Fleiri fréttir

Erlendir fjársvikarar hafa fé af Íslendingum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill vara fólk við tilraunum til fjársvika þar sem erlendir aðilar reyna með fjölbreyttum hætti að blekkja fólk hér á landi í því skyni að hafa af því fé.

Verðmæt nútímalistaverk eyðilögðust hjá Eimskip

Verðmæt íslensk nútímalistaverk eyðilögðust þegar ólag reið yfir flutningaskip Eimskipa milli Íslands og Bandaríkjanna í vor samkvæmt kvöldfréttum RÚV. Íslenska ríkið þurfti að greiða 75 milljónir króna í bætur fyrir verkin sem listfræðingar segja ómetanleg.

Huang Nubo aldrei kynnst slíkum samskiptaaðferðum

Huang Nubo segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda í máli sínu ófagleg. Hann hafi þó enn áhuga á að fjárfesta á Íslandi en ekki komi til greina að kaupa landið í gegnum fyrirtæki innan EES, það sé óvirðing við Íslendinga. Jónas Margeir Ingólfsson ræddi við Nubo í dag.

Fundu vopnasafn hjá andlega vanheilum manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag hald á nokkurt magn vopna; byssur, skotfæri og hnífa, við húsleitir í framhaldi af handtöku manns í Kópavogi um miðjan dag í gær.

Fangaverðir vilja Hólmsheiði - fangar mótmæla

Fangavarðafélag Íslands vill fangelsi á Hólmsheiði og styður heilshugar stefnu Fangelsismálastofnunnar um uppbygginu fangelsiskerfisins samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi á fjölmiðla.

Skíðalyftur opnaðar í dag

Skíðalyftur í Árbæ og Grafarvogi verða opnaðar í dag klukkan fjögur. Verið er að vinna við Breiðholtslyftu og stefnt að því að opna hana á mánudag. Lyfturnar í Árbæ og Grafarvogi verða svo opnar alla helgina frá klukkan ellefu til sjö. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur enn ekjki verið opnað.

Byrjað að troða snjó í Bláfjöllum

Verið er að opna skíðasvæði landsins eitt af öðru eftir rausnarlega snjókomu upp á síðkastið. Í Oddsskarði vantar peninga, en ekki snjó, og verður ekki opnað þar að sinni.

„Þetta er niðurskurður sem hugsanlega getur drepið“

Vestmanneyingar óttast að sjúkrahúsið í Eyjum verði lagt niður í núverandi mynd, verði sameiningartillögur velferðarráðuneytis að veruleika. Bæjarstjóri Vestmananeyja segir um að ræða niðurskurð sem getur drepið.

Margrét sú eina sem studdi flutning Sogns

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, styður flutning réttargeðdeildarinnar að Sogni á Kleppspítala. Hún er eini þingmaður Suðurlandskjördæmis sem mælti með flutningi deildarinnar í umræðum um málið á þingi í dag. Hún sagðist hafa kynnt sér málið eftir samtal við framkvæmdastjóra geðsviðs.

Fimm manns dvelja á réttargeðdeildinni

Fimm manns dveljast nú á réttargeðdeildinni að Sogni, allt karlmenn. Þeir eru á aldrinum 25-45 ára og er meðalaldurinn 31 ár. Þeir sjúklingar sem þar dveljast eru undir nánu eftirliti göngudeildar réttargeðdeildarinnar á Kleppi. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í sérstakri umræðu um málefni ósakhæfra brotamanna sem fram fór á Alþingi í morgun. Það var Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sem tók umræðuna upp. Hún spurði hvernig réttindi ósakhæfra fanga væru tryggð og hvernig öryggis almennings væri gætt. Hún sagði að málefni ósakhæfra brotamanna hefði verið í miklum ólestri allt þar til réttargeðdeildin Sogn var sett á fót árið 1991.

Réttarhaldið verður opið almenningi

Réttarhald í máli ungu konunnar, sem skildi barn sitt eftir í ruslageymslu á Hótel Frón í miðborg Reykjavíkur í sumar, verður opið almenningi. Dómari hafnaði í morgun kröfu verjanda hennar um að það yrði lokað.

