Sjúkrahús í Eyjum háð söfnun Bjarna 3. nóvember 2011 05:00 „Þetta hefur ábyggilega sparað fólki fleiri milljónir að þurfa ekki að fara suður,“ segir Bjarni sem sjálfur er uppalinn Eyjamaður. Hann hefur búið þar alla tíð og fer sjaldan til lands. „Enda voða lítið að sækja þangað,“ segir hann. Fréttablaðið/Óskar „Þetta var síðasta gjöfin, enda er ég að verða áttræður,“ segir Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, sem gaf Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannnaeyjum nýtt ómtæki í byrjun vikunnar. Bjarni hefur verið í forsvari fyrir hópi fólks sem gefið hefur stofnuninni tæki og tól fyrir hátt í 200 milljónir króna síðustu tíu ár. „Ég var einn af þeim fyrstu sem lentu á Grensásdeildinni þegar brotnaði hjá mér axlarliðurinn. Þá sá ég rosalega mikið af illa leiknu fólki,“ segir Bjarni spurður út í gjafirnar. „Mér er sérstaklega minnisstæður einn ungur maður frá Akranesi. Hann hafði komið til Reykjavíkur að kaupa bíl en á leiðinni upp á Skaga lenti hann í bílslysi og lamaðist. Hann grét svo mikið á kvöldin – hjúkkurnar reyndu að vefja hann inn í teppi og hugga. Þetta tók svo á mig enda var þetta ungur maður sem er enn bundinn í hjólastól.“ Saga unga piltsins af Skaganum varð til þess að Bjarni fór að velta því fyrir sér hvernig hann gæti stutt við bakið á Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum. Hann leitaði því á náðir góðra vina. „Ég á svo marga góða vini og kunningja sem hafa stutt svona vel við bakið á mér,“ segir Bjarni. Skipstjórinn fyrrverandi segist ekki muna öll þau tæki og tól sem hann hefur safnað fyrir. Þar má þó nefna 30 sjúkrarúm, röntgentæki og ljós á skurðstofuna, svo fátt eitt sé nefnt. Þá gaf hann skáp sem notaður er til að blanda saman lyfjum fyrir krabbameinsmeðferðir. „Heilbrigðisyfirvöld ætluðu nú ekki að leyfa okkur að gefa skápinn en það hafðist með þrjóskunni,“ segir Eyjapeyinn. Gjafirnar skipta stofnunina miklu. „Þetta skiptir í raun öllu máli fyrir stofnunina. Við fáum um eina milljón króna á ári á fjárlögum til tækjakaupa. Það dugir kannski fyrir einni eða tveimur tölvum. Við erum hins vegar með tæki fyrir nokkur hundruð miljónir króna og þyrftum 30 milljónir á ári til að halda þeim við,“ segir Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. „Ef þessar gjafir hefðu ekki komið til værum við ekki sjúkrahús heldur elliheimili. Þessi tæki skipta öllu í heilbrigðisþjónustu við Vestmannaeyinga.“ kristjan@frettabladid.is Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Þetta var síðasta gjöfin, enda er ég að verða áttræður,“ segir Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, sem gaf Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannnaeyjum nýtt ómtæki í byrjun vikunnar. Bjarni hefur verið í forsvari fyrir hópi fólks sem gefið hefur stofnuninni tæki og tól fyrir hátt í 200 milljónir króna síðustu tíu ár. „Ég var einn af þeim fyrstu sem lentu á Grensásdeildinni þegar brotnaði hjá mér axlarliðurinn. Þá sá ég rosalega mikið af illa leiknu fólki,“ segir Bjarni spurður út í gjafirnar. „Mér er sérstaklega minnisstæður einn ungur maður frá Akranesi. Hann hafði komið til Reykjavíkur að kaupa bíl en á leiðinni upp á Skaga lenti hann í bílslysi og lamaðist. Hann grét svo mikið á kvöldin – hjúkkurnar reyndu að vefja hann inn í teppi og hugga. Þetta tók svo á mig enda var þetta ungur maður sem er enn bundinn í hjólastól.“ Saga unga piltsins af Skaganum varð til þess að Bjarni fór að velta því fyrir sér hvernig hann gæti stutt við bakið á Heilbrigðisstofnuninni í Eyjum. Hann leitaði því á náðir góðra vina. „Ég á svo marga góða vini og kunningja sem hafa stutt svona vel við bakið á mér,“ segir Bjarni. Skipstjórinn fyrrverandi segist ekki muna öll þau tæki og tól sem hann hefur safnað fyrir. Þar má þó nefna 30 sjúkrarúm, röntgentæki og ljós á skurðstofuna, svo fátt eitt sé nefnt. Þá gaf hann skáp sem notaður er til að blanda saman lyfjum fyrir krabbameinsmeðferðir. „Heilbrigðisyfirvöld ætluðu nú ekki að leyfa okkur að gefa skápinn en það hafðist með þrjóskunni,“ segir Eyjapeyinn. Gjafirnar skipta stofnunina miklu. „Þetta skiptir í raun öllu máli fyrir stofnunina. Við fáum um eina milljón króna á ári á fjárlögum til tækjakaupa. Það dugir kannski fyrir einni eða tveimur tölvum. Við erum hins vegar með tæki fyrir nokkur hundruð miljónir króna og þyrftum 30 milljónir á ári til að halda þeim við,“ segir Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. „Ef þessar gjafir hefðu ekki komið til værum við ekki sjúkrahús heldur elliheimili. Þessi tæki skipta öllu í heilbrigðisþjónustu við Vestmannaeyinga.“ kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira