Innlent

Meirihluti andvígur Evrópusambandsaðild

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu, eða 57,6 prósent, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin Heimssýn. Hlynntir aðild eru 27,3 prósent, hlutlausir eru 15 prósent. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku afstöðu þá eru 68 prósent andvígir en 32 prósent hlynntir, segir á vef samtakanna.

Spurningin vegna könnunarinnar var send fólki á netinu. Úrtakið var 1450, fjöldi svarenda 848 eða 58,5 prósent. Spurningin var „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?"
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.