Fleiri fréttir

Ríkisendurskoðun vill að biskup víki sem formaður Kirkjuráðs

Ríkisendurskoðun vill að biskup víki sem formaður Kirkjuráðs, en það fer með framkvæmdavald í málefnum þjóðkirkjunnar og tekur ýmsar ákvarðanir er varðar fjárhag hennar og rekstur. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um þjóðkirkjuna og er birt í dag.

Aldrei fleiri með Strætó

Heildarfjöldi þeirra sem ferðuðust með Strætó í nýliðnum októbermánuði hefur aldrei verið meiri. Rúmlega níuhundruð þúsund farþegar nýttu sér almenningsvagnana í mánuðinum. Borið saman við sama tíma í fyrra nemur aukningin 76 þúsund farþegum eða um 9,15 prósentum. Sé hinsvegar horft allt aftur til ársins 2005 nemur aukningin 41 prósenti.

Ríkur vilji til að tryggja velferð hreindýra

Mikið hefur verið fjallað um hreindýr á á Mýrum í Hornafirði sem hafa flækt horn sín í girðingum bænda á svæðinu. Bæjarráð Hornfjarðar vill koma því á framfæri að ríkur vilji sé til þess að leita allra leiða til að tryggja velferð dýranna en jafnframt að takmarka eins og kostur er tjón bænda vegna ágangs þeirra. "Sú girðing sem hreindýr hafa flækst í nú í haust er frá árinu 2007 og hefur gengið úr lagi vegna ágangs þeirra,“ segir í ályktun bæjarráðs. "Í landi Flateyjar á Mýrum og nærliggjandi svæðum voru að staðaldri 20 - 30 dýr í sumar og á haustdögum um 200 dýr. Það er þekkt að girðingar stöðva ekki dýrin og þau valda oft verulegu tjóni á girðingunum og ræktarlandi. Kostnaður sem af þessu hlýst lendir óbættur á landeigendum.“

Slökkt á öðru hverju ljósi á Reykjanesbrautinni

„Við spörum tíu milljónir á þessu,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sem hefur slökkt á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni. Vegfarandi sendi Vísi póst í morgun og benti á að svona væri í pottinn búið.

Það er bannað að njóta listar í dag

Í dag er bannað að njóta lista, en bandalag íslenskra listamanna (BÍL) stendur fyrir listalausa deginum í dag. Þannig hafa listamenn pakkað styttum í miðborg Reykjavíkur inn í plast svo það sé örugglega ekki hægt að njóta listarinnar.

Hjólreiðamenn harma slysið á Dalvegi

Landssamtök hjólreiðamanna harma hið hræðilega slys sem varð á Dalvegi í Kópavogi miðvikudaginn 19. október síðastliðinn samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum.

María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu

„Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina.

Meira en helmingur níu til tólf ára barna á Facebook

Meira en helmingur barna á Norðurlöndum á aldrinum 9 til 12 ára notar samskiptasíður eins og Facebook, þar sem aldurstakmark notenda er 13 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á vegum Evrópusambandsins á internetnotkun barna. Ísland tók ekki þátt í rannsókninni, en hlutfall notkunar samskiptasíðna eins og Facebook hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum.

Fjölgað í hópi tjaldmótmælenda á Austurvelli

Þrjú tjöld eru núna á Austurvelli vegna Occupy-mótmælanna en eitt slíkt tjald var fjarlægt í gærdag af lögreglunni. Í gærkvöldi reistu mótmælendur þrjú tjöld og gistu þrír mótmælendur í þeim í nótt.

Átt þú Pax-skáp með Aurland-hurðum?

IKEA biður þá viðskiptavini sína sem eiga PAX fataskáp með AURLAND speglahurð frá framleiðanda með númerinu 12650 vinsamlegast um að hafa strax samband við þjónustuver.

Fíkniefnasendingin tekin í Straumsvík

Hið mikla magn fíkniefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á fyrr í þessum mánuði var tekið í Straumsvík. Það hafði komið hingað til lands um borð í gámaskipinu Franciscu frá hollensku skipafélagi og búið um það í nokkrum pakkningum. Skipið var að koma frá Rotterdam í Hollandi.

Áfram er kolófært um Þröskulda

Lítið er enn vitað um færð á Vestfjörðum eftir snjókomu og hvassviðri í nótt, nema hvað Þröskuldar, á milli Reykhólasveitar og Hólmavíkur, er kolófær.

Fullur ökumaður í stórsvigi niður Kambana

Ökumaður, sem lögregla tók úr umferð í gærkvöldi, reyndist svo ofurölvi, að hann gat ekki blásið í áfengismæli lögreglunnar svo það varð að taka úr honum blóðprufu.

Með álklædda poka undir þýfið

Mæðgur sem sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðar um að hafa stolið geysimiklu magni af fatnaði úr verslunum, höfðu útbúið sérstaka poka til að koma í veg fyrir að þjófavarnarkerfi verslana næmu innihaldið. Pokinn sem þær voru með þegar lögreglan tók þær við iðju sína í verslun í Smáralind var úr pappír en búið að fóðra hann að innan með álpappír.

Yngst allra í stól forsætisráðherra

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra braut blað í stjórnmálasögu Íslands í gær þegar hún gegndi embætti forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur, sem er í Kaupmannahöfn á fundum í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Katrín, sem er 36 ára, er yngsti handhafi forsætisráðherravalds frá upphafi, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Fram til þessa var það Hermann Jónasson sem var yngsti forsætisráðherrann, en Hermann var 37 ára þegar hann tók við starfinu árið 1934. - þj

Magnús Geir endurráðinn

Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu.

Bankar áhrifavaldar á olíumarkaði

Tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins hafa lent í fangi viðskiptabanka sinna á undanförnum árum. Það þriðja á í rekstrarerfiðleikum og er í viðræðum um fjárhagslega endurskipulagningu. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir hrun.

Hækka verð í sund og táningar á fullu gjaldi

"Með þessu móti er hugmyndin að ferðamenn og aðrir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins greiði gjald sem endurspeglar betur rekstrarkostnað sundstaða,“ segir starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þá tillögu sína að hækka verulega gjald fyrir stakar ferðir í sund.

Krabbavörn naut gjafanna

Ingunn S. Júlíusdóttir frá Vestmannaeyjum náði þeim merka áfanga að fagna 100 ára afmæli sínu hinn 24. október síðastliðinn.

Breyta nýlegu hringtorgi fyrir milljónir

Vegagerðin vinnur nú að því að víkka hringtorg á Suðurlandsvegi í Norðlingaholti. Þó að hringtorgið sé nýlegt hafa flutningabílstjórar kvartað mikið undan því vegna þess hversu þröngt það þykir. Breytingarnar við hringtorgið kosta um tíu milljónir króna, að sögn Vegagerðarinnar.

Stefna flokkanna áréttuð til heimabrúks

Landsfundum beggja stjórnarflokkanna er nú lokið. Ljóst er að þrátt fyrir málamiðlun í ríkisstjórnarsamstarfi ber ýmislegt á milli í stefnu flokkanna. Flokksmenn eru þó rólegir yfir mismunandi stefnu samstarfsflokkanna enda virðist samstaða um að ályktanir á landsfundum séu ætlaðar til heimabrúks.

Sjá næstu 50 fréttir