Innlent

Í gæsluvarðhald fyrir að ræna konur

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er sakaður um að hafa rænt gamla konu og aðra á miðjum aldri í síðasta mánuði.

Maðurinn á að hafa hrifsað veski af gamalli konu á Þórsgötu í miðborg Reykjavíkur. Sama dag á hann, ásamt annarri konu, hafa ráðist á og rænt konu  á miðjum aldri í undirgöngum nærri verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi.

Samkvæmt vitnisburði fórnarlambsins, réðst konan á hana, slóst við hana í stutta stund og hrifsaði svo veskið af henni. Maðurinn fylgdist með álengdar en tók ekki þátt í árásinni sjálfri.

Nokkrum dögum síðar hrifsaði parið sundtösku af konu sem var að koma úr Sundhöll Reykjavíkur.

Maðurinn er einnig sakaður um fjársvik, gripdeildir, nytjastuld og umferðalagabrot.

Hæstiréttur staðfesti því úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og skal maðurinn því sæta gæsluvarðhaldi til 24. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×