Fleiri fréttir Benda á að 44 af 50 hafi útskrifast með góðum árangri Á þeim nítján árum sem réttargeðdeildin á Sogni hefur verið starfsrækt hafa 50 sjúklingar verið innlagðir og hafa 44 þeirra verið útskrifaðir með góðum árangri. Enginn þeirra hefur verið endurdæmdur. Þetta kemur fram í ályktun eftir starfsmannafund á Sogni í dag. Í henni segir einnig að starfsmenn hafi mikla reynslu og starfsaldur þeirra sé hár og þekking á málefnum þeirra sem þangað leita sé afar mikil og miklvæg í meðferð sjúklinga. Starfsmennirnir skora á ráðherra og stjórnendur Landspítala Háskólasjúkrahúss til að endurskoða ákvörðun sína um að flytja starfsemina á Klepp. 14.10.2011 16:05 Mótmæla fyrirhugaðri lokun líknardeildar Starfsfólk Líknardeildar aldraðra á Landspítala Landakoti mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun á líknardeildinni. Í yfirlýsingu frá starfsfólki er lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun og þungum áhyggjum skjólstæðingum. Því er skorað á ráðamenn að draga úr niðurskurði gagnvart Landspítala og að þeir beiti sér fyrir því að líknarþjónusta við aldraða á Landspítala verði ekki skert. 14.10.2011 15:50 Gunnar Rúnar kominn á Litla Hraun Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. 14.10.2011 15:36 Búið að ná tökum á eldinum - einn fluttur á slysadeild Slökkviliðið hefur náð tökum á eldi sem blossaði upp í Lakksmiðjunni á Smiðjuvegi í Kópavogi nú rétt eftir klukkan þrjú. Einn starfsmaður var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldurinn var staðbundinn í húsnæðinu og gekk vel að ná tökum á honum. Nú vinna slökkviliðsmenn að því að slökkva í síðustu glæðunum í loftræstikerfi hússins. 14.10.2011 15:31 Kannabisræktun í Vogahverfinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Vogahverfinu í Reykjavík í dag og lagði við húsleit hald á rúmlega 50 kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. 14.10.2011 18:54 Samkomulagi náð um norsk-íslenska síld Heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum mun verða 833 þúsund tonn árið 2012 samkvæmt samkomulagi sem náðist á fundi strandríkja í dag. Fundurinn var haldinn í London, en honum lauk í dag. 14.10.2011 16:58 Eldur í Lakksmiðjunni Eldur er kominn upp í Lakksmiðjunni á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið sent á staðinn og búið að kalla út frekari mannskap. 14.10.2011 15:07 Sveik út vörur fyrir tæpar tvær milljónir króna Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um umfangsmikil fjársvik. Maðurinn sveik út vörur fyrir fyrir tæpar tvær milljónir króna hjá ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu með því að segjast hafa heimild til að eiga viðskipti í nafni fyrirtækis sem hann tengdist þó á engan hátt. 14.10.2011 14:59 Síðasti séns að vera með í Bylgjubingó Í morgun hófst síðasta og stærsta Bylgjubingóið frá því að byrjað var að spila leikinn í byrjun mánaðarins en bingóið hefur notið gríðarlegra vinsælda. 14.10.2011 14:23 Ökumaðurinn stakk af Harður árekstur varð á gatnamótum Þverholts og Skeiðholts um hálf ellefu leytið í morgun. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist en báðar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir óhappið og voru fluttar á brott með kranabifreið. 14.10.2011 13:55 SGS sættir sig ekki við óréttlætið Þing Starfsgreinasamband Íslands getur ekki og ætlar ekki undir nokkrum kringumstæðum að sætta sig við það grímulausa óréttlæti sem íslensk heimili hafa mátt þola frá hruni. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þinginu sem nú stendur yfir. Í ályktuninni segir að stórum hluta forsendubrestsins hafi verið varpað miskunnarlaust yfir á heimili landsins á sama tíma og slegin hafi verið skjaldborg utan um kröfuhafa og erlenda vogunarsjóði. 14.10.2011 13:45 Jackson með sveppasýkingu á fótunum og gífurlega grannur Líkami Michael Jackson var þakinn örum þegar hann lést. Hann átti erfitt með að losa þvag, var með mjög alvarlega sveppasýkingu og var gífurlega grannur þar sem hann neytti hvorki matar né drykkjar. Þetta kom fram í réttarhöldum vestanhafs yfir lækni hans Conrad Murray. 14.10.2011 13:14 Metvertíð í Makrílnum Langbestu makrílvertíð hér við land til þessa er lokið og nemur útflutningsverðmæti afurðanna hátt á þriðja tug milljarða króna. 14.10.2011 12:15 „Er ekki alveg ljóst að Ólafur Skúlason er að fara brenna í helvíti?“ Frosti og Máni í útvarpsþættinum Harmageddon fengu Séra Bjarna Karlsson í heimsókn til sín á dögunum. Þar voru málefni kirkjunnar rædd og veltu þeir meðal annars fyrir sér hvort að himnaríki og helvíti sé raunverulega til. 14.10.2011 11:57 Þingeyingar ósáttir með svör Steingríms og gengu út Fulltrúar fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum gengu í gær út af fundi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir. Ástæða þess að þeir fóru út úr salnum voru orð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem var að svara fyrirspurn um atvinnumál í Þingeyjarsýslum. 14.10.2011 10:53 Hressilegt haglél á Selfossi Hressilegt haglél gerði á Selfossi á tíunda tímanum í morgun og glumdi hátt í þúsþökum og bílum. 14.10.2011 10:00 Framsóknarmenn álykta um smokka Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna áréttar fyrri ályktanir um mikilvægi þess að lækka skatt á smokkum úr 25,5% í 7%. Í tilkynningu frá sambandinu segir að það sé ein þeirra leiða sem færar séu til að gerra smokka ódýrari, eins og sóttvarnaráð hafi kallað eftir. 14.10.2011 08:57 Ofurölvi í árekstri Ofurölvi karlmaður ók bíl sínum gegn rauðu ljósi á gatnamótum í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt, þvert á annan bíl, sem var að aka þar yfir á grænu ljósi. 14.10.2011 07:53 Loðnuvertíðin fer rólega af stað Loðnuvertíðin, sem hófst um síðustu mánaðamót fer óvenju hægt af stað og hefur aðeins eitt skip landað loðnufarmi á þessum hálfa mánuði frá vertíðarbyrjun. Það er Víkingur AK, en hann er nú einn að leita loðnu djúpt út af Skagafirði. 14.10.2011 07:47 Jarðskjálftahrina á Öskjusvæðinu Jarðskjálftahrina varð á Öskjusvæðinu í nótt. Fyrst urðu nokkrir skjálftar upp á rúmlega tvo á Richter og rétt fyrir klukkan fjögur varð einn yfir þrjá á Richter, og síðan nokkrir vægari. 14.10.2011 07:24 Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. 14.10.2011 06:00 Fjárheimildir hækka um 14 milljarða Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum. 14.10.2011 05:00 Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. 14.10.2011 04:00 Hefja strax vinnu við áætlunargerð Íslensk stjórnvöld munu á næstu mánuðum vinna að aðgerðaáætlun þar sem væntanleg framkvæmd stefnu ESB í byggðamálum og stjórnsýsla henni tengd verður skýrð. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. 14.10.2011 03:00 Helmingur nefnda uppfyllir kynjakvóta Konur voru aðeins fjórðungur fulltrúa í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Hlutfall kvenna var lakast í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. 14.10.2011 02:00 Hæsturéttur staðfestir úrskurð yfir dínamítmanni Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem hefur játað að hafa stolið 250 kílóum af dínamíti og um 200 stykkjum af rafmagnshvellhettum. 13.10.2011 19:39 Stjórn Bankasýslunnar ver ráðningu Páls Stjórn Bankasýslu Ríkisins segir að Páll Magnússon hafi uppfyllt allar kröfur sem gerðar voru til umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslunnar. 13.10.2011 18:57 Við hefðum getað heitið Hvalbúðarhúðlendingar Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. 13.10.2011 18:27 Ekki endilega slæm niðurstaða fyrir Gunnar Rúnar „Í svona málum er ekki hægt að fagna eða harma niðurstöður. Þetta er bara hörmungarmál,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem var metinn sakhæfur í Hæstarétti Íslands í dag. 13.10.2011 17:51 Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13.10.2011 16:55 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13.10.2011 16:39 Jón Gnarr kynnti Reykjavík í Frankfurt Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, kynnti bókmenntatexta um höfuðborg Íslands ásamt rithöfundinum Pétri Gunnarssyni fyrr í dag á Bókasýningunni í Frankfurt. 13.10.2011 16:48 Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13.10.2011 16:03 Mennirnir komnir í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið upplýsingar um mennina þrjá sem hún leitaði að í dag í tengslum við rannsókn. Upplýsingarnar bárust eftir að myndir höfðu birst af mönnunum í fjölmiðlum. 13.10.2011 15:53 Franskur ofurhugi stekkur fram af fossbrún Franskur ofurhugi stökk fram af brún fossins Drífanda undir Eyjafjöllum fyrir nokkrum dögum. Fossinn er rúmlega 100 metra hár og þurfti hann að hafa snör handtök við að opna fallhlífina. Væri það ógert tæki fallið aðeins fimm sekúndur. 13.10.2011 15:30 Dæmdur til að greiða um eina og hálfa milljón Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, var í dag dæmdur til að greiða konu 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla sem birtust í DV í september á síðasta ári. Um var að ræða umfjöllun blaðsins um nágrannaerjur í Garðabæ. 13.10.2011 14:55 Mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás í stigagangi Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann ítrekað hnefahöggum í höfuð og handlegg í stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík í september á síðasta ári. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hann á nokkuð langan sakaferil að baki eða allt frá 16 ára aldri. Þá varð það honum til refsilækkunar að hafa tekið sig á varðandi neyslu á fíkniefnum og áfengi. 13.10.2011 14:41 Árlega greinast 18 með krabbamein í munnholi og vör Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. 13.10.2011 14:00 Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ Lögreglan Selfossi lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni. Ingólfur Snær er fæddur árið 1995, hann er um 175 sentimetrar á hæð og um 80 kíló. Ekki er vitað um klæðaburð. Hann fór frá Hamarskoti fyrir um það bil hálfum mánuði en síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Þeir sem vita um ferðir Ingólfs er bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010. 13.10.2011 13:58 Þingmenn vilja skýrslu um laun bankamanna Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram beiðni þess efnis að efnahags- og viðskiptaráðherra flytji þinginu skýrslu um launagreiðslur til stjórnenda banka, skilanefnda og slitastjórna. 13.10.2011 13:38 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi á Djúpavogi Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Djúpavogi í gær hét Jón Ægir Ingimundarson. Hann var 41 árs og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Haldin verður bænastund í Djúpavogskirkju klukkan sex í kvöld. Jón Ægir lést þegar verið var að losa salt úr skipi í höfninni þegar að krani úr landi sem notaður var við verkið brotnaði og féll á Jón sem var þar við vinnu sína. 13.10.2011 13:27 Hafa þungar áhyggjur af kjaradeilu háseta hjá Hafró Stjórn Starfsmannafélags Hafrannsóknastofnunarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í kjaradeilu háseta rannsóknaskipa stofnunarinnar við ríkisvaldið. 13.10.2011 13:17 Engar samgönguframkvæmdir og ekkert fangelsi á fjáraukalögum Ekki er gert ráð fyrir að neinn kostnaður falli til vegna samgönguframkvæmda eða byggingu nýs fangelsis á þessu ári samkvæmt fjáraukalögum. 13.10.2011 12:17 Vill sérstakan neyðarsjóð fyrir sveitarfélög í vandræðum Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill setja upp sérstakan neyðarsjóð fyrir sveitarfélög sem lenda í greiðslu- og rekstrarvandræðum. Forsætisráðherra segir að skilgreina þurfi slíkan sjóð mjög þröngt. 13.10.2011 11:57 Fíkniefnahundurinn Jökull fann mikið af fíkniefnum Um miðjan dag í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð manns á fertugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hald var lagt á um 30 grömm af amfetamíni og nokkur grömm af kannabisefnum. Einnig voru haldlögð um 40 grömm af muldum e-töflum og mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja sem ekki voru stíluð á húsráðanda. 13.10.2011 10:40 Sjá næstu 50 fréttir
Benda á að 44 af 50 hafi útskrifast með góðum árangri Á þeim nítján árum sem réttargeðdeildin á Sogni hefur verið starfsrækt hafa 50 sjúklingar verið innlagðir og hafa 44 þeirra verið útskrifaðir með góðum árangri. Enginn þeirra hefur verið endurdæmdur. Þetta kemur fram í ályktun eftir starfsmannafund á Sogni í dag. Í henni segir einnig að starfsmenn hafi mikla reynslu og starfsaldur þeirra sé hár og þekking á málefnum þeirra sem þangað leita sé afar mikil og miklvæg í meðferð sjúklinga. Starfsmennirnir skora á ráðherra og stjórnendur Landspítala Háskólasjúkrahúss til að endurskoða ákvörðun sína um að flytja starfsemina á Klepp. 14.10.2011 16:05
Mótmæla fyrirhugaðri lokun líknardeildar Starfsfólk Líknardeildar aldraðra á Landspítala Landakoti mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun á líknardeildinni. Í yfirlýsingu frá starfsfólki er lýst yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun og þungum áhyggjum skjólstæðingum. Því er skorað á ráðamenn að draga úr niðurskurði gagnvart Landspítala og að þeir beiti sér fyrir því að líknarþjónusta við aldraða á Landspítala verði ekki skert. 14.10.2011 15:50
Gunnar Rúnar kominn á Litla Hraun Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. 14.10.2011 15:36
Búið að ná tökum á eldinum - einn fluttur á slysadeild Slökkviliðið hefur náð tökum á eldi sem blossaði upp í Lakksmiðjunni á Smiðjuvegi í Kópavogi nú rétt eftir klukkan þrjú. Einn starfsmaður var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldurinn var staðbundinn í húsnæðinu og gekk vel að ná tökum á honum. Nú vinna slökkviliðsmenn að því að slökkva í síðustu glæðunum í loftræstikerfi hússins. 14.10.2011 15:31
Kannabisræktun í Vogahverfinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Vogahverfinu í Reykjavík í dag og lagði við húsleit hald á rúmlega 50 kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. 14.10.2011 18:54
Samkomulagi náð um norsk-íslenska síld Heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum mun verða 833 þúsund tonn árið 2012 samkvæmt samkomulagi sem náðist á fundi strandríkja í dag. Fundurinn var haldinn í London, en honum lauk í dag. 14.10.2011 16:58
Eldur í Lakksmiðjunni Eldur er kominn upp í Lakksmiðjunni á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið sent á staðinn og búið að kalla út frekari mannskap. 14.10.2011 15:07
Sveik út vörur fyrir tæpar tvær milljónir króna Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um umfangsmikil fjársvik. Maðurinn sveik út vörur fyrir fyrir tæpar tvær milljónir króna hjá ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu með því að segjast hafa heimild til að eiga viðskipti í nafni fyrirtækis sem hann tengdist þó á engan hátt. 14.10.2011 14:59
Síðasti séns að vera með í Bylgjubingó Í morgun hófst síðasta og stærsta Bylgjubingóið frá því að byrjað var að spila leikinn í byrjun mánaðarins en bingóið hefur notið gríðarlegra vinsælda. 14.10.2011 14:23
Ökumaðurinn stakk af Harður árekstur varð á gatnamótum Þverholts og Skeiðholts um hálf ellefu leytið í morgun. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist en báðar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir óhappið og voru fluttar á brott með kranabifreið. 14.10.2011 13:55
SGS sættir sig ekki við óréttlætið Þing Starfsgreinasamband Íslands getur ekki og ætlar ekki undir nokkrum kringumstæðum að sætta sig við það grímulausa óréttlæti sem íslensk heimili hafa mátt þola frá hruni. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þinginu sem nú stendur yfir. Í ályktuninni segir að stórum hluta forsendubrestsins hafi verið varpað miskunnarlaust yfir á heimili landsins á sama tíma og slegin hafi verið skjaldborg utan um kröfuhafa og erlenda vogunarsjóði. 14.10.2011 13:45
Jackson með sveppasýkingu á fótunum og gífurlega grannur Líkami Michael Jackson var þakinn örum þegar hann lést. Hann átti erfitt með að losa þvag, var með mjög alvarlega sveppasýkingu og var gífurlega grannur þar sem hann neytti hvorki matar né drykkjar. Þetta kom fram í réttarhöldum vestanhafs yfir lækni hans Conrad Murray. 14.10.2011 13:14
Metvertíð í Makrílnum Langbestu makrílvertíð hér við land til þessa er lokið og nemur útflutningsverðmæti afurðanna hátt á þriðja tug milljarða króna. 14.10.2011 12:15
„Er ekki alveg ljóst að Ólafur Skúlason er að fara brenna í helvíti?“ Frosti og Máni í útvarpsþættinum Harmageddon fengu Séra Bjarna Karlsson í heimsókn til sín á dögunum. Þar voru málefni kirkjunnar rædd og veltu þeir meðal annars fyrir sér hvort að himnaríki og helvíti sé raunverulega til. 14.10.2011 11:57
Þingeyingar ósáttir með svör Steingríms og gengu út Fulltrúar fjögurra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum gengu í gær út af fundi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir. Ástæða þess að þeir fóru út úr salnum voru orð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem var að svara fyrirspurn um atvinnumál í Þingeyjarsýslum. 14.10.2011 10:53
Hressilegt haglél á Selfossi Hressilegt haglél gerði á Selfossi á tíunda tímanum í morgun og glumdi hátt í þúsþökum og bílum. 14.10.2011 10:00
Framsóknarmenn álykta um smokka Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna áréttar fyrri ályktanir um mikilvægi þess að lækka skatt á smokkum úr 25,5% í 7%. Í tilkynningu frá sambandinu segir að það sé ein þeirra leiða sem færar séu til að gerra smokka ódýrari, eins og sóttvarnaráð hafi kallað eftir. 14.10.2011 08:57
Ofurölvi í árekstri Ofurölvi karlmaður ók bíl sínum gegn rauðu ljósi á gatnamótum í Kópavogi á fjórða tímanum í nótt, þvert á annan bíl, sem var að aka þar yfir á grænu ljósi. 14.10.2011 07:53
Loðnuvertíðin fer rólega af stað Loðnuvertíðin, sem hófst um síðustu mánaðamót fer óvenju hægt af stað og hefur aðeins eitt skip landað loðnufarmi á þessum hálfa mánuði frá vertíðarbyrjun. Það er Víkingur AK, en hann er nú einn að leita loðnu djúpt út af Skagafirði. 14.10.2011 07:47
Jarðskjálftahrina á Öskjusvæðinu Jarðskjálftahrina varð á Öskjusvæðinu í nótt. Fyrst urðu nokkrir skjálftar upp á rúmlega tvo á Richter og rétt fyrir klukkan fjögur varð einn yfir þrjá á Richter, og síðan nokkrir vægari. 14.10.2011 07:24
Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. 14.10.2011 06:00
Fjárheimildir hækka um 14 milljarða Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum. 14.10.2011 05:00
Alhliða þjónustuskerðing á mörgum sviðum spítalans Stöðugildum á Landspítalanum mun fækka um 85 og þjónusta verður skert vegna niðurskurðar. Þetta kom fram á fundum forstjóra Landspítalans í gær. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hélt átta starfsmannafundi víðs vegar um borgina í gær og kynnti fólki niðurskurðaraðgerðir næsta árs. Hann segir andrúmsloftið á fundunum hafa einkennst af ró og æðruleysi. 14.10.2011 04:00
Hefja strax vinnu við áætlunargerð Íslensk stjórnvöld munu á næstu mánuðum vinna að aðgerðaáætlun þar sem væntanleg framkvæmd stefnu ESB í byggðamálum og stjórnsýsla henni tengd verður skýrð. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. 14.10.2011 03:00
Helmingur nefnda uppfyllir kynjakvóta Konur voru aðeins fjórðungur fulltrúa í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Hlutfall kvenna var lakast í nefndum á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. 14.10.2011 02:00
Hæsturéttur staðfestir úrskurð yfir dínamítmanni Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem hefur játað að hafa stolið 250 kílóum af dínamíti og um 200 stykkjum af rafmagnshvellhettum. 13.10.2011 19:39
Stjórn Bankasýslunnar ver ráðningu Páls Stjórn Bankasýslu Ríkisins segir að Páll Magnússon hafi uppfyllt allar kröfur sem gerðar voru til umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslunnar. 13.10.2011 18:57
Við hefðum getað heitið Hvalbúðarhúðlendingar Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. 13.10.2011 18:27
Ekki endilega slæm niðurstaða fyrir Gunnar Rúnar „Í svona málum er ekki hægt að fagna eða harma niðurstöður. Þetta er bara hörmungarmál,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem var metinn sakhæfur í Hæstarétti Íslands í dag. 13.10.2011 17:51
Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13.10.2011 16:55
Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13.10.2011 16:39
Jón Gnarr kynnti Reykjavík í Frankfurt Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, kynnti bókmenntatexta um höfuðborg Íslands ásamt rithöfundinum Pétri Gunnarssyni fyrr í dag á Bókasýningunni í Frankfurt. 13.10.2011 16:48
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13.10.2011 16:03
Mennirnir komnir í leitirnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið upplýsingar um mennina þrjá sem hún leitaði að í dag í tengslum við rannsókn. Upplýsingarnar bárust eftir að myndir höfðu birst af mönnunum í fjölmiðlum. 13.10.2011 15:53
Franskur ofurhugi stekkur fram af fossbrún Franskur ofurhugi stökk fram af brún fossins Drífanda undir Eyjafjöllum fyrir nokkrum dögum. Fossinn er rúmlega 100 metra hár og þurfti hann að hafa snör handtök við að opna fallhlífina. Væri það ógert tæki fallið aðeins fimm sekúndur. 13.10.2011 15:30
Dæmdur til að greiða um eina og hálfa milljón Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, var í dag dæmdur til að greiða konu 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ærumeiðandi ummæla sem birtust í DV í september á síðasta ári. Um var að ræða umfjöllun blaðsins um nágrannaerjur í Garðabæ. 13.10.2011 14:55
Mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás í stigagangi Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann ítrekað hnefahöggum í höfuð og handlegg í stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík í september á síðasta ári. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hann á nokkuð langan sakaferil að baki eða allt frá 16 ára aldri. Þá varð það honum til refsilækkunar að hafa tekið sig á varðandi neyslu á fíkniefnum og áfengi. 13.10.2011 14:41
Árlega greinast 18 með krabbamein í munnholi og vör Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. 13.10.2011 14:00
Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ Lögreglan Selfossi lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni. Ingólfur Snær er fæddur árið 1995, hann er um 175 sentimetrar á hæð og um 80 kíló. Ekki er vitað um klæðaburð. Hann fór frá Hamarskoti fyrir um það bil hálfum mánuði en síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Þeir sem vita um ferðir Ingólfs er bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010. 13.10.2011 13:58
Þingmenn vilja skýrslu um laun bankamanna Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram beiðni þess efnis að efnahags- og viðskiptaráðherra flytji þinginu skýrslu um launagreiðslur til stjórnenda banka, skilanefnda og slitastjórna. 13.10.2011 13:38
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi á Djúpavogi Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Djúpavogi í gær hét Jón Ægir Ingimundarson. Hann var 41 árs og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Haldin verður bænastund í Djúpavogskirkju klukkan sex í kvöld. Jón Ægir lést þegar verið var að losa salt úr skipi í höfninni þegar að krani úr landi sem notaður var við verkið brotnaði og féll á Jón sem var þar við vinnu sína. 13.10.2011 13:27
Hafa þungar áhyggjur af kjaradeilu háseta hjá Hafró Stjórn Starfsmannafélags Hafrannsóknastofnunarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í kjaradeilu háseta rannsóknaskipa stofnunarinnar við ríkisvaldið. 13.10.2011 13:17
Engar samgönguframkvæmdir og ekkert fangelsi á fjáraukalögum Ekki er gert ráð fyrir að neinn kostnaður falli til vegna samgönguframkvæmda eða byggingu nýs fangelsis á þessu ári samkvæmt fjáraukalögum. 13.10.2011 12:17
Vill sérstakan neyðarsjóð fyrir sveitarfélög í vandræðum Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill setja upp sérstakan neyðarsjóð fyrir sveitarfélög sem lenda í greiðslu- og rekstrarvandræðum. Forsætisráðherra segir að skilgreina þurfi slíkan sjóð mjög þröngt. 13.10.2011 11:57
Fíkniefnahundurinn Jökull fann mikið af fíkniefnum Um miðjan dag í gær framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð manns á fertugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hald var lagt á um 30 grömm af amfetamíni og nokkur grömm af kannabisefnum. Einnig voru haldlögð um 40 grömm af muldum e-töflum og mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja sem ekki voru stíluð á húsráðanda. 13.10.2011 10:40