Innlent

Kannabisræktun í Vogahverfinu

Mynd úr safni
Mynd úr safni Mynd/Valgarður Gíslason
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Vogahverfinu í Reykjavík í dag og lagði við húsleit hald á rúmlega 50 kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en enginn býr í íbúðinni sem var undirlögð af kannabisræktun. Einn hefur verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×