Enn á leið í klippingu - myndir af hjólastólnum Erla Hlynsdóttir skrifar 2. nóvember 2011 12:12 Fötluð kona í hjólastól sem var neitað um klippingu á dögunum vegna þess hversu fyrirferðarmikill hjólastóllinn hennar væri, er afar ánægð með þá umræðu sem komin er í gang um stöðu fatlaðra. Hún ætlar brátt að gera aðra tilraun til að fara í klippingu. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að Hanna Dóra Stefánsdóttir, þroskaþjálfi, hafi farið með fatlaða konu á hárgreiðslustofu í Hafnarfirði en þeim verið vísað frá. Hönnu Dóru fannst þessi framkoma við fötluðu konuna svívirðileg og vildi vekja athygli á málinu. „Jú, við höfum fengið mjög mikil viðbrögð og mjög mikil jákvæð viðbrögð. Fólk er alveg yfir sig bit og margir sem eru boðnir og búnir að veita konunni klippingu, bæði einstaklingar sem eru tilbúnir að borga, hárgreiðslustofur og hárgreiðslumeistarar sem hafa haft samband við mig, þannig að þetta eru mjög jákvæð og flott viðbrögð," segir hún.Og er hún búin að fara í klippingu? „Nei, við þurfum að láta öldurnar lægja aðeins áður en við veljum einhverja stofu sem er tilbúin að klippa hana," segir hún. Hanna Dóra segir þó að konan sé meira en tilbúin til að borga sjálf fyrir klippinguna. Markmiðið hafi verið að vekja athygli á stöðu fatlaðra. Að sögn Hönnu Dóru finnst konunni sjálfri að hún hafi grætt á umfjölluninni. „Það er meiri umgengni við hana, fólk er meira að tala við hana og bara jákvæðara í alla staði þegar það hittir hana," segir hún. Konan er sjálf mjög fötluð en nýtur þeirrar jákvæðu athygli sem hún hefur fengið að undanförnu. „Hún er dálítið mikið fötluð, hún skilur mikið en hún getur ekki tjáð sig," segir Hanna Dóra.En hún er allavega ánægð núna og bara í leiðinni í klippingu á næstunni? „Já, hún er ánægð. mjög ánægð," segir hún. Eigandi hárgreiðslustofunnar í Hafnarfirði sagði hjólastól konunnar gera það að verkum að starfsfólk ætti mun erfiðara um vik en ef hún væri í venjulegum hjólastól. Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir af sérsmíðaða stólnum hennar. Tengdar fréttir Róbert á Carter segist saklaus af færslu á bland.is Róbert Magnússon, hárgreiðslumeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Carter, vill koma því á framfæri að hann er ekki höfundur bréfs sem birtist á vefnum bland.is í gær. Málið hefur vakið mikla athygli en það kom upp þegar Hanna Dóra Stefánsdóttir þroskaþjálfi greindi frá því að fatlaðri konu sem þarf að fara allra sinna ferða í hjólastól var synjað um afgreiðslu á stofu Róberts. 31. október 2011 14:56 Eigandi Carter segist víst klippa fatlaða Fatlaðri konu í hjólastól var neitað um klippingu á hárgreiðslustofu í Hafnarfiði um helgina. Eigandi stofunnar segir fatlaða almennt velkomna. Umrædd kona hafi hins vegar verið í stórum sérsmíðuðum stól sem gerði starfsfólki erfitt um vik. 31. október 2011 20:18 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Fötluð kona í hjólastól sem var neitað um klippingu á dögunum vegna þess hversu fyrirferðarmikill hjólastóllinn hennar væri, er afar ánægð með þá umræðu sem komin er í gang um stöðu fatlaðra. Hún ætlar brátt að gera aðra tilraun til að fara í klippingu. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að Hanna Dóra Stefánsdóttir, þroskaþjálfi, hafi farið með fatlaða konu á hárgreiðslustofu í Hafnarfirði en þeim verið vísað frá. Hönnu Dóru fannst þessi framkoma við fötluðu konuna svívirðileg og vildi vekja athygli á málinu. „Jú, við höfum fengið mjög mikil viðbrögð og mjög mikil jákvæð viðbrögð. Fólk er alveg yfir sig bit og margir sem eru boðnir og búnir að veita konunni klippingu, bæði einstaklingar sem eru tilbúnir að borga, hárgreiðslustofur og hárgreiðslumeistarar sem hafa haft samband við mig, þannig að þetta eru mjög jákvæð og flott viðbrögð," segir hún.Og er hún búin að fara í klippingu? „Nei, við þurfum að láta öldurnar lægja aðeins áður en við veljum einhverja stofu sem er tilbúin að klippa hana," segir hún. Hanna Dóra segir þó að konan sé meira en tilbúin til að borga sjálf fyrir klippinguna. Markmiðið hafi verið að vekja athygli á stöðu fatlaðra. Að sögn Hönnu Dóru finnst konunni sjálfri að hún hafi grætt á umfjölluninni. „Það er meiri umgengni við hana, fólk er meira að tala við hana og bara jákvæðara í alla staði þegar það hittir hana," segir hún. Konan er sjálf mjög fötluð en nýtur þeirrar jákvæðu athygli sem hún hefur fengið að undanförnu. „Hún er dálítið mikið fötluð, hún skilur mikið en hún getur ekki tjáð sig," segir Hanna Dóra.En hún er allavega ánægð núna og bara í leiðinni í klippingu á næstunni? „Já, hún er ánægð. mjög ánægð," segir hún. Eigandi hárgreiðslustofunnar í Hafnarfirði sagði hjólastól konunnar gera það að verkum að starfsfólk ætti mun erfiðara um vik en ef hún væri í venjulegum hjólastól. Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir af sérsmíðaða stólnum hennar.
Tengdar fréttir Róbert á Carter segist saklaus af færslu á bland.is Róbert Magnússon, hárgreiðslumeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Carter, vill koma því á framfæri að hann er ekki höfundur bréfs sem birtist á vefnum bland.is í gær. Málið hefur vakið mikla athygli en það kom upp þegar Hanna Dóra Stefánsdóttir þroskaþjálfi greindi frá því að fatlaðri konu sem þarf að fara allra sinna ferða í hjólastól var synjað um afgreiðslu á stofu Róberts. 31. október 2011 14:56 Eigandi Carter segist víst klippa fatlaða Fatlaðri konu í hjólastól var neitað um klippingu á hárgreiðslustofu í Hafnarfiði um helgina. Eigandi stofunnar segir fatlaða almennt velkomna. Umrædd kona hafi hins vegar verið í stórum sérsmíðuðum stól sem gerði starfsfólki erfitt um vik. 31. október 2011 20:18 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Róbert á Carter segist saklaus af færslu á bland.is Róbert Magnússon, hárgreiðslumeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Carter, vill koma því á framfæri að hann er ekki höfundur bréfs sem birtist á vefnum bland.is í gær. Málið hefur vakið mikla athygli en það kom upp þegar Hanna Dóra Stefánsdóttir þroskaþjálfi greindi frá því að fatlaðri konu sem þarf að fara allra sinna ferða í hjólastól var synjað um afgreiðslu á stofu Róberts. 31. október 2011 14:56
Eigandi Carter segist víst klippa fatlaða Fatlaðri konu í hjólastól var neitað um klippingu á hárgreiðslustofu í Hafnarfiði um helgina. Eigandi stofunnar segir fatlaða almennt velkomna. Umrædd kona hafi hins vegar verið í stórum sérsmíðuðum stól sem gerði starfsfólki erfitt um vik. 31. október 2011 20:18