Ekki líklegt að Rúmenar og Búlgarar streymi til Íslands 2. nóvember 2011 14:00 Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun telur enga ástæðu til að örvænta þó Rúmenar og Búlgarir fái að koma óhindrað hingað til lands í atvinnuleit eftir áramót. Mynd/Stefán Takmarkanir á veitingu dvalar- og atvinnuleyfa til Rúmena og Búlgara hér á landi falla niður um áramót, en þær hafa verið í gildi síðan árið 2007, er ríkin gengu í Evrópusambandið. Er þar um að ræða undanþágur frá ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði vinnuafls á milli aðildarríkja. Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðunni að undanförnu. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, sagði í sjónvarpsfréttum fyrir nokkrum dögum að Rúmenía og Búlgaría fengju aðild að Schengen-samkomulaginu, sem kveður á um vegabréfsfrelsi, um áramót. Sagðist Jakob hafa áhyggjur af því að glæpagengi ættu þá greiðari leið til landsins. Rúmenía og Búlgaría munu hins vegar ekki gerast aðilar að Schengen-samstarfinu um áramót, heldur þurfa enn að bíða. Það sem gerist um áramótin er að ríkisborgarar þeirra hafa sömu réttindi og aðrir borgarar EES-ríkja til að dvelja hér á landi í sex mánuði í atvinnuleit án þess að sækja um formlegt dvalarleyfi. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir takmarkanirnar fyrst og fremst hafa snúið að vinnumarkaðssjónarmiðum til að takmarka flæði ódýrs vinnuafls til landsins. Ekkert bendi til þess að þegar undanþágan fellur úr gildi um áramót sæki flóð einstaklinga frá þessum löndum um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Það sem af er ári er fjöldi nýskráðra Rúmena og Búlgara hjá Útlendingastofnun undir 30 manns. „Okkar reynsla er sú að þetta eru sárafáir einstaklingar. Það er engin ástæða til að fara á límingunum þó að þessi undanþága falli niður," segir hann. Varðandi gagnrýnisraddir um aukin umsvif erlendra glæpagengja eftir áramót, segir Þorsteinn: „Brotamennirnir koma hvort sem er. Það eru ekki þeir sem eru að sækja um atvinnu- eða dvalarleyfi. Og eins og vitað er þá geta þeir komið frá hvaða löndum sem er." Óttast komu glæpagengja og vill meiri löggæslu í miðbænumJakob Frímann.Mynd/GVAJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, sagði í samtali við RÚV í síðustu viku að hann teldi að það væri æskilegt að innanríkisráðuneytið byggi til viðbragðsáætlun við breytingum á Schengensamkomulaginu um áramót. Jakob sagði að „þá opnist gáttirnar fyrir tveimur meginvöggum óaldarlýðs og glæpagengja" og vísaði til Rúmeníu og Búlgaríu. Jakob baðst í gær afsökunar á ummælum sínum; þar hefði of mikið verið alhæft. Hann vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið að öðru leyti en að koma skriflegri afsökunarbeiðni á framfæri. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum þess að gildistöku á þeim hluta Schengensamkomulagsins sem snýr að þessum tveimur þjóðum var frestað til 1. jan. nk. af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar," segir Jakob meðal annars í afsökunarbeiðninni. Jakob segir brýnt að auka löggæslu í miðborginni í ljósi nýliðinna atburða í úraverslun á Laugavegi. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Takmarkanir á veitingu dvalar- og atvinnuleyfa til Rúmena og Búlgara hér á landi falla niður um áramót, en þær hafa verið í gildi síðan árið 2007, er ríkin gengu í Evrópusambandið. Er þar um að ræða undanþágur frá ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði vinnuafls á milli aðildarríkja. Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðunni að undanförnu. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, sagði í sjónvarpsfréttum fyrir nokkrum dögum að Rúmenía og Búlgaría fengju aðild að Schengen-samkomulaginu, sem kveður á um vegabréfsfrelsi, um áramót. Sagðist Jakob hafa áhyggjur af því að glæpagengi ættu þá greiðari leið til landsins. Rúmenía og Búlgaría munu hins vegar ekki gerast aðilar að Schengen-samstarfinu um áramót, heldur þurfa enn að bíða. Það sem gerist um áramótin er að ríkisborgarar þeirra hafa sömu réttindi og aðrir borgarar EES-ríkja til að dvelja hér á landi í sex mánuði í atvinnuleit án þess að sækja um formlegt dvalarleyfi. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir takmarkanirnar fyrst og fremst hafa snúið að vinnumarkaðssjónarmiðum til að takmarka flæði ódýrs vinnuafls til landsins. Ekkert bendi til þess að þegar undanþágan fellur úr gildi um áramót sæki flóð einstaklinga frá þessum löndum um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Það sem af er ári er fjöldi nýskráðra Rúmena og Búlgara hjá Útlendingastofnun undir 30 manns. „Okkar reynsla er sú að þetta eru sárafáir einstaklingar. Það er engin ástæða til að fara á límingunum þó að þessi undanþága falli niður," segir hann. Varðandi gagnrýnisraddir um aukin umsvif erlendra glæpagengja eftir áramót, segir Þorsteinn: „Brotamennirnir koma hvort sem er. Það eru ekki þeir sem eru að sækja um atvinnu- eða dvalarleyfi. Og eins og vitað er þá geta þeir komið frá hvaða löndum sem er." Óttast komu glæpagengja og vill meiri löggæslu í miðbænumJakob Frímann.Mynd/GVAJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, sagði í samtali við RÚV í síðustu viku að hann teldi að það væri æskilegt að innanríkisráðuneytið byggi til viðbragðsáætlun við breytingum á Schengensamkomulaginu um áramót. Jakob sagði að „þá opnist gáttirnar fyrir tveimur meginvöggum óaldarlýðs og glæpagengja" og vísaði til Rúmeníu og Búlgaríu. Jakob baðst í gær afsökunar á ummælum sínum; þar hefði of mikið verið alhæft. Hann vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið að öðru leyti en að koma skriflegri afsökunarbeiðni á framfæri. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum þess að gildistöku á þeim hluta Schengensamkomulagsins sem snýr að þessum tveimur þjóðum var frestað til 1. jan. nk. af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar," segir Jakob meðal annars í afsökunarbeiðninni. Jakob segir brýnt að auka löggæslu í miðborginni í ljósi nýliðinna atburða í úraverslun á Laugavegi. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira