Innlent

Þúsundir hafa ekki fengið eingreiðsluna frá því í vor

Um tvö þúsund og fimm hundruð manns hafa enn ekki fengið samningsbunda eingreiðslu upp á fimmtíu þúsund krónur þar sem fólkið var í fæðingarorlofið síðasta vor. Svo virðist sem fólkið hafa fallið milli skips og bryggju í kerfinu en hvorki fæðingarorlofssjóður né atvinnurekendur telja sig bera ábyrgð á greiðslunni.

Í kjarasamningum Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnurekenda sem undrritaðir voru síðasta vor samið um sérstaka fimmtíu þúsund króna eingreiðslu til launþega.

Um tvö þúsund og fimm hundruð einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi í mars og apríl mánuði hafa hins vegar ekki fengið þessa eingreiðslu.

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, hefur óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins, meðal annars í opnu bréfi sem birt er í fréttablaðinu í dag. Guðlaug segir að vandinn felist meðal annars í því að enginn telji sig bera ábyrgð á málinu.

„Ég spurðist fyrir hjá fæðingarorlofssjóði og hann telur sig ekki hafa heimild til að greiða þesssa eingreiðslu en svo skilst mér hjá Tryggingastofnun að þegar öryrki var á svokölluðum fæðingarstyrk á þessum sama tíma þá fengu þeir eingreiðslu og fæðingarstyrkur kemur beint frá ríkissjóði svo ég veit ekki hvort vanti hreinlega aðilann til að taka af skarið," segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×