Innlent

Klamydíusmitum fer fækkandi

Allt bendir til þess að klamydíusmitum hafi fækkað á Íslandi.
fréttablaðið/anton
Allt bendir til þess að klamydíusmitum hafi fækkað á Íslandi. fréttablaðið/anton
Fjöldi þeirra sem greinst hafa með klamydíu hefur dregist saman um tæp 10 prósent á milli ára, sé litið á fyrstu níu mánuði ársins. Samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala bendir það til þess að færri hafi smitast af klamydíu. Frá þessu er greint í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins.

Alls greindust 1.584 með klamydíu fyrstu níu mánuði þessa árs. Töluvert fleiri konur greindust en karlar – 941 kona og 609 karlar. Kyns er ekki getið hjá 34 einstaklingum.

Sé litið á aldursdreifinguna síðastliðin fjögur ár sést að konur eru yngri þegar þær sýkjast en karlar. Vitað er að stúlkur byrja að stunda kynlíf fyrr en strákar. Algengasti aldur þeirra stúlkna sem smitast er 15 til 19 ára, og algengasti aldur drengja er 20 til 24 ára.

Í Farsóttarfréttum er einnig greint frá nýjum tilfellum af lekanda, en alls hafa 23 greinst á fyrstu níu mánuðum þessa árs, sextán karlar og sjö konur. Er þetta svipaður fjöldi og árið 2010, en þá greindust 18 með lekanda.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×