Fleiri fréttir

Ísland þarf að svara til saka fyrir dómi - Fréttaskýring

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð.

Skotárásin skipulögð af Outlaws

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fjórum mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás sem gerð var á bifreið í austurborginni 18. nóvember síðastliðinn. Þremur mannanna er gert að sitja áfram inni til 22. desember og hinum fjórða til 16. desember.

Sex skólar fá ný nöfn

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í dag nöfn á sex nýja sameinaða leikskóla og grunnskóla; Kelduskóla, Vættaskóla, Ártúnsskóla, Háaleitisskóla, Langholt og Miðborg. Nafnasamkeppni meðal foreldra, starfsfólks og barna fór fram í öllum skólunum sem fengið hafa nýtt nafn.

Vodafone ekki til rannsóknar

Fyrirtækið Vodafone er ekki til rannsóknar eftir að í ljós kom að grunaðir menn hefðu verið upplýstir um að það væri verið að hlera þá. Í fréttum Fréttablaðsins, Vísis og Bylgjunnar í dag kom fram að starfsmenn tveggja símafyrirtækja séu grunaðir um að hafa upplýst grunaða menn um að símtæki þeirra væru hleruð vegna rannsókna á vegum Embættis sérstaks saksóknara.

Hinir grunuðu földu sig á sveitabæ í Borgarfirði

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn hefur verið staðfestur í Hæstarétti. Mennirnir eru allir félagar í mótorhjólaklúbbnum Outlaws og í gæsluvarðhaldskröfunni kemur meðal annars fram að tveir þeirra hafi morguninn eftir árásina farið í felur á sveitabæ í Borgarfirði.

Ólafur Ragnar og DiCaprio saman í nefnd

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, féllst fyrir skömmu á að gegna formennsku í dómnefnd alþjóðlegu orkuverðlaunanna, Zayed Future Energy Prize, sem eru ein hin virtustu sinnar tegundar í veröldinni.

Nýjar brýr yfir Hornafjarðarfljót og Ölfusá

Ný brú yfir Hornafjarðarfljót ásamt vegagerð, ný brú yfir Ölfusá norðan Selfoss og breikkun vegar milli Selfoss og Hveragerðis og um Hellisheiði eru á meðal stórra verkefna sem lokið verður á gildistíma 12 ára samgönguáætlunar sem kynnt var í dag þegar tólf og fjögurra ára samgönguáætlanir voru lagðar fram. Á meðal annarra verkefna á gildistímanum sem kosta yfir einn milljarð króna eru vegarkafli á sunnanverðum Vestfjörðum og fjölmörg verkefni á Suðvesturlandi sem tengjast bættu umferðarflæði. Þá verður gert átak í lagningu bundins slitlags á tengivegi um land allt fyrir tæpa 6 milljarða króna á áætlunartímabilinu.

Það er víst metflótti frá Íslandi

Undanfarna hálfa öld hafa aldrei fleiri Íslendingar - né stærra hlutfall þjóðarinnar - flutt til útlanda, umfram aðflutta, heldur en eftir hrun. Þetta sýna útreikningar fréttastofu. Forsætisráðherra fullyrti í gær að það væri stórlega ofsagt að hér væri mikill brottflutningur fólks.

Hlerunarmenn kærðir fyrir tveimur árum síðan

Tveir starfsmenn annars vegar Vodafone, og hins vegar móðurfélags Símans, eru grunaðir um að hafa lekið því til sakborninga að símar þeirra væru hleraðir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hvorugu fyrirtækinu er kunnugt um kærurnar en segja að þau séu sjálf ekki til rannsóknar.

Talsmaður neytenda býður fram aðstoð við hópmálssókn

Talsmaður neytenda telur að fólk með lánsveð gæti fengið því hnekkt fyrir dómi að það uppfylli ekki skilyrði 110 prósenta leiðarinnar. Hann býður fram krafta sína við að aðstoða lögmenn og þennan hóp til að fara í hópmálsókn.

Forsetinn hittir DiCaprio í byrjun næsta árs

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun líklegast hitta stórleikarann Leonardo DiCaprio snemma á næsta ári, samkvæmt heimildum Vísis. Sá fundur verður haldinn í tengslum við störf þeirra beggja í dómnefnd alþjóðlegu orkuverðlaunanna, Zayed Future Energy Prize, sem eru ein hin virtustu sinnar tegundar í veröldinni.

Hleranir: Síminn kemur af fjöllum

Síminn kemur af fjöllum og kannast ekki við að háttsettur maður hjá móðurfélaginu hafi verið látinn fara vegna gruns um að hann hafi lekið því til grunaðs fjárglæframanns að sími hans væri hleraður.

Þingfundi frestað

Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan hálfellefu í morgun, hefur verið frestað. Ástæða frestunarinnar er ákvörðun ESA, Eftirlitsdómstóls EFTA, um að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólnum vegna Icesave deilunnar. Utanríkismálanefnd Alþingis var boðuð til fundar klukkan tíu til að ræða ákvörðun ESA og stendur sá fundur enn.

Brunabjallan í gang í Seðlabankanum þegar ákvörðun ESA varð ljós

Um það leyti sem ESA gerði ljósa ákvörðun sína um að stefna Íslandi vegna Icesave-deilunnar var blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem nýtt rit bankans sem ber heitið Fjármálastöðugleiki var kynnt. Þar fór Már Guðmundsson yfir stöðuna og sagði hana hafa styrkst frá því ritið kom síðast út í vor. Már sagði þó að ástandið væri enn viðkvæmt ekki síst í ljósi ástandsins á mörkuðum í Evrópu.

Svar stjórnarinnar vonbrigði

Stjórn Lögmannafélags Íslands segir í svari sínu við erindi Agnars Kristjáns Þorsteinssonar og Ísaks Jónssonar vegna ummæla hæstaréttarlögmannsins Sveins Andra Sveinssonar að stjórnin fari ekki með mál vegna meintra brota lögmanna á lögum eða siðareglum. Sjálfstæð úrskurðarnefnd félagsins fer með slík mál.

Ógnuðu manni með skærum á Laugavegi í nótt

Þrír menn ógnuðu gangandi vegfaranda á Laugavegi í Reykjavík í nótt, með skærum og kröfðust þess að hann afhenti þeim farsíma sinn. Hann gerði það og hurfu þeir á braut.

Herjólfur siglir til Landeyja í dag

Herjólfur mun sigla milli Eyja og Landeyjahafnar í dag þar sem dýptarmælingar sýna að það sé óhætt. Dýpið er þó ekki meira en það að sæta verður sjávarfalla.

Ýmis gjöld hækka í Kópavogi

Vistun í leikskóla, gjaldskrá sundlauga og dægradvöl í grunnskólum eru liðir sem munu hækka, samkvæmt fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar, sem samþykkt var í gærkvöldi af fulltrúum allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks.

Rússar lækka laxveiðileyfin

Verð á veiðileyfum í laxveiðiár á Kólaskaga í Rússlandi verður 5 til 30 prósentum lægra næsta sumar en var í sumar sem leið. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Fá ekki þyrlupall hjá skemmtiferðaskipum

„Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn.

Varðhaldsúrskurðum fjölgað um 60 prósent

Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins.

Vill klára að semja og þjóðin fái að kjósa

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær.

Ríkið sparar 17 milljarða í vaxtagjöld

Tæpir 17 milljarðar hafa sparast í vaxtagjöld á því að ná fjárlagahallanum niður. Hann nam hæst tæpum 216 milljörðum árið 2008 en er nú kominn niður í tæpa 50 milljarða króna. Þetta kemur fram í tölum frá fjármálaráðuneytinu sem Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði í á Alþingi í gær.

Tveir skartgripaþjófar dæmdir

Tveir ungir menn, 18 og 24 ára, hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld þjófnaðarbrot. Þeir stálu meðal annars miklu magni af skartgripum, sem sumir voru gamlir, og fjölmörgum fleiri dýrum munum.

Yfirfór bíla Stoltenbergs

Pólfarinn Gunnar Egilsson hefur verið önnum kafinn við undirbúning hátíðarhalda á suðurpólnum sem hefjast í dag í tilefni þess að öld er liðin frá því að norski landkönnuðurinn Roald Amundsen náði þangað fyrstur manna.

Fordæmi fyrir IPA-skattaundanþágum

Samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrir stuttu skulu allir IPA-styrkir sem Ísland fær úthlutað frá Evrópusambandinu (ESB) í yfirstandandi umsóknarferli vera undanþegnir sköttum og opinberum gjöldum. Þannig renni öll aðstoð sem Ísland hlýtur með þessum hætti beint til þeirra verkefna sem hún var ætluð.

3.000 sjómenn í slysavarnaskóla

Þrjú þúsund sjómenn hafa sótt Slysavarnaskóla sjómanna á árinu 2011. Aldrei hafa jafn margir sótt skólann og í ár.

Varað við mikilli hálku

Flughálka er víða á Suðausturströnd landsins og einnig sumstaðar á Austur- og Norðausturlandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar samþykkt í kvöld

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2012 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld en að henni standa allir flokkar í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt tilkynningu frá Kópavogi.

Fellaskóli á botninum

Fellaskóli kemur verst út á landsvísu þegar meðaleinkunnir nemanda á samræmdum prófum eru skoðaðar. Hlutfall barna af erlendum uppruna er óvenju hátt við skólann og fer upp í sjötíu prósent í einstaka árgöngum.

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á morgun

Nú liggja fyrir niðurstöður dýptarmælingar sem framkvæmd var fyrr í dag. Í framhaldi af því hefur verið tekin ákv. um að hefja siglingar til Landeyjahafnar á morgun miðvikudag.

Blöskrar meðferð á fólki með lánsveð

Liðlega sjötugur faðir hefur í tvígang fengið neitun frá Fjármálaeftirlitinu um að Arionbanki verði skikkaður til að aflétta veði sem sonur hans fékk lánað í íbúð foreldra sinn svo sonurinn fái að njóta 110 prósenta leiðarinnar. Faðirinn segir fólk með lánsveð beitt ranglæti, og vill fara með málið fyrir dómstóla.

Sjónarvottur að morðunum í Liege: "Það var blóð úti um allt“

Sjónarvottur að árásinni í Liege í Belgíu segir í samtali við fréttastofu að mikil ringulreið hafi ríkt á svæðinu. Hann segist hafa séð nokkra þeirra sem létust og marga særða en 75 særðust í hildarleiknum. Árásamaðurinn, 32 ára karlmaður, framdi sjálfsmorð eftir að hafa skotið úr riffli og skambyssu og varpað handsprengjum niður á mannfjöldann á Saint-lamberte torginu.

Aðstoðuðu bensínlausan nemanda á leið í próf

Karl á þrítugsaldri varð fyrir því óláni að bifreið hans varð bensínlaus í morgunumferðinni á Miklubraut í gær. „Til að bæta gráu ofan á svart var maðurinn á leið í próf og mátti því engan tíma missa,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. „Honum til happs voru tveir lögreglumenn staddir í nágrenninu og óku þeir manninum í snarhasti á næstu bensínstöð til að sækja nokkra lítra af bensíni.“

Hundur ók á bíl í Eyjum

Árekstur varð við verslunina Vöruval í Vestamannaeyjum í dag. Um aftanákeyrslu var að ræða þar sem bíl var ekið á annan kyrrstæðan. Hið undarlega í málinu er, að ökumaðurinn var ekki maður, heldur hundur.

Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku

Ungur karlmaður var á föstudaginn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku á Selfossi. Pilturinn var 17 ára gamall þegar brotið var framið en atburðurinn átti sér stað í júní síðastliðnum. Stúlkan greindi frá því fyrir rétti að pilturinn hafi dregið sig afsíðis og komið fram vilja sínum gagnvart henni. Hún hafi þráfaldlega beðið hann um að hætta en allt kom fyrir ekki.

Syngur lag í minningu föður sins

Söngkonan Eivør Pálsdóttir mun syngja nýtt jólalag á árlegum Jólasöngum Langholtskirkju sem fram fara um helgina. Lagið syngur hún í minningu föður síns sem lést á árinu. „Og raunar allra sem við söknum sérstaklega á jólunum sem eru ekki með okkur lengur," segir Jón Stefánsson kórstjóri sem var einmitt á leið á æfingu með graduelakór Langholtskirkju til að æfa nýjustu útsetninguna á laginu. „Svo kemur hún sjálf á morgun og þá erum við með æfingu með hljómsveit og öllu," segir Jón.

Katrín veitti verðlaun: Vilja lokka trúaða Bandaríkjamenn til Íslands

Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra afhenti í dag forsvarsmönnum "Heilsu og trúar" hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu en verkefnið felst í að bjóða heilsuferðir fyrir trúaða Bandaríkjamenn þar sem hver hluti verkefnisins er nátengdur heilbrigði og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menningu.

Lögreglan leitar vitna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Korpúlfsstaðavegi, við Barðastaði, klukkan 8.20 í gærmorgun, mánudaginn 12. desember.

Sjá næstu 50 fréttir