Fleiri fréttir Samningur við Rússa um orkumál Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Sergey Shmatko, orkuráðherra Rússlands, undirrituðu í morgun samstarfssamning milli Íslands og Rússlands um jarðhitamál. 24.10.2011 13:38 Kvennafrídagurinn í dag Í dag, 24. október, er kvennafrídagurinn. Þennan dag, fyrir 36 árum, lögðu íslenskar konur niður vinnu til þess að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni, þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hafa skrifað greinar sem birtast í Fréttablaðinu og hér á Vísi í tilefni dagsins. 24.10.2011 12:16 Dollararegn í Þorlákshöfn Kona kom á lögreglustöðina á Selfossi í síðustu viku til að tilkynna um hvarf á tæplega 3000 bandaríkjadölum, sem jafngildir tæplega 350 þúsund krónum. Hún hafði keypt gjaldeyrinn í útibúi Landsbankans í Þolákshöfn en þegar hún ætlaði að ná í peningana stuttu síðar fann hún þá ekki. Á miðvikudag hafði maður síðan samband við lögregluna og sagðist hafa fundið tvo hundrað dollara seðla í garði sínum við Hafnarberg. 24.10.2011 12:16 Þúsundir hafa ekki fengið eingreiðsluna frá því í vor Um tvö þúsund og fimm hundruð manns hafa enn ekki fengið samningsbunda eingreiðslu upp á fimmtíu þúsund krónur þar sem fólkið var í fæðingarorlofið síðasta vor. Svo virðist sem fólkið hafa fallið milli skips og bryggju í kerfinu en hvorki fæðingarorlofssjóður né atvinnurekendur telja sig bera ábyrgð á greiðslunni. 24.10.2011 12:01 Vill forðast að löggan skipti sér af hópum sem berjast í grasótarstarfi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. 24.10.2011 11:56 Söfnuðu rúmlega þremur milljónum á Herminator Rúmar þrjár milljónir króna söfnuðust á þriðja árlega Herminator góðgerðargolfmótinu í sumar. Það er íslenski landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson sem stendur fyrir mótinu. Ágóði af mótinu hefur verið notaður til að styrkja góð málefni og í ár fengu sex góðgerðarfélög afhentar ávísanir að upphæð 300 til 800 þúsund krónur. 24.10.2011 11:38 Tíðkaðist að aka inn þrátt fyrir bann Það er Íslenska gámafélagið sem á þann bíl sem ekið var í veg fyrir hjólreiðamann á Dalvegi á miðvikudag með þeim afleiðingum að hann varð undir bílnum og slasaðist alvarlega. 24.10.2011 11:15 Íslendingarnir gefast ekki upp Veik von fæddist í morgun að lokinni fjórðu lotu af sex í útsláttarleik Hollendinga og Íslendinga í bridge á HM, þegar Ísland lagði Holland að velli, 22-7. Hollendingarnir hafa yfirhöndina enda er þetta fyrsta lotan sem Ísland vinnur í átta liða úrslitunum. Staðan í leiknum er nú 161-66, Hollendingum í vil. 24.10.2011 11:15 Rannsakað hvort yfirmaður hafi hvatt til ólöglegs innaksturs Lögreglan rannsakar nú hvort vinnureglur og jafnvel fyrirmæli yfirmanna fyrirtækis, sem staðsett er á Dalvegi, hafi gert ráð fyrir innakstri á stað þar sem inakstur er bannaður. Þetta er verið að rannsaka vegna þess að hjólreiðamaður slasaðist mjög alvarlega þegar hann varð fyrir og lenti undir gámabíl sem beygt var í veg fyrir hjólreiðamanninn á þessum stað. 24.10.2011 10:30 Reyna að ná Sölku á flot í dag Reynt verður í dag að ná fiskibátnum Sölku af botni Sandgerðishafnar, en hann sökk þar á skammri stundu í gær, eftir að stálbáturinn Rán GK sigldi á hann við bryggju, þegar Rán var að koma úr róðri. 24.10.2011 07:46 Endurtaka þarf atkvæðagreiðslu hjá Samfylkingunni Tæknilegir ágallar komu fram við talningu atkvæða til flokksstjórnar í Samfylkingunni á landsfundi flokksins um helgina, þannig að það verður að endurtaka hana. 24.10.2011 07:25 Þrjú innbrot í borginni í nótt Brotist var inn á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt og ýmsum verðmætum stolið. 24.10.2011 07:16 Brot á erlendum fyrirtækjum Skattlagning á vaxtatekjur erlendra fyrirtækja á Íslandi er skýlaust brot á samningnum um evrópska efnahagssvæðið, EES-samningnum. Skattlagningin er letjandi fyrir erlenda fjárfestingu ofan á gjaldeyrishöft sem valda því að erlendur aðili sem hefur fjárfest hér getur ekki fengið fjárfestingu sína greidda fyrr en höftum verður aflétt. 24.10.2011 06:30 Hefur störf hjá SÞ í Afganistan Gengið hefur verið frá ráðningu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í starf yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún mun flytjast til Kabúl, höfuðborgar Afganistan, um miðjan næsta mánuð. 24.10.2011 06:00 Byssumanni komið undir læknishendur Karlmanni á fertugsaldri, sem var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að hafa hleypt af skotvopni í eða við íbúðarhús í Þorlákshöfn, var sleppt úr haldi lögreglu eftir yfirheyrslur í gærdag. 24.10.2011 05:00 Helmingur fráskilinna getur ekki rætt saman um börnin Helmingur fráskilinna foreldra sem dómstóll hefur dæmt sameiginlegt forræði getur ekki komið sér saman um neitt er varðar uppeldi barnanna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal danskra foreldra og Mai Heide Ottosen var í forsvari fyrir. Ottosen er sérfræðingur í skilnaðarrannsóknum hjá Félagsvísindastofnun Danmerkur og var stödd hér á landi í vikunni. Hún hélt fyrirlestur á málþingi á mánudaginn um heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. 24.10.2011 05:00 Mál fyrir íslenska dómstóla þrátt fyrir erlent lögheimili Slitastjórnir föllnu bankanna geta nú höfðað riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimi, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi á fimmtudag. Samhliða var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði. 24.10.2011 04:00 Skólar í Kraga koma best út Skólar í nágrenni Reykjavíkur, Kraganum svokallaða, koma einna best út í samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir 10. bekki landsins í síðasta mánuði. 24.10.2011 03:15 Reisa bensínstöð í landi kirkju Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að Skeljungur annist gerð deiliskipulags á lóð sem fyrirtækið hefur tekið á leigu frá kirkjunni á jörðinni Melstað í Miðfirði. Skeljungur hyggst reisa 330 fermetra þjónustumiðstöð með bensínafgreiðslu, verslun og veitingasölu. 24.10.2011 03:15 Tyrknesk stjórnvöld ekki óskað eftir aðstoð Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir austurhluta Tyrklands í dag. Upptök skjálftans voru skammt frá borginni Van og hrundu nokkur hús í miðborginni. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vaktar ástandið. 23.10.2011 20:33 Vill lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði og auka greiðslur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vill lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði og auka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Hámarksgreiðslur Fæðingarorlofssjóðs hafa lækkað um 235 þúsund krónur á meðan hún hefur setið í ríkisstjórn. 23.10.2011 20:30 Hreindýrstarfar fastir saman á hornunum í viku Tveir hreindýrstarfar í Flatey á Mýrum hafa verið fastir saman á hornunum í tæpa viku.. Veiðimanni sem sá þá í vikunni sagði aðkomuna óhuggulega og finnst réttast að lina þjáningar þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Hall Magnússon sem var á veiðum á svæðinu þegar hann sá tarfana. Félagi Halls náði myndum af törfunum sem voru heldur æstir. Fjöldi fólks hefur haft samband við hreindýraeftirlitsmann á svæðinu, sem og Umhverfisstofnun og ráðherra umhverfismála vegna tarfanna. Umhverfisstofnun sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki standi til að fella tarfana. "Stofnunin er í sambandi við hreindýraleiðsögumann á svæðinu sem fylgist vel með þessum dýrum. Tarfarnir eru mjög varir um sig og erfitt er að nálgast þá til að fanga eða svæfa svo hægt sé losa þá við vírinn. Tarfarnir geta bitið gras og hreyft sig um þannig að þeir eiga sér lífsvon en fljótlega kemur sá tími að þeir felli hornin og munu þá losna. Að óbreyttu þykir Umhverfisstofnun ekki réttlætanlegt að fella dýrin en vel er fylgst með þeim. Ef vírinn fer að særa þau eða aðstaða þeirra mun versna á annan hátt mun verða gripið til aðgerða . Á þessu ári hefur verið verið losaður vír milli þriggja para og af 11 öðrum dýrum til viðbótar." 23.10.2011 20:00 "Nú er það okkar verkefni að útrýma atvinnuleysinu sem hrunið olli“ Það er verkefni Samfylkingarinnar að sjá til þess að fjármálamarkaðurinn fái aldrei aftur eftirlitslítið veiðileyfi á landsmenn þannig að heimili og ævisparnaður fólks verði veðsettur upp í topp og allt lagt undir. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á landsfundi flokksins í dag. 23.10.2011 19:07 Óléttar konur allt að 180 kíló Íslendingar eru orðnir næst feitasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló. 23.10.2011 18:30 Yfirheyrslum yfir byssumanni lokið - málið telst upplýst Yfirheyrslum yfir manni sem handtekinn var í Þorlákshöfn í nótt er lokið og telst málið upplýst. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekkert bendi til þess að hann hafi beint vopnum sínum gegn öðru fólki. Maðurinn er laus úr höndum lögreglu en nýtur handleiðslu lækna áfram, segir í tilkynningunni. 23.10.2011 18:02 Hefur þú séð tíkina Fríðu? - Búin að vera týnd í tvo daga Tíkin Fríða, sem er af tegundinni Weimaraner, týndist síðdegis á föstudaginn við Nesjavallaveg, nánar tiltekið á gömlu skotveiðisvæði sem kallað er Tjarnhólar. 23.10.2011 17:55 Fjölskylduhjálpin óskar eftir hárgreiðslufólki Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir hárgreiðslufólki sem er tilbúið að koma og snyrta endurgjaldslaust hár skjólstæðinga sína sem eru bæði konur, karlar og börn. 23.10.2011 16:40 Öryrkjar segja ríkisstjórnina ekki geta kennt sig við velferð Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn að endurskoða fjárlagafrumvarpið og minnka þar niðurskurð í velferðarrmálum. Framkvæmdastjóra samtakanna finnst ríkisstjórnin ekki geta kennt sig við velferð þegar enn er þrengt að öryrkjum. Áskorunin var samþykkt á aðalfundi Öryrkjabandalagsins í gær. Að mati félagsmanna ber fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012 með sér að sá niðurskurður sem hófst árið 2009 verði ekki bættur. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, segir félagsmenn áhyggjufulla. "Já, við höfum bara miklar áhyggjur af því að fólk þarf auðvitað að eiga til hnífs og skeiðar, og þegar bætur almannatrygginga hækka ekki í samræmi við lög þá á fólk erfitt með að greiða það sem það þarf að borga. Og samhliða skertum bótum hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna síðustu ár. Það er orðið dýrara að fara til læknis, fara í rannsóknir, fara til dæmis í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun, kaupa sér lyf og hjálpartæki. Við höfum bara áhyggjur af því að fólk hefur ekki efni á þessum hlutum, það verður veikara fyrir vikið og það eykur kostnað, það eykur álag annars staðar í kerfinu," segir Lilja. Öryrkjabandalagið telur þá ríkisstjórn sem kennir sig við velferð ekki hafa staðið undir nafni. "Það er mat Öryrkjabandalagsins að hún hefur ekki staðið sig sem skyldi og þrátt fyrir það að rannsóknir sýna það með óyggjandi hætti að aðstæður margra öryrkja er mjög slæm, þá er það okkar mat að þessi ríkisstjórn sem vill kenna sig við velferðarkerfið, að það er bara ekki á rökum reist," segir Lilja. 23.10.2011 16:03 Tuttugu Vildarbörn Tuttugu börnum var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í gær, fyrsta vetrardag. 23.10.2011 15:51 Byssumaðurinn yfirheyrður síðar í dag Karlmaður á fertugsaldri, sem hleypti af skoti eða skotum við heimili í Þorlákshöfn í nótt, hefur ekki verið yfirheyrður, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi. Gert er ráð fyrir að hann verði yfirheyrður síðdegis. 23.10.2011 15:47 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Listabrautar og Háaleitisbrautar rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Umferð um gatnamótin er lokuð og gera má ráð fyrir að þau verði lokuð í um hálftíma í viðbót, ef ekki lengur, vegna vettvangsrannsóknar. Vegfarendur eru beðnir um að velja sér aðra leið. Ekki er hægt að segja til um tildrög slyssins eða ástand slasaða. 23.10.2011 15:21 Íslenskir björgunarsveitarmenn tilbúnir Íslenska alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið sett á vöktunarstig eftir jarðskjálftann í Tyrklandi. Stjórnendur sveitarinnar fylgjast með ástandinu í gegnum upplýsingaveitur Sameinuðu þjóðanna og fréttir en enn sem komið er hefur lítið borist af staðfestum upplýsingum um skaðann sem skjálftinn olli. 23.10.2011 14:10 Eldfjall sigursæl Kvikmyndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í gær tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðnni í Montreal í Kanada. Myndin hefur fengið þrenn verðalaun á tæpri viku og vonast Rúnar til að gott gengi myndarinnar skili sér í Óskarskapphlaupinu. 23.10.2011 14:00 Yfirvofandi læknaskortur áhyggjuefni Nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands segir yfirvofandi læknaskort áhyggjuefni en læknum hefur fækkað um 10% á síðustu þremur árum. 23.10.2011 13:00 Fyrstu frjálsu kosningarnar í Túnis Í dag fara fram fyrstu frjálsu kosningarnar í Túnis, níu mánuðum eftir að uppreisn steypti stjórn fyrrverandi forseta lands Zinedine el Abidine Ben Ali af stóli. 23.10.2011 12:30 Byssumaður handtekinn í Þorlákshöfn Maður sem hleypti af skoti eða skotum gaf sig fram í Þorlákshöfn í nótt eftir að sérþjálfaður samningamaður frá lögreglunni spjallaði við hann í síma. 23.10.2011 11:09 Lyfjaður og dópaður ók á ljósastaur Maður, sem talinn er hafa verið undir áhrifum lyfja eða fíkniefna, ók á ljósastaur á Akranesi í nótt. Hann meiddist lítillega og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Bæði bíll og ljósastaur urðu fyrir minni háttar skemmdum. 23.10.2011 10:06 Sluppu úr bílveltu Bíll valt á Suðurlandsveginum, við Hveradalabrekku, klukkan ellefu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru þrír í bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild með sjúkrabílum. Meiðsli þeirra eru þó talin minniháttar. Mikil hálka var á Suðurlandsveginum í gærkvöldi og nótt. Bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt. 23.10.2011 09:59 Ísland komið í 8-liða úrslit Íslenska Bridds landsliðið hóf í morgun keppni í fjórðungsúrslitum á heimsmeistaramótinu í Bridds sem fram fer í Hollandi. Íslenska liðið lenti í sjötta sæti í undankeppninni og spilar á móti Hollandi í fyrsta útsláttarspilinu en Hollendingar lentu í öðru sæti og fengu því að velja sér andstæðinga. Á föstudag tapaði íslenska liðið á móti Hollendingingum 22-8. Það er þó ekki þar með sagt að Hollendingar eigi sigur vísan í dag því allt getur gerst í Briddsinu eins og fyrirliði íslenska liðsins Björn Eysteinsson sagði í samtali við fréttastofu á föstudag. 23.10.2011 09:48 Dyravörður stoppaði líkamsárás Piltur fæddur árið 1993 var vistaður í fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hann réðist á rúmlega tvítuga stúlku í Austurstrætinu klukkan rúmlega þrjú í nótt með þeim afleiðingum að hún skarst meðal annars á olnboga. 23.10.2011 09:36 Missti stjórn á sér á Kaffi Akureyri Einn gisti fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og rúðubrota. Maðurinn var á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri í gærkvöldi þegar hann missti stjórn á sér og braut þar rúðu. Lögregla var kölluð til og stóð til að keyra hann heim, en vildi maðurinn frekar gista á lögreglustöðinni og því svaf hann þar í nótt. Rætt verður við manninn þegar hann er búinn að sofa úr sér. 23.10.2011 09:18 Enginn með allar tölur réttar Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Þrír voru með 2. vinning og fá hver tæplega 160 þúsund krónur í sinn hlut. 22.10.2011 20:18 Óvíst hvort Gaddafí hafi verið krufinn Þingkosningar eiga að fara fram í Líbíu innan átta mánaða, segir formaður bráðabirgðarstjórnar Líbíu. Óvíssa ríkir um hvort lík Gaddafis, fyrrum leiðtoga landsins, hafi verið krufið í dag. 22.10.2011 19:45 Davíð Már fundinn Davíð Már Bjarnason sem sem lögreglan á Sauðárkóki lýsti eftir í gær er fundinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann drenginn í nótt. Lögreglan á Sauðárkróki þakkar þeim sem höfðu samband við lögreglu vegna málsins 22.10.2011 18:57 Bauhaus opnar - ekki geymsla fyrir bíla útrásarvíkinga Forsvarsmenn byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus telja að loksins sé að rofa til í íslensku efnahagslífi. Þeir stefna að því að opna tuttugu og eitt þúsund fermetra verslun sína hér á landi næsta vor og hafa auglýst eftir starfsfólki. 22.10.2011 18:51 Sjá næstu 50 fréttir
Samningur við Rússa um orkumál Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Sergey Shmatko, orkuráðherra Rússlands, undirrituðu í morgun samstarfssamning milli Íslands og Rússlands um jarðhitamál. 24.10.2011 13:38
Kvennafrídagurinn í dag Í dag, 24. október, er kvennafrídagurinn. Þennan dag, fyrir 36 árum, lögðu íslenskar konur niður vinnu til þess að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni, þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hafa skrifað greinar sem birtast í Fréttablaðinu og hér á Vísi í tilefni dagsins. 24.10.2011 12:16
Dollararegn í Þorlákshöfn Kona kom á lögreglustöðina á Selfossi í síðustu viku til að tilkynna um hvarf á tæplega 3000 bandaríkjadölum, sem jafngildir tæplega 350 þúsund krónum. Hún hafði keypt gjaldeyrinn í útibúi Landsbankans í Þolákshöfn en þegar hún ætlaði að ná í peningana stuttu síðar fann hún þá ekki. Á miðvikudag hafði maður síðan samband við lögregluna og sagðist hafa fundið tvo hundrað dollara seðla í garði sínum við Hafnarberg. 24.10.2011 12:16
Þúsundir hafa ekki fengið eingreiðsluna frá því í vor Um tvö þúsund og fimm hundruð manns hafa enn ekki fengið samningsbunda eingreiðslu upp á fimmtíu þúsund krónur þar sem fólkið var í fæðingarorlofið síðasta vor. Svo virðist sem fólkið hafa fallið milli skips og bryggju í kerfinu en hvorki fæðingarorlofssjóður né atvinnurekendur telja sig bera ábyrgð á greiðslunni. 24.10.2011 12:01
Vill forðast að löggan skipti sér af hópum sem berjast í grasótarstarfi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. 24.10.2011 11:56
Söfnuðu rúmlega þremur milljónum á Herminator Rúmar þrjár milljónir króna söfnuðust á þriðja árlega Herminator góðgerðargolfmótinu í sumar. Það er íslenski landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson sem stendur fyrir mótinu. Ágóði af mótinu hefur verið notaður til að styrkja góð málefni og í ár fengu sex góðgerðarfélög afhentar ávísanir að upphæð 300 til 800 þúsund krónur. 24.10.2011 11:38
Tíðkaðist að aka inn þrátt fyrir bann Það er Íslenska gámafélagið sem á þann bíl sem ekið var í veg fyrir hjólreiðamann á Dalvegi á miðvikudag með þeim afleiðingum að hann varð undir bílnum og slasaðist alvarlega. 24.10.2011 11:15
Íslendingarnir gefast ekki upp Veik von fæddist í morgun að lokinni fjórðu lotu af sex í útsláttarleik Hollendinga og Íslendinga í bridge á HM, þegar Ísland lagði Holland að velli, 22-7. Hollendingarnir hafa yfirhöndina enda er þetta fyrsta lotan sem Ísland vinnur í átta liða úrslitunum. Staðan í leiknum er nú 161-66, Hollendingum í vil. 24.10.2011 11:15
Rannsakað hvort yfirmaður hafi hvatt til ólöglegs innaksturs Lögreglan rannsakar nú hvort vinnureglur og jafnvel fyrirmæli yfirmanna fyrirtækis, sem staðsett er á Dalvegi, hafi gert ráð fyrir innakstri á stað þar sem inakstur er bannaður. Þetta er verið að rannsaka vegna þess að hjólreiðamaður slasaðist mjög alvarlega þegar hann varð fyrir og lenti undir gámabíl sem beygt var í veg fyrir hjólreiðamanninn á þessum stað. 24.10.2011 10:30
Reyna að ná Sölku á flot í dag Reynt verður í dag að ná fiskibátnum Sölku af botni Sandgerðishafnar, en hann sökk þar á skammri stundu í gær, eftir að stálbáturinn Rán GK sigldi á hann við bryggju, þegar Rán var að koma úr róðri. 24.10.2011 07:46
Endurtaka þarf atkvæðagreiðslu hjá Samfylkingunni Tæknilegir ágallar komu fram við talningu atkvæða til flokksstjórnar í Samfylkingunni á landsfundi flokksins um helgina, þannig að það verður að endurtaka hana. 24.10.2011 07:25
Þrjú innbrot í borginni í nótt Brotist var inn á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt og ýmsum verðmætum stolið. 24.10.2011 07:16
Brot á erlendum fyrirtækjum Skattlagning á vaxtatekjur erlendra fyrirtækja á Íslandi er skýlaust brot á samningnum um evrópska efnahagssvæðið, EES-samningnum. Skattlagningin er letjandi fyrir erlenda fjárfestingu ofan á gjaldeyrishöft sem valda því að erlendur aðili sem hefur fjárfest hér getur ekki fengið fjárfestingu sína greidda fyrr en höftum verður aflétt. 24.10.2011 06:30
Hefur störf hjá SÞ í Afganistan Gengið hefur verið frá ráðningu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í starf yfirmanns UN Women í Afganistan. Ingibjörg Sólrún mun flytjast til Kabúl, höfuðborgar Afganistan, um miðjan næsta mánuð. 24.10.2011 06:00
Byssumanni komið undir læknishendur Karlmanni á fertugsaldri, sem var handtekinn aðfaranótt sunnudags eftir að hafa hleypt af skotvopni í eða við íbúðarhús í Þorlákshöfn, var sleppt úr haldi lögreglu eftir yfirheyrslur í gærdag. 24.10.2011 05:00
Helmingur fráskilinna getur ekki rætt saman um börnin Helmingur fráskilinna foreldra sem dómstóll hefur dæmt sameiginlegt forræði getur ekki komið sér saman um neitt er varðar uppeldi barnanna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal danskra foreldra og Mai Heide Ottosen var í forsvari fyrir. Ottosen er sérfræðingur í skilnaðarrannsóknum hjá Félagsvísindastofnun Danmerkur og var stödd hér á landi í vikunni. Hún hélt fyrirlestur á málþingi á mánudaginn um heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá. 24.10.2011 05:00
Mál fyrir íslenska dómstóla þrátt fyrir erlent lögheimili Slitastjórnir föllnu bankanna geta nú höfðað riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimi, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi á fimmtudag. Samhliða var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði. 24.10.2011 04:00
Skólar í Kraga koma best út Skólar í nágrenni Reykjavíkur, Kraganum svokallaða, koma einna best út í samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir 10. bekki landsins í síðasta mánuði. 24.10.2011 03:15
Reisa bensínstöð í landi kirkju Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að Skeljungur annist gerð deiliskipulags á lóð sem fyrirtækið hefur tekið á leigu frá kirkjunni á jörðinni Melstað í Miðfirði. Skeljungur hyggst reisa 330 fermetra þjónustumiðstöð með bensínafgreiðslu, verslun og veitingasölu. 24.10.2011 03:15
Tyrknesk stjórnvöld ekki óskað eftir aðstoð Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir austurhluta Tyrklands í dag. Upptök skjálftans voru skammt frá borginni Van og hrundu nokkur hús í miðborginni. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vaktar ástandið. 23.10.2011 20:33
Vill lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði og auka greiðslur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vill lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði og auka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Hámarksgreiðslur Fæðingarorlofssjóðs hafa lækkað um 235 þúsund krónur á meðan hún hefur setið í ríkisstjórn. 23.10.2011 20:30
Hreindýrstarfar fastir saman á hornunum í viku Tveir hreindýrstarfar í Flatey á Mýrum hafa verið fastir saman á hornunum í tæpa viku.. Veiðimanni sem sá þá í vikunni sagði aðkomuna óhuggulega og finnst réttast að lina þjáningar þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Hall Magnússon sem var á veiðum á svæðinu þegar hann sá tarfana. Félagi Halls náði myndum af törfunum sem voru heldur æstir. Fjöldi fólks hefur haft samband við hreindýraeftirlitsmann á svæðinu, sem og Umhverfisstofnun og ráðherra umhverfismála vegna tarfanna. Umhverfisstofnun sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki standi til að fella tarfana. "Stofnunin er í sambandi við hreindýraleiðsögumann á svæðinu sem fylgist vel með þessum dýrum. Tarfarnir eru mjög varir um sig og erfitt er að nálgast þá til að fanga eða svæfa svo hægt sé losa þá við vírinn. Tarfarnir geta bitið gras og hreyft sig um þannig að þeir eiga sér lífsvon en fljótlega kemur sá tími að þeir felli hornin og munu þá losna. Að óbreyttu þykir Umhverfisstofnun ekki réttlætanlegt að fella dýrin en vel er fylgst með þeim. Ef vírinn fer að særa þau eða aðstaða þeirra mun versna á annan hátt mun verða gripið til aðgerða . Á þessu ári hefur verið verið losaður vír milli þriggja para og af 11 öðrum dýrum til viðbótar." 23.10.2011 20:00
"Nú er það okkar verkefni að útrýma atvinnuleysinu sem hrunið olli“ Það er verkefni Samfylkingarinnar að sjá til þess að fjármálamarkaðurinn fái aldrei aftur eftirlitslítið veiðileyfi á landsmenn þannig að heimili og ævisparnaður fólks verði veðsettur upp í topp og allt lagt undir. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á landsfundi flokksins í dag. 23.10.2011 19:07
Óléttar konur allt að 180 kíló Íslendingar eru orðnir næst feitasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló. 23.10.2011 18:30
Yfirheyrslum yfir byssumanni lokið - málið telst upplýst Yfirheyrslum yfir manni sem handtekinn var í Þorlákshöfn í nótt er lokið og telst málið upplýst. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekkert bendi til þess að hann hafi beint vopnum sínum gegn öðru fólki. Maðurinn er laus úr höndum lögreglu en nýtur handleiðslu lækna áfram, segir í tilkynningunni. 23.10.2011 18:02
Hefur þú séð tíkina Fríðu? - Búin að vera týnd í tvo daga Tíkin Fríða, sem er af tegundinni Weimaraner, týndist síðdegis á föstudaginn við Nesjavallaveg, nánar tiltekið á gömlu skotveiðisvæði sem kallað er Tjarnhólar. 23.10.2011 17:55
Fjölskylduhjálpin óskar eftir hárgreiðslufólki Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir hárgreiðslufólki sem er tilbúið að koma og snyrta endurgjaldslaust hár skjólstæðinga sína sem eru bæði konur, karlar og börn. 23.10.2011 16:40
Öryrkjar segja ríkisstjórnina ekki geta kennt sig við velferð Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn að endurskoða fjárlagafrumvarpið og minnka þar niðurskurð í velferðarrmálum. Framkvæmdastjóra samtakanna finnst ríkisstjórnin ekki geta kennt sig við velferð þegar enn er þrengt að öryrkjum. Áskorunin var samþykkt á aðalfundi Öryrkjabandalagsins í gær. Að mati félagsmanna ber fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012 með sér að sá niðurskurður sem hófst árið 2009 verði ekki bættur. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, segir félagsmenn áhyggjufulla. "Já, við höfum bara miklar áhyggjur af því að fólk þarf auðvitað að eiga til hnífs og skeiðar, og þegar bætur almannatrygginga hækka ekki í samræmi við lög þá á fólk erfitt með að greiða það sem það þarf að borga. Og samhliða skertum bótum hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna síðustu ár. Það er orðið dýrara að fara til læknis, fara í rannsóknir, fara til dæmis í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun, kaupa sér lyf og hjálpartæki. Við höfum bara áhyggjur af því að fólk hefur ekki efni á þessum hlutum, það verður veikara fyrir vikið og það eykur kostnað, það eykur álag annars staðar í kerfinu," segir Lilja. Öryrkjabandalagið telur þá ríkisstjórn sem kennir sig við velferð ekki hafa staðið undir nafni. "Það er mat Öryrkjabandalagsins að hún hefur ekki staðið sig sem skyldi og þrátt fyrir það að rannsóknir sýna það með óyggjandi hætti að aðstæður margra öryrkja er mjög slæm, þá er það okkar mat að þessi ríkisstjórn sem vill kenna sig við velferðarkerfið, að það er bara ekki á rökum reist," segir Lilja. 23.10.2011 16:03
Tuttugu Vildarbörn Tuttugu börnum var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í gær, fyrsta vetrardag. 23.10.2011 15:51
Byssumaðurinn yfirheyrður síðar í dag Karlmaður á fertugsaldri, sem hleypti af skoti eða skotum við heimili í Þorlákshöfn í nótt, hefur ekki verið yfirheyrður, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi. Gert er ráð fyrir að hann verði yfirheyrður síðdegis. 23.10.2011 15:47
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Listabrautar og Háaleitisbrautar rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Umferð um gatnamótin er lokuð og gera má ráð fyrir að þau verði lokuð í um hálftíma í viðbót, ef ekki lengur, vegna vettvangsrannsóknar. Vegfarendur eru beðnir um að velja sér aðra leið. Ekki er hægt að segja til um tildrög slyssins eða ástand slasaða. 23.10.2011 15:21
Íslenskir björgunarsveitarmenn tilbúnir Íslenska alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið sett á vöktunarstig eftir jarðskjálftann í Tyrklandi. Stjórnendur sveitarinnar fylgjast með ástandinu í gegnum upplýsingaveitur Sameinuðu þjóðanna og fréttir en enn sem komið er hefur lítið borist af staðfestum upplýsingum um skaðann sem skjálftinn olli. 23.10.2011 14:10
Eldfjall sigursæl Kvikmyndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í gær tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðnni í Montreal í Kanada. Myndin hefur fengið þrenn verðalaun á tæpri viku og vonast Rúnar til að gott gengi myndarinnar skili sér í Óskarskapphlaupinu. 23.10.2011 14:00
Yfirvofandi læknaskortur áhyggjuefni Nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands segir yfirvofandi læknaskort áhyggjuefni en læknum hefur fækkað um 10% á síðustu þremur árum. 23.10.2011 13:00
Fyrstu frjálsu kosningarnar í Túnis Í dag fara fram fyrstu frjálsu kosningarnar í Túnis, níu mánuðum eftir að uppreisn steypti stjórn fyrrverandi forseta lands Zinedine el Abidine Ben Ali af stóli. 23.10.2011 12:30
Byssumaður handtekinn í Þorlákshöfn Maður sem hleypti af skoti eða skotum gaf sig fram í Þorlákshöfn í nótt eftir að sérþjálfaður samningamaður frá lögreglunni spjallaði við hann í síma. 23.10.2011 11:09
Lyfjaður og dópaður ók á ljósastaur Maður, sem talinn er hafa verið undir áhrifum lyfja eða fíkniefna, ók á ljósastaur á Akranesi í nótt. Hann meiddist lítillega og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Bæði bíll og ljósastaur urðu fyrir minni háttar skemmdum. 23.10.2011 10:06
Sluppu úr bílveltu Bíll valt á Suðurlandsveginum, við Hveradalabrekku, klukkan ellefu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru þrír í bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild með sjúkrabílum. Meiðsli þeirra eru þó talin minniháttar. Mikil hálka var á Suðurlandsveginum í gærkvöldi og nótt. Bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt. 23.10.2011 09:59
Ísland komið í 8-liða úrslit Íslenska Bridds landsliðið hóf í morgun keppni í fjórðungsúrslitum á heimsmeistaramótinu í Bridds sem fram fer í Hollandi. Íslenska liðið lenti í sjötta sæti í undankeppninni og spilar á móti Hollandi í fyrsta útsláttarspilinu en Hollendingar lentu í öðru sæti og fengu því að velja sér andstæðinga. Á föstudag tapaði íslenska liðið á móti Hollendingingum 22-8. Það er þó ekki þar með sagt að Hollendingar eigi sigur vísan í dag því allt getur gerst í Briddsinu eins og fyrirliði íslenska liðsins Björn Eysteinsson sagði í samtali við fréttastofu á föstudag. 23.10.2011 09:48
Dyravörður stoppaði líkamsárás Piltur fæddur árið 1993 var vistaður í fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hann réðist á rúmlega tvítuga stúlku í Austurstrætinu klukkan rúmlega þrjú í nótt með þeim afleiðingum að hún skarst meðal annars á olnboga. 23.10.2011 09:36
Missti stjórn á sér á Kaffi Akureyri Einn gisti fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og rúðubrota. Maðurinn var á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri í gærkvöldi þegar hann missti stjórn á sér og braut þar rúðu. Lögregla var kölluð til og stóð til að keyra hann heim, en vildi maðurinn frekar gista á lögreglustöðinni og því svaf hann þar í nótt. Rætt verður við manninn þegar hann er búinn að sofa úr sér. 23.10.2011 09:18
Enginn með allar tölur réttar Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Þrír voru með 2. vinning og fá hver tæplega 160 þúsund krónur í sinn hlut. 22.10.2011 20:18
Óvíst hvort Gaddafí hafi verið krufinn Þingkosningar eiga að fara fram í Líbíu innan átta mánaða, segir formaður bráðabirgðarstjórnar Líbíu. Óvíssa ríkir um hvort lík Gaddafis, fyrrum leiðtoga landsins, hafi verið krufið í dag. 22.10.2011 19:45
Davíð Már fundinn Davíð Már Bjarnason sem sem lögreglan á Sauðárkóki lýsti eftir í gær er fundinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann drenginn í nótt. Lögreglan á Sauðárkróki þakkar þeim sem höfðu samband við lögreglu vegna málsins 22.10.2011 18:57
Bauhaus opnar - ekki geymsla fyrir bíla útrásarvíkinga Forsvarsmenn byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus telja að loksins sé að rofa til í íslensku efnahagslífi. Þeir stefna að því að opna tuttugu og eitt þúsund fermetra verslun sína hér á landi næsta vor og hafa auglýst eftir starfsfólki. 22.10.2011 18:51