Fleiri fréttir Klamydíusmitum fer fækkandi Fjöldi þeirra sem greinst hafa með klamydíu hefur dregist saman um tæp 10 prósent á milli ára, sé litið á fyrstu níu mánuði ársins. Samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala bendir það til þess að færri hafi smitast af klamydíu. Frá þessu er greint í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. 2.11.2011 11:15 Í gæsluvarðhald fyrir að ræna konur Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er sakaður um að hafa rænt gamla konu og aðra á miðjum aldri í síðasta mánuði. 2.11.2011 11:08 Höfuðpaur í fíkniefnamáli með níu dóma Höfuðpaurinn meinti í umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem kom upp í síðasta mánuði, á að baki níu refsidóma. Síðast var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir fíkniefnasmygl til landsins og fleiri sakir. 2.11.2011 09:00 Íslensku víkingarnir notuðu kristalla sem siglingartæki Íslensku víkingarnir á söguöld notuðu kristalla sem siglingartæki þegar þeir sigldu um á langskipum sínum milli landa, eða heimsálfa. Getið er um þessa kristalla sem sólarsteina á nokkrum stöðum í Íslendingasögunum. 2.11.2011 07:55 Víða slæmt verður á miðunum Víða er slæmt veður á miðunum umhverfis landið og innan við hundrað fiskiskip á sjó. Þar af eru sum í vari og spáð er stormi á öllum miðum nema Suðausturmiðum og Færeyjadjúpi. 2.11.2011 07:44 Alhvít jörð á Akureyri Alhvítt er á Akureyri eftir snjómuggu í bænum í alla nótt. Þar er því hálka nú í morgunsárið. 2.11.2011 07:41 Björgunarsveit aftur kölluð út upp á Þröskulda Björgunarsveit frá Hólmavík var kölluð út í gærkvöldi til að fara upp á Þröskulda og sækja þangað mann, sem sat fastur í bíl sínum. 2.11.2011 07:21 Slapp ómeiddur úr logandi húsi á Tálknafirði Húsráðandi slapp ómeiddur út, þegar eldur kviknaði í íbúðarhusi á Tálknafirði í gærkvöldi. 2.11.2011 07:16 Hættan á tapi betri en of mikið eftirlit Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að auka þurfi tapsáhættu fjármálafyrirtækja. Ráðherrann talaði á haustráðstefnu KPMG, þar sem sjónum var beint að eftirliti. 2.11.2011 07:00 Lengri afgreiðslutími fyrir hærra gjald Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir marga sundlaugargesti vilja að aðgangseyrir verði hækkaður til að hægt sé að lengja afgreiðslutíma sundlauganna. 2.11.2011 06:00 Vilja hefja tilraunaeldi í vor Forsvarsmenn Arnarlax á Bíldudal gera ráð fyrir að tilraunaeldi á laxi í Arnarfirði geti hafist næsta vor, en síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið kannað aðstæður á svæðinu. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækinu til handa liggja nú hjá Umhverfisstofnun og Fiskistofu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arnarlaxi. 2.11.2011 04:00 Töldu óþarft að vara við eitri í Fossvogsdal Rottueitur fór óvart í regnvatnsbrunna og barst í Fossvogslæk. Borgin taldi óþarft að vara fólk við. Það hafi helst verið ástæða til að fylgjast með hundum. Tilkynningum um rottur fækkar. Þær eru þó að nema ný lönd austan Elliðaáa. "Þetta veldur kannski ótta hjá fólki en við töldum ekki þá hættu stafa af þessu að það væri ástæða til að senda út tilkynningu,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, um rottueitur sem fyrir misgáning barst í Fossvogslæk. 2.11.2011 00:01 BSRB segir fjöldann sláandi Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, segir fjölda ráðninga ráðuneytanna án auglýsinga vera sláandi og ekki í anda þess að sá hæfasti sé ráðinn í hvert skipti. 2.11.2011 00:01 Aldrei fleiri farþegar hjá Strætó Yfir 900 þúsund farþegar stigu inn í strætisvagna Strætó bs. í októbermánuði, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Strætó telur farþega í öllum vögnum í þrjá daga í október ár hvert. 2.11.2011 00:01 Töluvert tjón á Tálknafirði Töluvert tjón varð í kvöld þegar eldur kom upp í einbýlishúsi á Tálknafirði. Húsið var fullt af reyk þegar slökkvilið kom á staðinn og mikill eldur í vegg inni í húsinu. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni. Húsráðndi var heima þegar eldurinn kom upp og komst hann út án meiðsla. 1.11.2011 22:03 Hvalfjarðargöngin loka í nótt Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna viðhaldsvinnu í nótt og næstu þrettán virkar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Unnið er að viðgerð í göngunum. Eðlileg opnum verður um helgar. 1.11.2011 21:42 Löggan segir rappstríðið sviðsett - ríkissaksóknari ósammála Lögregla telur að árás rapparans Móra á Erp Eyvindarson á síðasta ári hafi verið sviðsett en meðal annars kom hnífur og rafbyssa við sögu. Ríkissaksóknari er þessu ósammála og vill frekari rannsókn. 1.11.2011 19:30 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1.11.2011 18:00 Reykjavíkurborg mismunar börnum eftir fæðingarári Reykjavíkurborg mismunar börnum eftir því hvaða ár þau eru fædd. Móðir drengs sem er fæddur í janúar 2010 segir son sinn fá síðri tækifæri til að njóta faglegrar þjónustu leikskóla borgarinnar en önnur börn. 1.11.2011 20:18 Göng undir Vaðlaheiði talin standa undir sér Nýir endurútreikningar um arðsemi Vaðlaheiðarganga benda til að veggjöld muni standa undir göngunum og hófust viðræður í dag við verktaka um næstu skref. Enn vantar þó grænt ljós frá ríkisstjórn. 1.11.2011 19:18 Móðirin ákærð fyrir manndráp af ásetningi Ung kona sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón hefur verið ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Hún var metin sakhæf og á yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Hún er talin hafa borið ein ábyrgð á dauða barnsins. 1.11.2011 18:45 Tveggja ára festi fótinn milli ofns og veggs Tíu ára stúlka var flutt á slysadeild eftir að hún datt úr rólu á leiksvæði við grunnskóla í borginni í hádeginu í gær. Um var að ræða svokallaða tveggja manna rólu en talið er að mun fleiri börn hafi verið í rólunni þegar óhappið varð. Stúlkan fann til í baki en ekki er vitað frekar um líðan hennar. 1.11.2011 17:29 Hæstiréttur: Gæsluvarðhald yfir meintum höfuðpaur staðfest Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir meintum höfuðpaur sem handtekinn var á laugardaginn var í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál ársins. Fíkniefnin komu með gámaflutningaskipi til Straumsvíkur. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til ellefta nóvember. 1.11.2011 16:58 Víkingur Heiðar Ólafsson spilar Ave Maria Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari kom á nýsköpunarþingið á Grand Hóteli í morgun og lék þrjú lög fyrir gesti. 1.11.2011 14:34 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1.11.2011 14:13 Ákærður fyrir að níðast á barni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að níðast á fjórtán ára gömlum pilti. Þá er hann einnig ákærður fyrir að greiða honum pening fyrir. Alls voru þrír karlmenn kærðir vegna málsins. 1.11.2011 13:26 Kærður fyrir að nauðga pilti - málið fellt niður Mál gegn rúmlega þrítugum karlmanni, sem kærður var fyrir nauðgun af tvítugum pilti í heimahúsi í Hafnarfirði, hefur verið fellt niður. Eftir rannsókn lögreglu og Ríkissaksóknara var ekki talið líklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar. 1.11.2011 12:30 Harmleikur á Laugavegi: Móðirin ákærð Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á móður barnsins sem fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón í júlí síðastliðnum. 1.11.2011 12:02 Borgarstjórinn benti mótmælendum á að fá leyfi fyrir tjöldum "Við bentum þeim á að fá leyfi,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, þegar hann er spurður út í Occupy-mótmælin á Austurvelli. 1.11.2011 16:45 Tjaldbúðirnar á Austurvelli fjarlægðar Tjöld sem mótmælendur höfðu komið fyrir á Austurvelli voru fjarlægð í dag. Tjaldbúðirnar voru settar upp af hópi fólks sem kallar sig Occupy Reykjavík en mótmæli af þessum toga hafa breiðst út um heimsbyggðina frá því Occupy Wall Street mótmælin hófust fyrir nokkrum mánuðum. Í gær fjarlægðu starfsmenn borgarinnar með aðstoð lögreglu eitt tjald sem sett hafði verið upp og var einn mótmælandi handtekinn í þeirri aðgerð. 1.11.2011 16:18 Orkustofnun opnar vefsíðu um smjáskjálfta við Hellisheiðarvirkjun Orkustofnun hefur opnað vefsíðu sem miðar að því að veita upplýsingar um smáskjálfta við Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun. Er þetta gert að beiðni iðnaðarráðuneytisins. 1.11.2011 16:03 Samþykkja að reisa minnismerki um fyrstu alþingiskonuna Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að heiðra minningu Ingibjargar H. Bjarnason, fyrsta alþingismanns Íslendinga úr hópi kvenna, með því að hefja undirbúning að gerð minnismerkis, sem valinn verði staður á áberandi stað í borginni. 1.11.2011 15:16 Sagðist hafa verið neyddur til þess að selja fíkniefni Fimmtugur karlmaður var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystri í gær fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1.11.2011 14:55 Ríkisendurskoðun vill að biskup víki sem formaður Kirkjuráðs Ríkisendurskoðun vill að biskup víki sem formaður Kirkjuráðs, en það fer með framkvæmdavald í málefnum þjóðkirkjunnar og tekur ýmsar ákvarðanir er varðar fjárhag hennar og rekstur. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um þjóðkirkjuna og er birt í dag. 1.11.2011 13:52 Aldrei fleiri með Strætó Heildarfjöldi þeirra sem ferðuðust með Strætó í nýliðnum októbermánuði hefur aldrei verið meiri. Rúmlega níuhundruð þúsund farþegar nýttu sér almenningsvagnana í mánuðinum. Borið saman við sama tíma í fyrra nemur aukningin 76 þúsund farþegum eða um 9,15 prósentum. Sé hinsvegar horft allt aftur til ársins 2005 nemur aukningin 41 prósenti. 1.11.2011 13:06 Ekki rétt að tala um laus pláss á leiksskólum - vantar fjármagn Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ekki rétt að tala um laus pláss á leikskólum þó þar séu ónýttir fermetrar. Staðreyndin sé sú að ekki sé til fjármagn til að borga fleira starfsfólki laun. 1.11.2011 12:14 Ríkur vilji til að tryggja velferð hreindýra Mikið hefur verið fjallað um hreindýr á á Mýrum í Hornafirði sem hafa flækt horn sín í girðingum bænda á svæðinu. Bæjarráð Hornfjarðar vill koma því á framfæri að ríkur vilji sé til þess að leita allra leiða til að tryggja velferð dýranna en jafnframt að takmarka eins og kostur er tjón bænda vegna ágangs þeirra. "Sú girðing sem hreindýr hafa flækst í nú í haust er frá árinu 2007 og hefur gengið úr lagi vegna ágangs þeirra,“ segir í ályktun bæjarráðs. "Í landi Flateyjar á Mýrum og nærliggjandi svæðum voru að staðaldri 20 - 30 dýr í sumar og á haustdögum um 200 dýr. Það er þekkt að girðingar stöðva ekki dýrin og þau valda oft verulegu tjóni á girðingunum og ræktarlandi. Kostnaður sem af þessu hlýst lendir óbættur á landeigendum.“ 1.11.2011 11:55 Slökkt á öðru hverju ljósi á Reykjanesbrautinni „Við spörum tíu milljónir á þessu,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sem hefur slökkt á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni. Vegfarandi sendi Vísi póst í morgun og benti á að svona væri í pottinn búið. 1.11.2011 11:48 Það er bannað að njóta listar í dag Í dag er bannað að njóta lista, en bandalag íslenskra listamanna (BÍL) stendur fyrir listalausa deginum í dag. Þannig hafa listamenn pakkað styttum í miðborg Reykjavíkur inn í plast svo það sé örugglega ekki hægt að njóta listarinnar. 1.11.2011 11:07 Hjólreiðamenn harma slysið á Dalvegi Landssamtök hjólreiðamanna harma hið hræðilega slys sem varð á Dalvegi í Kópavogi miðvikudaginn 19. október síðastliðinn samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum. 1.11.2011 10:53 María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1.11.2011 10:28 Meira en helmingur níu til tólf ára barna á Facebook Meira en helmingur barna á Norðurlöndum á aldrinum 9 til 12 ára notar samskiptasíður eins og Facebook, þar sem aldurstakmark notenda er 13 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á vegum Evrópusambandsins á internetnotkun barna. Ísland tók ekki þátt í rannsókninni, en hlutfall notkunar samskiptasíðna eins og Facebook hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum. 1.11.2011 10:00 Fjölgað í hópi tjaldmótmælenda á Austurvelli Þrjú tjöld eru núna á Austurvelli vegna Occupy-mótmælanna en eitt slíkt tjald var fjarlægt í gærdag af lögreglunni. Í gærkvöldi reistu mótmælendur þrjú tjöld og gistu þrír mótmælendur í þeim í nótt. 1.11.2011 09:56 Átt þú Pax-skáp með Aurland-hurðum? IKEA biður þá viðskiptavini sína sem eiga PAX fataskáp með AURLAND speglahurð frá framleiðanda með númerinu 12650 vinsamlegast um að hafa strax samband við þjónustuver. 1.11.2011 09:42 Óveður og ófærð víða á Vestfjörðum Óveður er víða á Vestfjörðum og sumstaðar vestanlands, til dæmis við Hraunsmúla á Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli og sandfok er í Búlandshöfða. 1.11.2011 08:48 Sjá næstu 50 fréttir
Klamydíusmitum fer fækkandi Fjöldi þeirra sem greinst hafa með klamydíu hefur dregist saman um tæp 10 prósent á milli ára, sé litið á fyrstu níu mánuði ársins. Samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala bendir það til þess að færri hafi smitast af klamydíu. Frá þessu er greint í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. 2.11.2011 11:15
Í gæsluvarðhald fyrir að ræna konur Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er sakaður um að hafa rænt gamla konu og aðra á miðjum aldri í síðasta mánuði. 2.11.2011 11:08
Höfuðpaur í fíkniefnamáli með níu dóma Höfuðpaurinn meinti í umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem kom upp í síðasta mánuði, á að baki níu refsidóma. Síðast var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir fíkniefnasmygl til landsins og fleiri sakir. 2.11.2011 09:00
Íslensku víkingarnir notuðu kristalla sem siglingartæki Íslensku víkingarnir á söguöld notuðu kristalla sem siglingartæki þegar þeir sigldu um á langskipum sínum milli landa, eða heimsálfa. Getið er um þessa kristalla sem sólarsteina á nokkrum stöðum í Íslendingasögunum. 2.11.2011 07:55
Víða slæmt verður á miðunum Víða er slæmt veður á miðunum umhverfis landið og innan við hundrað fiskiskip á sjó. Þar af eru sum í vari og spáð er stormi á öllum miðum nema Suðausturmiðum og Færeyjadjúpi. 2.11.2011 07:44
Alhvít jörð á Akureyri Alhvítt er á Akureyri eftir snjómuggu í bænum í alla nótt. Þar er því hálka nú í morgunsárið. 2.11.2011 07:41
Björgunarsveit aftur kölluð út upp á Þröskulda Björgunarsveit frá Hólmavík var kölluð út í gærkvöldi til að fara upp á Þröskulda og sækja þangað mann, sem sat fastur í bíl sínum. 2.11.2011 07:21
Slapp ómeiddur úr logandi húsi á Tálknafirði Húsráðandi slapp ómeiddur út, þegar eldur kviknaði í íbúðarhusi á Tálknafirði í gærkvöldi. 2.11.2011 07:16
Hættan á tapi betri en of mikið eftirlit Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að auka þurfi tapsáhættu fjármálafyrirtækja. Ráðherrann talaði á haustráðstefnu KPMG, þar sem sjónum var beint að eftirliti. 2.11.2011 07:00
Lengri afgreiðslutími fyrir hærra gjald Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir marga sundlaugargesti vilja að aðgangseyrir verði hækkaður til að hægt sé að lengja afgreiðslutíma sundlauganna. 2.11.2011 06:00
Vilja hefja tilraunaeldi í vor Forsvarsmenn Arnarlax á Bíldudal gera ráð fyrir að tilraunaeldi á laxi í Arnarfirði geti hafist næsta vor, en síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið kannað aðstæður á svæðinu. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækinu til handa liggja nú hjá Umhverfisstofnun og Fiskistofu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arnarlaxi. 2.11.2011 04:00
Töldu óþarft að vara við eitri í Fossvogsdal Rottueitur fór óvart í regnvatnsbrunna og barst í Fossvogslæk. Borgin taldi óþarft að vara fólk við. Það hafi helst verið ástæða til að fylgjast með hundum. Tilkynningum um rottur fækkar. Þær eru þó að nema ný lönd austan Elliðaáa. "Þetta veldur kannski ótta hjá fólki en við töldum ekki þá hættu stafa af þessu að það væri ástæða til að senda út tilkynningu,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, um rottueitur sem fyrir misgáning barst í Fossvogslæk. 2.11.2011 00:01
BSRB segir fjöldann sláandi Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, segir fjölda ráðninga ráðuneytanna án auglýsinga vera sláandi og ekki í anda þess að sá hæfasti sé ráðinn í hvert skipti. 2.11.2011 00:01
Aldrei fleiri farþegar hjá Strætó Yfir 900 þúsund farþegar stigu inn í strætisvagna Strætó bs. í októbermánuði, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Strætó telur farþega í öllum vögnum í þrjá daga í október ár hvert. 2.11.2011 00:01
Töluvert tjón á Tálknafirði Töluvert tjón varð í kvöld þegar eldur kom upp í einbýlishúsi á Tálknafirði. Húsið var fullt af reyk þegar slökkvilið kom á staðinn og mikill eldur í vegg inni í húsinu. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni. Húsráðndi var heima þegar eldurinn kom upp og komst hann út án meiðsla. 1.11.2011 22:03
Hvalfjarðargöngin loka í nótt Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna viðhaldsvinnu í nótt og næstu þrettán virkar nætur frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Unnið er að viðgerð í göngunum. Eðlileg opnum verður um helgar. 1.11.2011 21:42
Löggan segir rappstríðið sviðsett - ríkissaksóknari ósammála Lögregla telur að árás rapparans Móra á Erp Eyvindarson á síðasta ári hafi verið sviðsett en meðal annars kom hnífur og rafbyssa við sögu. Ríkissaksóknari er þessu ósammála og vill frekari rannsókn. 1.11.2011 19:30
Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1.11.2011 18:00
Reykjavíkurborg mismunar börnum eftir fæðingarári Reykjavíkurborg mismunar börnum eftir því hvaða ár þau eru fædd. Móðir drengs sem er fæddur í janúar 2010 segir son sinn fá síðri tækifæri til að njóta faglegrar þjónustu leikskóla borgarinnar en önnur börn. 1.11.2011 20:18
Göng undir Vaðlaheiði talin standa undir sér Nýir endurútreikningar um arðsemi Vaðlaheiðarganga benda til að veggjöld muni standa undir göngunum og hófust viðræður í dag við verktaka um næstu skref. Enn vantar þó grænt ljós frá ríkisstjórn. 1.11.2011 19:18
Móðirin ákærð fyrir manndráp af ásetningi Ung kona sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón hefur verið ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Hún var metin sakhæf og á yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Hún er talin hafa borið ein ábyrgð á dauða barnsins. 1.11.2011 18:45
Tveggja ára festi fótinn milli ofns og veggs Tíu ára stúlka var flutt á slysadeild eftir að hún datt úr rólu á leiksvæði við grunnskóla í borginni í hádeginu í gær. Um var að ræða svokallaða tveggja manna rólu en talið er að mun fleiri börn hafi verið í rólunni þegar óhappið varð. Stúlkan fann til í baki en ekki er vitað frekar um líðan hennar. 1.11.2011 17:29
Hæstiréttur: Gæsluvarðhald yfir meintum höfuðpaur staðfest Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir meintum höfuðpaur sem handtekinn var á laugardaginn var í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál ársins. Fíkniefnin komu með gámaflutningaskipi til Straumsvíkur. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til ellefta nóvember. 1.11.2011 16:58
Víkingur Heiðar Ólafsson spilar Ave Maria Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari kom á nýsköpunarþingið á Grand Hóteli í morgun og lék þrjú lög fyrir gesti. 1.11.2011 14:34
María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1.11.2011 14:13
Ákærður fyrir að níðast á barni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að níðast á fjórtán ára gömlum pilti. Þá er hann einnig ákærður fyrir að greiða honum pening fyrir. Alls voru þrír karlmenn kærðir vegna málsins. 1.11.2011 13:26
Kærður fyrir að nauðga pilti - málið fellt niður Mál gegn rúmlega þrítugum karlmanni, sem kærður var fyrir nauðgun af tvítugum pilti í heimahúsi í Hafnarfirði, hefur verið fellt niður. Eftir rannsókn lögreglu og Ríkissaksóknara var ekki talið líklegt að ákæra myndi leiða til sakfellingar. 1.11.2011 12:30
Harmleikur á Laugavegi: Móðirin ákærð Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á móður barnsins sem fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón í júlí síðastliðnum. 1.11.2011 12:02
Borgarstjórinn benti mótmælendum á að fá leyfi fyrir tjöldum "Við bentum þeim á að fá leyfi,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, þegar hann er spurður út í Occupy-mótmælin á Austurvelli. 1.11.2011 16:45
Tjaldbúðirnar á Austurvelli fjarlægðar Tjöld sem mótmælendur höfðu komið fyrir á Austurvelli voru fjarlægð í dag. Tjaldbúðirnar voru settar upp af hópi fólks sem kallar sig Occupy Reykjavík en mótmæli af þessum toga hafa breiðst út um heimsbyggðina frá því Occupy Wall Street mótmælin hófust fyrir nokkrum mánuðum. Í gær fjarlægðu starfsmenn borgarinnar með aðstoð lögreglu eitt tjald sem sett hafði verið upp og var einn mótmælandi handtekinn í þeirri aðgerð. 1.11.2011 16:18
Orkustofnun opnar vefsíðu um smjáskjálfta við Hellisheiðarvirkjun Orkustofnun hefur opnað vefsíðu sem miðar að því að veita upplýsingar um smáskjálfta við Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun. Er þetta gert að beiðni iðnaðarráðuneytisins. 1.11.2011 16:03
Samþykkja að reisa minnismerki um fyrstu alþingiskonuna Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að heiðra minningu Ingibjargar H. Bjarnason, fyrsta alþingismanns Íslendinga úr hópi kvenna, með því að hefja undirbúning að gerð minnismerkis, sem valinn verði staður á áberandi stað í borginni. 1.11.2011 15:16
Sagðist hafa verið neyddur til þess að selja fíkniefni Fimmtugur karlmaður var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystri í gær fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1.11.2011 14:55
Ríkisendurskoðun vill að biskup víki sem formaður Kirkjuráðs Ríkisendurskoðun vill að biskup víki sem formaður Kirkjuráðs, en það fer með framkvæmdavald í málefnum þjóðkirkjunnar og tekur ýmsar ákvarðanir er varðar fjárhag hennar og rekstur. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um þjóðkirkjuna og er birt í dag. 1.11.2011 13:52
Aldrei fleiri með Strætó Heildarfjöldi þeirra sem ferðuðust með Strætó í nýliðnum októbermánuði hefur aldrei verið meiri. Rúmlega níuhundruð þúsund farþegar nýttu sér almenningsvagnana í mánuðinum. Borið saman við sama tíma í fyrra nemur aukningin 76 þúsund farþegum eða um 9,15 prósentum. Sé hinsvegar horft allt aftur til ársins 2005 nemur aukningin 41 prósenti. 1.11.2011 13:06
Ekki rétt að tala um laus pláss á leiksskólum - vantar fjármagn Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ekki rétt að tala um laus pláss á leikskólum þó þar séu ónýttir fermetrar. Staðreyndin sé sú að ekki sé til fjármagn til að borga fleira starfsfólki laun. 1.11.2011 12:14
Ríkur vilji til að tryggja velferð hreindýra Mikið hefur verið fjallað um hreindýr á á Mýrum í Hornafirði sem hafa flækt horn sín í girðingum bænda á svæðinu. Bæjarráð Hornfjarðar vill koma því á framfæri að ríkur vilji sé til þess að leita allra leiða til að tryggja velferð dýranna en jafnframt að takmarka eins og kostur er tjón bænda vegna ágangs þeirra. "Sú girðing sem hreindýr hafa flækst í nú í haust er frá árinu 2007 og hefur gengið úr lagi vegna ágangs þeirra,“ segir í ályktun bæjarráðs. "Í landi Flateyjar á Mýrum og nærliggjandi svæðum voru að staðaldri 20 - 30 dýr í sumar og á haustdögum um 200 dýr. Það er þekkt að girðingar stöðva ekki dýrin og þau valda oft verulegu tjóni á girðingunum og ræktarlandi. Kostnaður sem af þessu hlýst lendir óbættur á landeigendum.“ 1.11.2011 11:55
Slökkt á öðru hverju ljósi á Reykjanesbrautinni „Við spörum tíu milljónir á þessu,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sem hefur slökkt á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni. Vegfarandi sendi Vísi póst í morgun og benti á að svona væri í pottinn búið. 1.11.2011 11:48
Það er bannað að njóta listar í dag Í dag er bannað að njóta lista, en bandalag íslenskra listamanna (BÍL) stendur fyrir listalausa deginum í dag. Þannig hafa listamenn pakkað styttum í miðborg Reykjavíkur inn í plast svo það sé örugglega ekki hægt að njóta listarinnar. 1.11.2011 11:07
Hjólreiðamenn harma slysið á Dalvegi Landssamtök hjólreiðamanna harma hið hræðilega slys sem varð á Dalvegi í Kópavogi miðvikudaginn 19. október síðastliðinn samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum. 1.11.2011 10:53
María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1.11.2011 10:28
Meira en helmingur níu til tólf ára barna á Facebook Meira en helmingur barna á Norðurlöndum á aldrinum 9 til 12 ára notar samskiptasíður eins og Facebook, þar sem aldurstakmark notenda er 13 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á vegum Evrópusambandsins á internetnotkun barna. Ísland tók ekki þátt í rannsókninni, en hlutfall notkunar samskiptasíðna eins og Facebook hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum. 1.11.2011 10:00
Fjölgað í hópi tjaldmótmælenda á Austurvelli Þrjú tjöld eru núna á Austurvelli vegna Occupy-mótmælanna en eitt slíkt tjald var fjarlægt í gærdag af lögreglunni. Í gærkvöldi reistu mótmælendur þrjú tjöld og gistu þrír mótmælendur í þeim í nótt. 1.11.2011 09:56
Átt þú Pax-skáp með Aurland-hurðum? IKEA biður þá viðskiptavini sína sem eiga PAX fataskáp með AURLAND speglahurð frá framleiðanda með númerinu 12650 vinsamlegast um að hafa strax samband við þjónustuver. 1.11.2011 09:42
Óveður og ófærð víða á Vestfjörðum Óveður er víða á Vestfjörðum og sumstaðar vestanlands, til dæmis við Hraunsmúla á Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli og sandfok er í Búlandshöfða. 1.11.2011 08:48