Innlent

Eldgos í Kötlu gæti haft áhrif á heimsvísu

Breska ríkisútvarpið segir nýtt eldgos í Kötlu geta haft áhrif á heimsvísu.
Breska ríkisútvarpið segir nýtt eldgos í Kötlu geta haft áhrif á heimsvísu. mynd/Vilhelm
Breska ríkisútvarpið segir nýtt eldgos í Kötlu geta haft áhrif á heimsvísu. Mögulegar afleiðingar eru hamfaraflóð í Evrópu þegar milljarðar lítra af vatni steypast í norður Atlantshafið.

BBC fjallar ítarlega um mögulegt Kötlugos í dag og er fréttin sú þriðja mest lesna á vef þeirra og hafa yfir þúsund manns deilt henni á facebook og twitter. Í fréttinni er því velt upp hvað gerist ef Katla fer að gjósa en þá sé von á einu stærsta eldgosi hér á landi í tæpa öld. Sagt er frá því að yfir fimm hundruð skjálftar hafi mælst við sigkatla Kötlu síðasta mánuðinn sem bendir til kvikuhreyfinga og gefur til kynna að eldgos sé yfirvofandi. Haft er eftir Ford Cochran sérfræðingi National Geographic um Ísland að Skaftáreldar árið 1783 hafi breytt veðurfari í heiminum, þar sem eitruð flúor­sam­bönd og brenni­steins­sýra ollu miklum skaða og helm­ingur bústofns lands­ins féll í kjöl­far goss­ins. Hann segist einungis hægt að vona að Kötlugos hafi ekki þær afleiðingar.

Í greininni er einnig rætt við Pál Einarsson jarðfræðing hjá Háskóla Íslands sem segir erfitt fyrir vísindamenn að gera sér grein fyrir við hverju eigi að búast. Páll segir afleiðingar Kötlugoss velta á mörgum þáttum til dæmis hvernig efnasamsetningu gosefnanna. Í greinninni segir einnig að þrátt fyirr að eldgos séu algeng um allan heim þá sé Ísland í sérstöðu vegna flekaskilanna sem liggja í gegnum landið og hægt sé að sjá jörðina klofna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×