Innlent

Dollararegn í Þorlákshöfn

Kona kom á lögreglustöðina á Selfossi í síðustu viku til að tilkynna um hvarf á tæplega 3000 bandaríkjadölum, sem jafngildir tæplega 350 þúsund krónum. Hún hafði keypt gjaldeyrinn í útibúi Landsbankans í Þolákshöfn en þegar hún ætlaði að ná í peningana stuttu síðar fann hún þá ekki. Á miðvikudag hafði maður síðan samband við lögregluna og sagðist hafa fundið tvo hundrað dollara seðla í garði sínum við Hafnarberg.

„Hann hafði heyrt utan af sér af nokkrum öðrum sem höfðu fundið dollaraseðla á svæðinu", segir í tilkynningu frá lögreglu sem telur hugsanlegt að þarna hafi verið um dollarana týndu að ræða.

„Lögreglan biður þá sem hafa fundið dollara á sveimi í Þorlákshöfn að hafa samband í síma 4801010. “






Fleiri fréttir

Sjá meira


×