Fleiri fréttir Dorrit kveikir á Kringlutrénu Kveikt verður á jólatré Kringlunnar við hátíðlega athöfn í dag klukkan fimm. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff mun tendra ljósin og við sama tækifæri hefst formlega góðgerðarsöfnun á jólapökkum undir jólatréð. 1.12.2011 11:21 Framleiðendur Game of Thrones ljóstruðu upp leyndarmáli Það vakti athygli þegar framleiðendur Game of Thrones uppljóstruðu því í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær að persónur úr sögunni, sem ekki dóu í bók númer tvö, sem heitir A Clash of Kings, myndu deyja í þáttaröðinni sem tekin er upp hér á landi. 1.12.2011 11:13 Syngjum saman! Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni hefur verið ákveðið að leika þrjú íslensk lög samtímis á öllum útvarpsstöðvum landsins. Fyrsta lagið fer í loftið klukkan 11:15. 1.12.2011 11:00 Bergljót hryggbrotnaði við myndatökur Bergljót Arnalds datt illa af hestbaki síðustu helgi þar sem hún sat fyrir á myndatöku við að kynna nýja bók sína Íslensku húsdýrin og Trölli. Tveir hryggjaliðir féllu saman og samkvæmt læknum Bergljótar er mikið mildi að ekki fór verr. Samkvæmt frásögn útgefenda Bergljótar lá hún á hestinum og þegar hann jós kastaðist hún af baki, flaug heilan hring og lenti mjög illa á bakinu. Bergljót var að sögn heppin og verður útskrifuð af spítalanum í dag. Bergljót mun þurfa að ganga með hryggspelku næstu þrjá mánuði. 1.12.2011 10:31 Fjórir árekstrar í morgun Fjórir árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í morgun, samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is. Flestir árekstranna eru aftanákeyrslur og þá var ekið á staur í Hafnarfirði. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega nú þegar mikill snjór er á götum borgarinnar. 1.12.2011 10:29 Teitur svarar: Annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig galinn Teitur Atlason kennari í Svíþjóð og bloggari hefur nú svarað Gunnlaugi M. Sigmundssyni en þeir tveir hafa staðið í deilum um nokkra hríð í kjölfar þess að Teitur bloggaði um Gunnlaug og fyrirtækið Kögun. Svo langt gekk málið að Gunnlaugur, sem er fyrrverandi alþingismaður, sendi Teiti nafnlaus SMS skilaboð sem voru það svæsin að Teitur hefur kært málið til lögreglu. Gunnlaugur ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann viðurkenndi að hafa sent skilaboðin. 1.12.2011 10:15 Munum eftir sorphirðumönnunum Reykjavíkurborg brýnir fyrir fólki að hafa aðgengi að sorpskýlum gott til að tryggja góða þjónustu. Það getur tekið á fyrir sorphirðumenn Reykjavíkurborgar að draga fullar tunnur í vondri færð og því eru íbúar hvattir til að hafa leiðir að sorptunnunum greiðar og moka frá sorpgeymslum. Auðvelt er að komast að því hvenær sorphirðumenn borgarinnar koma til að sækja sorpið. Íbúar geta séð þá daga sem leiðin þarf að vera greið að sorptunnunum með því að slá inn götuheiti í sorphirðudagatali Reykjavíkurborgar. 1.12.2011 10:07 Hvers minnist þið frá ykkar háskólaárum? Í ár fagnar Háskóli Íslands aldarafmæli sínu og eru 89 ár liðin frá því að stúdentar héldu 1. desember í fyrsta sinn hátíðlegan. Af því tilefni vill Stúdentaráð hvetja alla stúdenta, fyrr og síðar, til þess að vera aftur stúdentar í dag og hefur verið opnaður sérstaka síðu á háskólavefnum þar sem minningum og vangaveltum stúdenta fyrr og síðar verður safnað saman. 1.12.2011 10:06 Pilturinn fundinn Sextán ára gamli pilturinn sem lögreglan lýsti eftir í gær er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. 1.12.2011 09:33 Rannsaka Glitni og FL Group – þrír Glitnismenn í varðhald Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. 1.12.2011 08:30 Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. 1.12.2011 08:00 Ofsaakstri dópaðs ökumanns lauk í Hvalfjarðargöngunum Ofsaakstri ökumanns, undir áhrifum áfengis og fíkniefna, lauk með því í gærkvöldi að hann ók bílnum utan í kantstein í Hvalfjarðargöngum og gafst upp, umkringdur lögreglubílum frá þremur embættum. 1.12.2011 07:16 Hélt dreng nauðugum Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart níu ára dreng. 1.12.2011 07:15 110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. 1.12.2011 07:00 Eldsupptökin í Drífanda voru í tauþurrkara Eldsupptök í húsinu Drífanda í Vestmannaeyjum, sem hýsir Hótel Eyjar og bókaverslun Eymundssonar, voru í tauþurrkara á annarri hæð hótelsins, samkvæmt niðurstöðu rannsóknadeildar lögreglunnar í Reykjavík, sem sendi menn á vettvang í gær. 1.12.2011 06:58 Fimm teknir undir áhrifum kannabis á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók fimm unga karlmenn í gærkvöldi, grunaða um neyslu á kannabisefnum. 1.12.2011 06:53 Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. 1.12.2011 06:45 Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. 1.12.2011 06:30 Svari um viðskipti við Radíóraf Innanríkisráðuneytið hefur gefið Ríkislögreglustjóra frest til 5. desember til að afhenda Ríkisendurskoðun upplýsingar varðandi 141 milljóna króna viðskipti við fyrirtækið Radíóraf á árunum 2007 til 2011. Spurt var um hvernig staðið var að vali á birgja í þeim viðskiptum. 1.12.2011 06:00 Almyrkvi verður fyrir austan Tunglmyrkvi verður á Íslandi 10. desember næstkomandi. Fram kemur á Vísi að myrkvinn muni sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands, svo fremi að ekki verði skýjað. 1.12.2011 06:00 Jón samþykkti 600 milljónir frá ESB Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði með 600 milljóna króna styrkjum frá Evrópusambandinu (ESB) vegna aðildarumsóknar Íslands. Fjárlög 2012 voru samþykkt til þriðju umræðu í gær eftir langar umræður. 1.12.2011 05:30 Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. 1.12.2011 05:00 Ekki stefnt að þjóðnýtingu Líf Magneudóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, segir að ályktun á stjórnarfundi félagsins á þriðjudag, um að „einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til“, megi ekki túlka þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dagskrá. 1.12.2011 05:00 Vilja fá skýrslu um Schengen Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt átta öðrum þingmönnum flokksins farið fram á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um Schengen-samstarfið. 1.12.2011 04:30 Ófrjósemisaðgerðum fjölgaði milli ára Í fyrra gekkst 571 einstaklingur undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Um er að ræða 162 konur og 409 karla. 1.12.2011 04:00 Aldrei fleiri doktorar í HÍ Fimmtíu doktorsvarnir fara fram í Háskóla Íslands á þessu ári og hafa þær aldrei verið fleiri. 1.12.2011 04:00 Leigja nú fimm myndir á ári Hver Íslendingur leigði sér að meðaltali fimm sinnum mynd af myndbandaleigu á síðasta ári. Þegar mest lét, árið 2001, leigði hver Íslendingur sér ellefu myndir á ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. 1.12.2011 03:45 Fyrirspurnin of viðamikil Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svarar ekki fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hversu miklu fé opinberir aðilar verji til vísindarannsókna og nýsköpunar. 1.12.2011 03:30 Birna stýrir Evrópustofu Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu. Evrópustofa verður opnuð eftir áramót og verður upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins. 1.12.2011 03:00 Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. 1.12.2011 02:30 Sjá næstu 50 fréttir
Dorrit kveikir á Kringlutrénu Kveikt verður á jólatré Kringlunnar við hátíðlega athöfn í dag klukkan fimm. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff mun tendra ljósin og við sama tækifæri hefst formlega góðgerðarsöfnun á jólapökkum undir jólatréð. 1.12.2011 11:21
Framleiðendur Game of Thrones ljóstruðu upp leyndarmáli Það vakti athygli þegar framleiðendur Game of Thrones uppljóstruðu því í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær að persónur úr sögunni, sem ekki dóu í bók númer tvö, sem heitir A Clash of Kings, myndu deyja í þáttaröðinni sem tekin er upp hér á landi. 1.12.2011 11:13
Syngjum saman! Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni hefur verið ákveðið að leika þrjú íslensk lög samtímis á öllum útvarpsstöðvum landsins. Fyrsta lagið fer í loftið klukkan 11:15. 1.12.2011 11:00
Bergljót hryggbrotnaði við myndatökur Bergljót Arnalds datt illa af hestbaki síðustu helgi þar sem hún sat fyrir á myndatöku við að kynna nýja bók sína Íslensku húsdýrin og Trölli. Tveir hryggjaliðir féllu saman og samkvæmt læknum Bergljótar er mikið mildi að ekki fór verr. Samkvæmt frásögn útgefenda Bergljótar lá hún á hestinum og þegar hann jós kastaðist hún af baki, flaug heilan hring og lenti mjög illa á bakinu. Bergljót var að sögn heppin og verður útskrifuð af spítalanum í dag. Bergljót mun þurfa að ganga með hryggspelku næstu þrjá mánuði. 1.12.2011 10:31
Fjórir árekstrar í morgun Fjórir árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í morgun, samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is. Flestir árekstranna eru aftanákeyrslur og þá var ekið á staur í Hafnarfirði. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega nú þegar mikill snjór er á götum borgarinnar. 1.12.2011 10:29
Teitur svarar: Annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig galinn Teitur Atlason kennari í Svíþjóð og bloggari hefur nú svarað Gunnlaugi M. Sigmundssyni en þeir tveir hafa staðið í deilum um nokkra hríð í kjölfar þess að Teitur bloggaði um Gunnlaug og fyrirtækið Kögun. Svo langt gekk málið að Gunnlaugur, sem er fyrrverandi alþingismaður, sendi Teiti nafnlaus SMS skilaboð sem voru það svæsin að Teitur hefur kært málið til lögreglu. Gunnlaugur ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann viðurkenndi að hafa sent skilaboðin. 1.12.2011 10:15
Munum eftir sorphirðumönnunum Reykjavíkurborg brýnir fyrir fólki að hafa aðgengi að sorpskýlum gott til að tryggja góða þjónustu. Það getur tekið á fyrir sorphirðumenn Reykjavíkurborgar að draga fullar tunnur í vondri færð og því eru íbúar hvattir til að hafa leiðir að sorptunnunum greiðar og moka frá sorpgeymslum. Auðvelt er að komast að því hvenær sorphirðumenn borgarinnar koma til að sækja sorpið. Íbúar geta séð þá daga sem leiðin þarf að vera greið að sorptunnunum með því að slá inn götuheiti í sorphirðudagatali Reykjavíkurborgar. 1.12.2011 10:07
Hvers minnist þið frá ykkar háskólaárum? Í ár fagnar Háskóli Íslands aldarafmæli sínu og eru 89 ár liðin frá því að stúdentar héldu 1. desember í fyrsta sinn hátíðlegan. Af því tilefni vill Stúdentaráð hvetja alla stúdenta, fyrr og síðar, til þess að vera aftur stúdentar í dag og hefur verið opnaður sérstaka síðu á háskólavefnum þar sem minningum og vangaveltum stúdenta fyrr og síðar verður safnað saman. 1.12.2011 10:06
Pilturinn fundinn Sextán ára gamli pilturinn sem lögreglan lýsti eftir í gær er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. 1.12.2011 09:33
Rannsaka Glitni og FL Group – þrír Glitnismenn í varðhald Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. 1.12.2011 08:30
Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. 1.12.2011 08:00
Ofsaakstri dópaðs ökumanns lauk í Hvalfjarðargöngunum Ofsaakstri ökumanns, undir áhrifum áfengis og fíkniefna, lauk með því í gærkvöldi að hann ók bílnum utan í kantstein í Hvalfjarðargöngum og gafst upp, umkringdur lögreglubílum frá þremur embættum. 1.12.2011 07:16
Hélt dreng nauðugum Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart níu ára dreng. 1.12.2011 07:15
110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. 1.12.2011 07:00
Eldsupptökin í Drífanda voru í tauþurrkara Eldsupptök í húsinu Drífanda í Vestmannaeyjum, sem hýsir Hótel Eyjar og bókaverslun Eymundssonar, voru í tauþurrkara á annarri hæð hótelsins, samkvæmt niðurstöðu rannsóknadeildar lögreglunnar í Reykjavík, sem sendi menn á vettvang í gær. 1.12.2011 06:58
Fimm teknir undir áhrifum kannabis á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók fimm unga karlmenn í gærkvöldi, grunaða um neyslu á kannabisefnum. 1.12.2011 06:53
Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. 1.12.2011 06:45
Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. 1.12.2011 06:30
Svari um viðskipti við Radíóraf Innanríkisráðuneytið hefur gefið Ríkislögreglustjóra frest til 5. desember til að afhenda Ríkisendurskoðun upplýsingar varðandi 141 milljóna króna viðskipti við fyrirtækið Radíóraf á árunum 2007 til 2011. Spurt var um hvernig staðið var að vali á birgja í þeim viðskiptum. 1.12.2011 06:00
Almyrkvi verður fyrir austan Tunglmyrkvi verður á Íslandi 10. desember næstkomandi. Fram kemur á Vísi að myrkvinn muni sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands, svo fremi að ekki verði skýjað. 1.12.2011 06:00
Jón samþykkti 600 milljónir frá ESB Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði með 600 milljóna króna styrkjum frá Evrópusambandinu (ESB) vegna aðildarumsóknar Íslands. Fjárlög 2012 voru samþykkt til þriðju umræðu í gær eftir langar umræður. 1.12.2011 05:30
Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. 1.12.2011 05:00
Ekki stefnt að þjóðnýtingu Líf Magneudóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, segir að ályktun á stjórnarfundi félagsins á þriðjudag, um að „einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til“, megi ekki túlka þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dagskrá. 1.12.2011 05:00
Vilja fá skýrslu um Schengen Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt átta öðrum þingmönnum flokksins farið fram á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um Schengen-samstarfið. 1.12.2011 04:30
Ófrjósemisaðgerðum fjölgaði milli ára Í fyrra gekkst 571 einstaklingur undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Um er að ræða 162 konur og 409 karla. 1.12.2011 04:00
Aldrei fleiri doktorar í HÍ Fimmtíu doktorsvarnir fara fram í Háskóla Íslands á þessu ári og hafa þær aldrei verið fleiri. 1.12.2011 04:00
Leigja nú fimm myndir á ári Hver Íslendingur leigði sér að meðaltali fimm sinnum mynd af myndbandaleigu á síðasta ári. Þegar mest lét, árið 2001, leigði hver Íslendingur sér ellefu myndir á ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. 1.12.2011 03:45
Fyrirspurnin of viðamikil Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svarar ekki fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hversu miklu fé opinberir aðilar verji til vísindarannsókna og nýsköpunar. 1.12.2011 03:30
Birna stýrir Evrópustofu Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu. Evrópustofa verður opnuð eftir áramót og verður upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins. 1.12.2011 03:00
Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. 1.12.2011 02:30