Hörður skrifaði ekki grein

Fyrir mistök var Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar titlaður sem meðhöfundur að grein Vilhelms Jónssonar fjárfestis sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Lögreglan lýsir eftir vélsleða

Lögreglan lýsir eftir vélsleða sem var stolið í innbroti á Kjalarnesi í síðasta mánuði. Vélsleðinn, sem er gulur að lit og með númerið YN706, er af gerðinni SKI DOO MXZ 670. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar vélsleðinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Krókhálsi 5b í Reykjavík í síma 444-1180 eða senda tölvupóst á netfangið

Forsætisráðherra þarf ekki að vera tekjuhæstur

Forsætisráðherra þarf ekki að vera tekjuhæsti starfsmaður ríkisins, samkvæmt nýju frumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þá verður tímabundin launalækkun þeirra sem heyra undir kjararáð numin úr gildi samkvæmt frumvarpinu.

Miðborgin skreytt fyrir 10 milljónir króna

Eins og glöggir miðborgargestir hafa tekið eftir að undanförnu hafa helstu verslunargötur í Reykjavíkurborg verið fagurlega skreyttar. Ekki skrýtið, enda er Reykjavíkurborg um þessar mundir að endurnýja jólaskraut fyrir tíu milljónir króna. Í bréfi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs, sem birt var á fundi borgarráðs í gær, er óskað heimildar borgarráðs fyrir slíkri fjárfestingu.

Átján ára stúlka kærði nauðgun

Átján ára gömul stúlka hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar sem hún segir að hafi átt sér stað aðfararnótt föstudags fyrir viku. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að stúlkan hefði kært málið í gær. Að öðru leyti vildi hann ekki veita upplýsingar um málið.

Sjálfstæðisflokkurinn með 38 prósenta fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 38 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpólsi Gallups, sem RUV greinir frá, og hefur ekki mælst meira í tæp fjögur ár, eða frá því fyrir hrun.

Eldur í bílskúr

Eldur kviknaði í stökum bílskúr á baklóð í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Hann náði ekki að magnaðst áður en slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn. Engin bíll var í skúrnum og varð óverulegt tjón á hlutum sem þar voru. Eldsupptök eru ókunn.

Saksóknari boðar Bjarna í yfirheyrslu

Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Reiddist eftir flöskutalningu

Lögreglan handtók síðdegis í gær karlmann á fimmtugsaldri sem ógnað hafði lögreglumönnum og öðru fólki með hnífi.

Fleiri ökumenn teknir dópaðir en drukknir

Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu.

Bygging nýs fangelsis sé háð skilyrðum

„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar.

Stóra spurningin er hvort verðtrygging auki óstöðugleika

Það er óhætt að segja að verðtrygging lána hafi verið á milli tannanna á landsmönnum síðustu ár. Ekki síst í kjölfar gengisfalls íslensku krónunnar eftir bankahrunið haustið 2008 sem olli miklum hækkunum á höfuðstóli verðtryggðra lána. Hefur verið talað um „stökkbreytingu“ lána og forsendubrest í þessu samhengi.

Staða ríkissjóðs útilokar nýtt minjasafn

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts.

Jólamarkaður í Álafosskvos

Ásgarður handverkstæði verður með sinn árlega jólamarkað og kaffisölu í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 22 í Mosfellsbæ laugardaginn 3. desember. Markaðurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 17.

Vísar máli aftur til rannsóknar

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun sérstaks saksóknara um að hætta rannsókn á fimm lífeyrissjóðum sem voru í umsjá Landsbankans. Sérstökum saksóknara hefur verið gert að taka málið til áframhaldandi rannsóknar.

Tvö fá verðlaun Velferðarsjóðs

Hrefna Haraldsdóttar foreldraráðgjafi og Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, hlutu í gær barnamenningarverðlaun Velferðarsjóoðs barna. Verðlaunin, samtals tvær milljónir króna, fengu þau fyrir framúrskarandi framlag í þágu velferðar barna.

Hringvegurinn klárast ekki næsta áratuginn

Breikkun Suðurlandsvegar til Selfoss lýkur í fyrsta lagi eftir áratug, Austfirðingar þurfa að bíða í sjö ár eftir Norðfjarðargöngum og Vestfirðingar fá ekki Dýrafjarðargöng fyrr en árið 2020. Þetta er meðal þess sem ný samgönguáætlun boðar en hún er nú í meðförum stjórnarflokkanna.

Úthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í 83 sinn

Hjartagæska Íslendinga sýnir sig í margskonar myndum rétt fyrir jól og ekki síst við söfnun og úthlutun jólaglaðninga Mæðrastyrksnefndar eins og Hugrún Halldórsdóttir fékk að kynnast í dag.

Þúsundir fjármögnunarleigusamninga í uppnámi

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að fjármögnunarleigusamningur sem fyrirtækið gerði við Lýsingu hafi verið ólöglegur. Þúsundir sambærilegra samninga eru í uppnámi vegna dómsins en stjórnarformaður Lýsingar segir að fyrirtækið fari ekki í þrot verði þetta niðurstaða Hæstaréttar.

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynnt í dag. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands og var tilnefnt í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis og eru 5 bækur tilnefndar í hvorum flokki.

Ásgeir verður bæjarstjóri Voga

Sveitarfélagið Vogar hefur ráðið Ásgeir Eiríksson rekstrarhagfræðing og leiðsögumann sem næsta bæjarstjóra. Á fréttavef Víkurfrétta segir að tuttugu umsóknir hafi borist um starfið og þar segir ennfremur að forseta bæjarstjórnar hafi verið falið að ganga til samninga við Ásgeir.

Bjartari tímar framundan í HIV málum

Það eru bjartari tímar framundan þótt útlitið undanfarið hafi verið dökkt, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV samtakanna á Íslandi. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag og því verða samtökin með opið hús hjá sér milli klukkan fjögur og sjö í dag. Einar segir að það hafi orðið mikil aukning í HIV smiti undanfarin ár. Þá aukningu megi helst rekja til sprautusjúklinga. "Það er í mörgum tilfellum fólk sem á erfitt og býr við erfiðar félagslegar aðstæður,“ segir Einar.

Clarkson hneykslar - verkfallsmenn ætti að taka af lífi

Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á ummælum sem Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi bílaþáttarins Top Gear lét falla í beinni útsendingu í spjallþættinum The One Show á BBC. Þar var Clarkson spurður út í verkfall opinberra starfsmanna í Bretlandi sem boðað var til í gær og sagði hann réttast að taka starfsmennina af lífi fyrir framan fjölskyldur þeirra.

Vörukarfan hækkar alls staðar nema í Hagkaup og Nóatúni

Vörukarfa Alþýðusambands Íslands hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum um 1,6% til 5,6% frá því í júní, nema í Hagkaupum og Nóatúni. Vörukörfurnar í þessum verslunum lækkuðu um -1,2% og -2,4%. Mæling ASÍ var framkvæmd í síðasta mánuði og samkvæmt könnunnni var mesta hækkunin hjá Nettó 5,6%, 10-11, 5,2% og Samkaupum Úrval 4,6%. Í tilkynningu frá ASÍ segir að frá seinustu mælingu megi sjá töluverðar hækkanir í öllum vöruflokkum í verslunum landsins, en einstakar lækkanir eru þó sjáanlegar í öllum verslunum nema hjá 10-11.

Markús nýr forseti Hæstaréttar

Markús Sigurbjörnsson var í dag kjörinn forseti Hæstaréttar og mun hann gegna embættinu frá 1. janúar á næsta fram til lok ársins 2016. Þetta var niðurstaða á fundi dómara Hæstaréttar í dag en á sama fundi var Viðar Már Matthíasson kosinn varaforseti réttarins. Ingibjörg Benediktsdóttir lætur af embætti.

Þau sungu saman með Mugison

Þessi mynd var tekin í kringum 11:17 í dag þegar þjóðin sameinaðist í söng í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að allar útvarpsstöðvar landsins spiluðu sömu þrjú lögin frá klukkan 11:15. Myndin er tekin á Þorraseli, dagvist aldraðra, þar sem heimilisfólk tók undir fullum hálsi með Mugison í laginu Stingum af sem var eitt af lögunum þremur. Myndin er ein þeirra sem send var inn í samkeppni sem Úttón efndi til en verðlaun eru einkatónleikar með Mugison.

Vilja að Strætó gangi fram yfir miðnætti alla daga

Síðastliðinn mánuð voru settar inn rúmlega 300 hugmyndir á samráðsvettvanginn Betri Reykjavík. Hugmyndirnar miða að því að bæta þjónustu við borgarbúa og á meðal þeirra tillagna sem fengu mestan stuðning síðastliðinn mánuð var sú að Strætó verði látinn ganga fram yfir miðnætti alla daga. Sú hugmynd hefur nú verið send til umhverfis- og samgönguráðs til umfjöllunar.

Biskup hvetur þjóðkirkjufólk til að þrýsta á þingmenn

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hvetur þjóðkirkjufólk til þess að minna þingmenn á mikilvæg hagsmunamál þjóðkirkjusafnaða í tölvupósti sem hann sendi á póstlista Þjóðkirkjunnar í dag. Í póstinum bendir hann á að lokaumræða um fjárlögin verði á miðvikudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir