Fleiri fréttir

Verkfalli Sinfó frestað

„Við erum bara sátt við þennan samning,“ segir Rúnar Óskarsson, formaður samningsnefndar starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands en á áttunda tímanum í kvöld var skrifað undir kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn á mili Sinfó og Samninganefndar ríkisins hófst klukkan níu í morgun og lauk á áttunda tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli hefur því verið frestað og þeir tónleikagestir sem voru búnir að kaupa sér miða á tónleika annað kvöld og á föstudag þurfa því ekki að örvænta og geta mætt gleði og kátir á tónleikana.

Barði og hótaði að drepa barnsmóður sína

Karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa beitt þáverandi sambýliskonu og barnsmóður sína ofbeldi og hótað henni lífláti.

Þrír fá 69 milljónir

Tveir Norðmenn og einn Dani voru með fyrsta vinninginn í Víkingalottóinu í kvöld og fær hver og einn um 69 milljónir í sinn hlut. Níu Íslendingar voru með 4 jókertölur í réttri röð og fær hver og einn 100 þúsund krónur fyrir vikið. Tölur kvöldsins: 5 - 14 - 16 - 24 - 38 - 46 Bónustölurnar: 15 - 30 Ofurtalan: 34 Jóker: 1 - 1 - 9 - 5 - 8

Hreyfing sem meðferð

Tilraunaverkefni með hreyfiseðla stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, en rannsóknir sýna að það er meðferð sem ber árangur.

Össur í Kaupmannahöfn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fundi með nýjum utanríkisráðherra Dana, Villy Søvndal , og nýjum Evrópumálaráðherra, Nikolai Wammen, í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Gæsluvarðhald: Grunaður um að vera stórtækur fíkniefnasali

Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fíkniefnamisferli. Maðurinn er erlendur ríkisborgari og hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Garðyrkjustjóri: Mótmælendur hefðu mátt hafa samband fyrir helgi

"Það kom lína frá þeim í dag,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg, en mótmælendur sem hafa tjaldað á Austurvelli undanfarna daga sendu honum skilaboð í dag þar sem þeir óskuðu eftir því að fá að tjalda fyrir utan Alþingishúsið.

Bjóða upp á ókeypis lögfræðiþjónustu - ómetanleg reynsla fyrir nemana

„Þetta er ómetanleg reynsla fyrir okkur og svo auðvitað vel metin samfélagsþjónusta,“ segir Sigríður Marta Harðardóttir, meistaranemi í lögfræði, en nemendafélag Háskólans í Reykjavík, Lögrétta, býður upp á ókeypis lögfræðiþjónustu. Sigríður er framkvæmdastjóri þjónustunnar, sem er einfaldlega kölluð lögfróður.

Hirtu haglabyssur af rjúpnaskyttu

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum hafði tal af tveimur rjúpnaskyttum á Skógarströnd í Dölum um liðna helgi, sem voru að koma úr Sátunni á tveimur fjórhjólum samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is.

Hæstaréttardómari sýknaður í Héraðsdómi

Viðar Már Matthíasson hæstaréttardómari var í dag sýknaður af kröfum Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Sjóðurinn krafðist ógildingar á úrskurði málskotsnefndar lánasjóðsins, sem úrskurðaði að ábyrgð sem hann hafði gengist í á námsláni árið 1982 væri úr gildi fallin.

Ekki líklegt að Rúmenar og Búlgarar streymi til Íslands

Takmarkanir á atvinnu- og dvalarleyfisveitingum til Rúmena og Búlgara falla úr gildi um áramót. Löndin hafa enn ekki fengið aðild að Schengen. Ekkert bendir til að fólk flæði inn í landið, segir Útlendingastofnun.

Sátt náðist í Sólheimadeilunni

Tíu mánaða löngum viðræðum milli Sólheima í Grímsnesi og sveitarfélaganna á Suðurlandi lauk í gær með undirritun þjónustusamnings til þriggja ára. Niðurstaðan er ásættanleg að mati framkvæmdastjóra stofnunarinnar.

Viðey ófær hjólastólum

Náttúruparadísin og sögueyjan Viðey er í miklu dálæti Íslendinga sem sigla yfir sundið til að njóta þar lífsins. Á bryggjunni sitja eftir landar þeirra í hjólastólum og komast hvergi nema með mikilli fyrirhöfn.

Enn á leið í klippingu - myndir af hjólastólnum

Fötluð kona í hjólastól sem var neitað um klippingu á dögunum vegna þess hversu fyrirferðarmikill hjólastóllinn hennar væri, er afar ánægð með þá umræðu sem komin er í gang um stöðu fatlaðra. Hún ætlar brátt að gera aðra tilraun til að fara í klippingu.

Segjast vera komin með leyfi fyrir tjaldbúðum

Mótmælendur eru aftur búnir að tjalda á Austurvelli. Samkvæmt upplýsingum frá Geir Jóni Þórissyni, yfirlögregluþjóni, þá sögðust mótmælendur hafa verið búnir að fá leyfi fyrir tjöldunum þegar lögreglan hafði afskipti af þeim í morgun.

Klamydíusmitum fer fækkandi

Fjöldi þeirra sem greinst hafa með klamydíu hefur dregist saman um tæp 10 prósent á milli ára, sé litið á fyrstu níu mánuði ársins. Samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala bendir það til þess að færri hafi smitast af klamydíu. Frá þessu er greint í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins.

Í gæsluvarðhald fyrir að ræna konur

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er sakaður um að hafa rænt gamla konu og aðra á miðjum aldri í síðasta mánuði.

Höfuðpaur í fíkniefnamáli með níu dóma

Höfuðpaurinn meinti í umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem kom upp í síðasta mánuði, á að baki níu refsidóma. Síðast var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir fíkniefnasmygl til landsins og fleiri sakir.

Íslensku víkingarnir notuðu kristalla sem siglingartæki

Íslensku víkingarnir á söguöld notuðu kristalla sem siglingartæki þegar þeir sigldu um á langskipum sínum milli landa, eða heimsálfa. Getið er um þessa kristalla sem sólarsteina á nokkrum stöðum í Íslendingasögunum.

Víða slæmt verður á miðunum

Víða er slæmt veður á miðunum umhverfis landið og innan við hundrað fiskiskip á sjó. Þar af eru sum í vari og spáð er stormi á öllum miðum nema Suðausturmiðum og Færeyjadjúpi.

Alhvít jörð á Akureyri

Alhvítt er á Akureyri eftir snjómuggu í bænum í alla nótt. Þar er því hálka nú í morgunsárið.

Hættan á tapi betri en of mikið eftirlit

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að auka þurfi tapsáhættu fjármálafyrirtækja. Ráðherrann talaði á haustráðstefnu KPMG, þar sem sjónum var beint að eftirliti.

Lengri afgreiðslutími fyrir hærra gjald

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir marga sundlaugargesti vilja að aðgangseyrir verði hækkaður til að hægt sé að lengja afgreiðslutíma sundlauganna.

Vilja hefja tilraunaeldi í vor

Forsvarsmenn Arnarlax á Bíldudal gera ráð fyrir að tilraunaeldi á laxi í Arnarfirði geti hafist næsta vor, en síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið kannað aðstæður á svæðinu. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækinu til handa liggja nú hjá Umhverfisstofnun og Fiskistofu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arnarlaxi.

Töldu óþarft að vara við eitri í Fossvogsdal

Rottueitur fór óvart í regnvatnsbrunna og barst í Fossvogslæk. Borgin taldi óþarft að vara fólk við. Það hafi helst verið ástæða til að fylgjast með hundum. Tilkynningum um rottur fækkar. Þær eru þó að nema ný lönd austan Elliðaáa. "Þetta veldur kannski ótta hjá fólki en við töldum ekki þá hættu stafa af þessu að það væri ástæða til að senda út tilkynningu,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, um rottueitur sem fyrir misgáning barst í Fossvogslæk.

BSRB segir fjöldann sláandi

Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, segir fjölda ráðninga ráðuneytanna án auglýsinga vera sláandi og ekki í anda þess að sá hæfasti sé ráðinn í hvert skipti.

Aldrei fleiri farþegar hjá Strætó

Yfir 900 þúsund farþegar stigu inn í strætisvagna Strætó bs. í októbermánuði, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Strætó telur farþega í öllum vögnum í þrjá daga í október ár hvert.

Töluvert tjón á Tálknafirði

Töluvert tjón varð í kvöld þegar eldur kom upp í einbýlishúsi á Tálknafirði. Húsið var fullt af reyk þegar slökkvilið kom á staðinn og mikill eldur í vegg inni í húsinu. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni. Húsráðndi var heima þegar eldurinn kom upp og komst hann út án meiðsla.

Hvalfjarðargöngin loka í nótt

Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna viðhaldsvinnu í nótt og næstu þrettán virkar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Unnið er að viðgerð í göngunum. Eðlileg opnum verður um helgar.

Reykjavíkurborg mismunar börnum eftir fæðingarári

Reykjavíkurborg mismunar börnum eftir því hvaða ár þau eru fædd. Móðir drengs sem er fæddur í janúar 2010 segir son sinn fá síðri tækifæri til að njóta faglegrar þjónustu leikskóla borgarinnar en önnur börn.

Göng undir Vaðlaheiði talin standa undir sér

Nýir endurútreikningar um arðsemi Vaðlaheiðarganga benda til að veggjöld muni standa undir göngunum og hófust viðræður í dag við verktaka um næstu skref. Enn vantar þó grænt ljós frá ríkisstjórn.

Móðirin ákærð fyrir manndráp af ásetningi

Ung kona sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón hefur verið ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Hún var metin sakhæf og á yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Hún er talin hafa borið ein ábyrgð á dauða barnsins.

Tveggja ára festi fótinn milli ofns og veggs

Tíu ára stúlka var flutt á slysadeild eftir að hún datt úr rólu á leiksvæði við grunnskóla í borginni í hádeginu í gær. Um var að ræða svokallaða tveggja manna rólu en talið er að mun fleiri börn hafi verið í rólunni þegar óhappið varð. Stúlkan fann til í baki en ekki er vitað frekar um líðan hennar.

Hæstiréttur: Gæsluvarðhald yfir meintum höfuðpaur staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir meintum höfuðpaur sem handtekinn var á laugardaginn var í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál ársins. Fíkniefnin komu með gámaflutningaskipi til Straumsvíkur. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til ellefta nóvember.

María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna

“Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is.

Ákærður fyrir að níðast á barni

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að níðast á fjórtán ára gömlum pilti. Þá er hann einnig ákærður fyrir að greiða honum pening fyrir. Alls voru þrír karlmenn kærðir vegna málsins.

Kærður fyrir að nauðga pilti - málið fellt niður

Mál gegn rúmlega þrítugum karlmanni, sem kærður var fyrir nauðgun af tvítugum pilti í heimahúsi í Hafnarfirði, hefur verið fellt niður. Eftir rannsókn lögreglu og Ríkissaksóknara var ekki talið líklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar.

Sjá næstu 50 fréttir