Prestar vilja láta endurskoða starfsemi þjóðkirkjunnar 3. nóvember 2011 07:00 Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Prestar þjóðkirkjunnar Um helmingur presta telur upplýsingagjöf um fjármál kirkjunnar ábótavant.fréttablaðið/stefán Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. Ríkisendurskoðun gerði rafræna könnun meðal þjónandi presta um viðhorf þeirra til starfsemi Biskupsstofu og fleiri málefna í apríl síðastliðnum. Alls var 134 prestum send könnunin og af þeim svöruðu 115 eða 85,8 prósent. Könnunin innihélt 18 spurningar, þar af ein opna þar sem fólki var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem þar kom fram var að þær ákvarðanir hjá þjóðkirkjunni væru handahófskenndar og að samþykktum kirkjuþings væri ekki fylgt eftir. Jafnframt kom fram sú skoðun að leysa þyrfti biskup undan daglegum rekstri svo hann gæti sinnt betur trúarlegum viðfangsefnum, en meirihluti presta taldi handleiðslu biskups ábótavant. Leiða má líkum að því að umfangsmikil störf biskups á sviði rekstrar komi í veg fyrir nægileg samskipti við presta, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu segir faghandleiðslu fyrir presta vera í boði á vegum fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Tæpur helmingur presta, eða 47 prósent, var mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál þjóðkirkjunnar. Var 31 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Steinunn Arnþrúður segir öll fjármál fara til endurskoðunar hjá ríkinu og úthlutanir úr sjóðum koma alltaf fram á vefnum. „Yfirlit yfir fjármál er líka lagt fram fyrir kirkjuþing, en það er sjálfsagt að skoða þetta," segir hún. Enn fremur voru prestarnir beðnir að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ég fæ þær upplýsingar frá biskupi og starfsmönnum á Biskupsstofu sem ég þarf á að halda til að geta sinnt starfi mínu vel." Voru 42 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni en 37 prósent mjög eða frekar ósammála. Í opnu spurningunni kom fram gagnrýni á að formlegum, skriflegum erindum væri ekki svarað frá Biskupsstofu eða þeim svarað seint og um síðir og athugasemdum úr héraði væri ekki sinnt.sunna@frettabladid.is Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Prestar þjóðkirkjunnar Um helmingur presta telur upplýsingagjöf um fjármál kirkjunnar ábótavant.fréttablaðið/stefán Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. Ríkisendurskoðun gerði rafræna könnun meðal þjónandi presta um viðhorf þeirra til starfsemi Biskupsstofu og fleiri málefna í apríl síðastliðnum. Alls var 134 prestum send könnunin og af þeim svöruðu 115 eða 85,8 prósent. Könnunin innihélt 18 spurningar, þar af ein opna þar sem fólki var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem þar kom fram var að þær ákvarðanir hjá þjóðkirkjunni væru handahófskenndar og að samþykktum kirkjuþings væri ekki fylgt eftir. Jafnframt kom fram sú skoðun að leysa þyrfti biskup undan daglegum rekstri svo hann gæti sinnt betur trúarlegum viðfangsefnum, en meirihluti presta taldi handleiðslu biskups ábótavant. Leiða má líkum að því að umfangsmikil störf biskups á sviði rekstrar komi í veg fyrir nægileg samskipti við presta, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu segir faghandleiðslu fyrir presta vera í boði á vegum fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Tæpur helmingur presta, eða 47 prósent, var mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál þjóðkirkjunnar. Var 31 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Steinunn Arnþrúður segir öll fjármál fara til endurskoðunar hjá ríkinu og úthlutanir úr sjóðum koma alltaf fram á vefnum. „Yfirlit yfir fjármál er líka lagt fram fyrir kirkjuþing, en það er sjálfsagt að skoða þetta," segir hún. Enn fremur voru prestarnir beðnir að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ég fæ þær upplýsingar frá biskupi og starfsmönnum á Biskupsstofu sem ég þarf á að halda til að geta sinnt starfi mínu vel." Voru 42 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni en 37 prósent mjög eða frekar ósammála. Í opnu spurningunni kom fram gagnrýni á að formlegum, skriflegum erindum væri ekki svarað frá Biskupsstofu eða þeim svarað seint og um síðir og athugasemdum úr héraði væri ekki sinnt.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira