Kvað lyfin flest í eigu draughræddrar konu 3. nóvember 2011 09:15 Júlíus segist aldrei hafa átt kókaín. Útlendir múrarar hljóti að hafa skilið það eftir á heimili hans.Fréttablaðið/valli Júlíus Þorbergsson kaupmaður, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, kvaðst fyrir dómi í gær aldrei hafa selt lyfseðilsskyld lyf úr verslun sinni við Rauðarárstíg. Lögreglan handtók Júlíus í fyrrasumar og lokaði Draumnum. Í versluninni og á tveimur öðrum stöðum í höfuðborginni fundust rúmlega þúsund skammtar af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem Júlíus var síðan ákærður fyrir að hafa ætlað að selja í verslun sinni. Þetta segir Júlíus af og frá. Þorra lyfjanna hafi hann haft til geymslu fyrir kunningjakonu sína, sem nú sé látin. „Hún var farin að sjá einhverja drauga sem voru að labba í íbúðinni hjá henni,“ sagði Júlíus. „Hún var búin að fá sér „security“-kerfi og þeir voru farnir að fara fram hjá því – einhverjir ósýnilegir menn.“ Af þessum sökum hafi hún talið nauðsynlegt að losna við lyfin. Hún hafi sent þau til hans í pokum, en hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir hefðu að geyma. Sækjandi spurði Júlíus hvers vegna hann hafi ekki snúið sér til lögreglunnar þegar hann fékk í hendur slíkt magn lyfja. „Ef maður er beðinn um að geyma eitthvað þá fer maður ekki með það til lögreglunnar,“ sagði Júlíus. Tvær konur hafa borið hjá lögreglu að Júlíus hafi selt þeim lyf. Hvorug þeirra kom fyrir réttinn í gær. Júlíus sagðist þekkja aðra þeirra en hann vissi ekki hvað þeim gengi til með að bera á hann þessar sakir. „Það er kannski bara illkvittni,“ stakk hann upp á. Júlíus er jafnframt ákærður fyrir að selja nef- og munntóbak, en hjá honum fundust rétt tæplega 2.000 dósir af slíku tóbaki. Hann gengst við því. „Maður hugsar ekkert út í það,“ sagði hann, spurður hvort hann hefði gert sér grein fyrir því að það væri ólöglegt. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Júlíusar, spurði hann hverjir hefðu verið helstu kaupendurnir að slíku tóbaki. „Þjónar ríkisins, fyrst og fremst,“ svaraði Júlíus. Inntur eftir því hverjir það væru sagðist hann eiga við lögreglumenn. Á heimili Júlíusar fannst 21 gramm af kókaíni sem honum er gert að sök að hafa ætlað að selja. „Ég hef aldrei átt kókaín – aldrei nokkurn tímann,“ staðhæfði Júlíus, og gat sér þess til að erlendir múrarar, sem hefðu dvalist í húsinu um skeið, hlytu að hafa skilið það eftir. Að síðustu er Júlíus ákærður fyrir peningaþvætti. Í fórum hans fannst jafnvirði á elleftu milljónar króna sem ákæruvaldið telur ávinning af ólöglegri starfsemi og vill gera upptækt. Júlíus sagði féð hafa verið geymt í rykfallinni tösku undir rúmi og hefði verið þar árum saman. Það væri afrakstur lögmætrar vinnu hans til áratuga. Aðalmeðferðinni verður fram haldið þegar næst í nauðsynleg vitni. stigur@frettabladid.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Júlíus Þorbergsson kaupmaður, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, kvaðst fyrir dómi í gær aldrei hafa selt lyfseðilsskyld lyf úr verslun sinni við Rauðarárstíg. Lögreglan handtók Júlíus í fyrrasumar og lokaði Draumnum. Í versluninni og á tveimur öðrum stöðum í höfuðborginni fundust rúmlega þúsund skammtar af lyfseðilsskyldum lyfjum, sem Júlíus var síðan ákærður fyrir að hafa ætlað að selja í verslun sinni. Þetta segir Júlíus af og frá. Þorra lyfjanna hafi hann haft til geymslu fyrir kunningjakonu sína, sem nú sé látin. „Hún var farin að sjá einhverja drauga sem voru að labba í íbúðinni hjá henni,“ sagði Júlíus. „Hún var búin að fá sér „security“-kerfi og þeir voru farnir að fara fram hjá því – einhverjir ósýnilegir menn.“ Af þessum sökum hafi hún talið nauðsynlegt að losna við lyfin. Hún hafi sent þau til hans í pokum, en hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir hefðu að geyma. Sækjandi spurði Júlíus hvers vegna hann hafi ekki snúið sér til lögreglunnar þegar hann fékk í hendur slíkt magn lyfja. „Ef maður er beðinn um að geyma eitthvað þá fer maður ekki með það til lögreglunnar,“ sagði Júlíus. Tvær konur hafa borið hjá lögreglu að Júlíus hafi selt þeim lyf. Hvorug þeirra kom fyrir réttinn í gær. Júlíus sagðist þekkja aðra þeirra en hann vissi ekki hvað þeim gengi til með að bera á hann þessar sakir. „Það er kannski bara illkvittni,“ stakk hann upp á. Júlíus er jafnframt ákærður fyrir að selja nef- og munntóbak, en hjá honum fundust rétt tæplega 2.000 dósir af slíku tóbaki. Hann gengst við því. „Maður hugsar ekkert út í það,“ sagði hann, spurður hvort hann hefði gert sér grein fyrir því að það væri ólöglegt. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Júlíusar, spurði hann hverjir hefðu verið helstu kaupendurnir að slíku tóbaki. „Þjónar ríkisins, fyrst og fremst,“ svaraði Júlíus. Inntur eftir því hverjir það væru sagðist hann eiga við lögreglumenn. Á heimili Júlíusar fannst 21 gramm af kókaíni sem honum er gert að sök að hafa ætlað að selja. „Ég hef aldrei átt kókaín – aldrei nokkurn tímann,“ staðhæfði Júlíus, og gat sér þess til að erlendir múrarar, sem hefðu dvalist í húsinu um skeið, hlytu að hafa skilið það eftir. Að síðustu er Júlíus ákærður fyrir peningaþvætti. Í fórum hans fannst jafnvirði á elleftu milljónar króna sem ákæruvaldið telur ávinning af ólöglegri starfsemi og vill gera upptækt. Júlíus sagði féð hafa verið geymt í rykfallinni tösku undir rúmi og hefði verið þar árum saman. Það væri afrakstur lögmætrar vinnu hans til áratuga. Aðalmeðferðinni verður fram haldið þegar næst í nauðsynleg vitni. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira