum 860 þúsund krónum.

Dæmdur fyrir að stela kvíðastillandi lyfi

Rúmlega þrítugur karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. fyrir þjófnað og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var sömuleiðis sviptur ökuréttindum í 2 ár.

Selaát örvar kynhvötina

Selaát hefur kynörvandi áhrif. Þetta fullyrðir Sophus Magnússon selaveiðimaður frá Ísafirði sem veiðir og verkar sel allan ársins hring.

Sögðust hafa „fundið skilríki á víðavangi“

Fimm sextán ára stúlkur og ein sautján ára reyndust vera inni á skemmistað í Reykjanesbæ þegar lögreglan á Suðurnesjum var með hefðbundið eftirlit á skemmtistöðum um helgina, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Burðardýr með 2,7 kíló af fíkniefnum

Það sem af er þessu ári hafa níu burðardýr fíkniefna verið stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem öll áttu það sammerkt að vera með fíkniefni innvortis. Samanlagt var fólkið með nær 2.7 kíló af fíkniefnum þegar för þess var stöðvuð. Langstærstur hluti þessa magns var kókaín eða rúm 2.2 kíló.

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu teknar til umræðu að nýju

Nokkrir þingmenn lögðu fram tillögu til þingsályktunar um að fela innanríkisráðherra að vinna frumvarp sem veiti lögreglunni hérlendis heimildir til að beita forvirkum rannsóknarheimildum á föstudaginn var. Slíkar heimildir eru taldar nauðsynlegar í baráttu lögreglunnar við skipulagða glæpastarfsemi. Allsherjar- og menntamálanefnd sendir tillöguna til umsagnar í dag.

Meirihluti andvígur Evrópusambandsaðild

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu, eða 57,6 prósent, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin Heimssýn. Hlynntir aðild eru 27,3 prósent, hlutlausir eru 15 prósent. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku afstöðu þá eru 68 prósent andvígir en 32 prósent hlynntir, segir á vef samtakanna.

Lögreglan leitar að Rebekku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Rebekku Rut Baldvinsdóttur, 15 ára. Rebekka Rut er um 156 sentimetrar á hæð með sítt skollitað hár og grannvaxin. Rebekka var klædd í dökkbláa úlpu, hvítar náttbuxur með bleikum teinum og í svarta uppháa skó með hvítum botni.

Landsmönnum fjölgaði um 500

Landsmönnum fjölgaði um 500 á tímabilinu júlí fram í október, eða á þriðja ársfjórðungi. Í lok ársfjórðungsins bjuggu 320.660 á landinu. Um 160.870 karlar og 159.790 konur. Erlendir ríkisborgarar voru 20.820 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 204.630 manns.

Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu

Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna.

Síldveiðar hafnar í Breiðafirði

Þrjú stór fjölveiðiskip eru nú komin inn á Breiðafjörð til veiða á íslensku sumargotssíldinni, sem hefur haft þar vetursetu undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir